Áratugur frá Facebook Benedikt Bóas skrifar 6. október 2017 08:00 Einar Bárðason átti átta vini þegar greinin var skrifuð fyrir rúmum áratug. Nú telur vinafjöldinn hans um fimm þúsund manns. "Ef menn eru með dónaskap í ummælum á mínum vegg eða ganga fram af mer með einum eða öðrum hætti þá blokkera ég menn alveg hiklaust. Málfrelsi nettrölla er því alls ekki tryggt hjá mér.“ Vísir „Ég datt inn á Facebook fyrst þar sem breskur plöggari sem var að vinna fyrir mig vildi sýna mér eitthvað sem einhver hafði póstað og til þess að ég gæti séð það þá greip hann tölvuna og stofnaði mig í raun og veru á Facebook vorið 2007 að mig minnir,“ segir Einar Bárðarson, einhver þekktasti umboðsmaður Íslands og núverandi eigandi ráðgjafafyrirtækisins Meðbyrs. Einar var einn þeirra sem voru taldir upp og voru skráðir á hinn nýja vef Facebook í grein sem birtist í Fréttablaðinu þennan dag fyrir tíu árum. Þá átti hann átta vini. Þeim hefur eitthvað aðeins fjölgað síðan þá. Um sjö þúsund Íslendingar voru skráðir á vefinn þegar greinin var skrifuð. „Facebook er eins og margir vita heimasíða þar sem hægt er að sanka að sér „vinum“ úr öllum áttum bæði með því að finna gamla félaga og stofna til nýrra vinasambanda,“ sagði meðal annars í greininni. „Fyrstu árin notaði ég Facebook eingöngu sem markaðstæki og PR tól og samþykkti allar vinarbeiðnir en svo komst ég að því einhvern tíma 2009 eða 2010 að Zuckerberg vildi ekki leyfa manni að „eiga“ fleiri en 5.000 vini og þá breytti ég aðeins stefnunni,“ segir Einar en hann grisjaði smá af vinalistanum sínum og henti þeim út sem hann þekkti ekki. „Síðustu ár hef ég tekið þá stefnu að vera bara jákvæður og uppbyggilegur. Ég er meira að segja hættur að vera kaldhæðinn. Þetta er eiginlega of stór „kaffistofa“ fyrir mína kaldhæðni,“ segir hann kíminn. Í greininni kemur fram að Facebook virðist almennt eiga upp á pallborðið hjá leikurum og leikkonum því þær María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir, eiginkona Garðars Thórs, séu með sitt „eigið svæði“ eins og það er kallað. Þá telst það til tíðinda að Klara Ósk Elíasdóttir sé eina Nylon stúlkan sem sé skráð á vefinn. Einar segist nú deila ýmsu úr prívatlífi sínu og jafnvel ef hann upplifi eitthvað skemmtilegt sem hann langar til að deila með öðrum. „En ég hef aldrei þegið greiðslur eða vörur eða neitt slíkt fyrir neitt svoleiðis. Ég deili bara þegar ég fæ góða tilfinningu fyrir einhverju og reyni að vera samkvæmur sjálfum mér í því. Ég deili því sem ég er að gera eða fylgjast með í áhugamálunum, hjólum og tónlist og einstaka vinnutengdum verkefnum en það er sjaldnar. Svo kemur fyrir að ég monta mig af konunni eða börnunum og leita mér aðstoðar eða upplýsinga um allt frá uppskriftum í hvar sé hægt að fá viðgerð á fatnaði og varahluti í græjur.“ Einar segir að kaldhæðnisútrásin fái að rasa út á Twitter, það listræna á Instagram en hið dagsdaglega á Facebook. „Bullarinn er svo á Snappchat,“ segir hann. Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
„Ég datt inn á Facebook fyrst þar sem breskur plöggari sem var að vinna fyrir mig vildi sýna mér eitthvað sem einhver hafði póstað og til þess að ég gæti séð það þá greip hann tölvuna og stofnaði mig í raun og veru á Facebook vorið 2007 að mig minnir,“ segir Einar Bárðarson, einhver þekktasti umboðsmaður Íslands og núverandi eigandi ráðgjafafyrirtækisins Meðbyrs. Einar var einn þeirra sem voru taldir upp og voru skráðir á hinn nýja vef Facebook í grein sem birtist í Fréttablaðinu þennan dag fyrir tíu árum. Þá átti hann átta vini. Þeim hefur eitthvað aðeins fjölgað síðan þá. Um sjö þúsund Íslendingar voru skráðir á vefinn þegar greinin var skrifuð. „Facebook er eins og margir vita heimasíða þar sem hægt er að sanka að sér „vinum“ úr öllum áttum bæði með því að finna gamla félaga og stofna til nýrra vinasambanda,“ sagði meðal annars í greininni. „Fyrstu árin notaði ég Facebook eingöngu sem markaðstæki og PR tól og samþykkti allar vinarbeiðnir en svo komst ég að því einhvern tíma 2009 eða 2010 að Zuckerberg vildi ekki leyfa manni að „eiga“ fleiri en 5.000 vini og þá breytti ég aðeins stefnunni,“ segir Einar en hann grisjaði smá af vinalistanum sínum og henti þeim út sem hann þekkti ekki. „Síðustu ár hef ég tekið þá stefnu að vera bara jákvæður og uppbyggilegur. Ég er meira að segja hættur að vera kaldhæðinn. Þetta er eiginlega of stór „kaffistofa“ fyrir mína kaldhæðni,“ segir hann kíminn. Í greininni kemur fram að Facebook virðist almennt eiga upp á pallborðið hjá leikurum og leikkonum því þær María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir, eiginkona Garðars Thórs, séu með sitt „eigið svæði“ eins og það er kallað. Þá telst það til tíðinda að Klara Ósk Elíasdóttir sé eina Nylon stúlkan sem sé skráð á vefinn. Einar segist nú deila ýmsu úr prívatlífi sínu og jafnvel ef hann upplifi eitthvað skemmtilegt sem hann langar til að deila með öðrum. „En ég hef aldrei þegið greiðslur eða vörur eða neitt slíkt fyrir neitt svoleiðis. Ég deili bara þegar ég fæ góða tilfinningu fyrir einhverju og reyni að vera samkvæmur sjálfum mér í því. Ég deili því sem ég er að gera eða fylgjast með í áhugamálunum, hjólum og tónlist og einstaka vinnutengdum verkefnum en það er sjaldnar. Svo kemur fyrir að ég monta mig af konunni eða börnunum og leita mér aðstoðar eða upplýsinga um allt frá uppskriftum í hvar sé hægt að fá viðgerð á fatnaði og varahluti í græjur.“ Einar segir að kaldhæðnisútrásin fái að rasa út á Twitter, það listræna á Instagram en hið dagsdaglega á Facebook. „Bullarinn er svo á Snappchat,“ segir hann.
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira