Treysta hvert öðru fyrir kjánalegum hugmyndum Guðný Hrönn skrifar 6. október 2017 14:30 Fjöllistahópurinn CGFC hefur ferðast víða með sýningu sína. vísir/eyþór Fjöllistahópurinn CGFC hefur undanfarna mánuði ferðast með sýninguna „Headliner“ um Austurland, Færeyjar, Finnland og Svíþjóð en í kvöld er komið að Reykjavík. Sýningin fjallar meðal annars um pressuna sem fylgir því að vera fullorðinn. CGFC skipa þau Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir sem öll kannast við þessa pressu. Spurð út í hvaða viðfangsefni þau vinna helst með segir Hallveig: „Okkar helsta viðfangsefni er leikgleðin og við einblínum í mun meiri mæli á ferlið heldur en lokaafurðina. Við og höfum yfirleitt hugsað um okkur sem vinahóp sem slysaðist til að gera list saman heldur en listahóp sem slíkan. Við komum öll úr mismunandi áttum. Ýr er textílhönnuður, ég er sviðsmyndahönnuður og málari, Arnar er félagsfræðingur og Birnir er sviðshöfundur. En við höfum fundið samnefnara í því að fylgja hinni barnslegu gleði í sköpuninni og treysta hvort öðru fyrir kjánalegum og skrítnum hugmyndum.“„Áhuginn á barnæskunni hefur kviknað í gegnum ferlið á okkar síðustu verkum en við erum mjög meðvituð um að leyfa okkur að haga okkur eins og börn þegar við vinnum.“ „Við erum öll á þeim aldri að við erum að útskrifast eða byrja aftur í háskólanámi. Og kröfurnar um að vita hvað maður vill gera og hver maður ætlar að verða og vera út ævina eru háværar í okkar nærumhverfi. Það fylgir því mikill kvíði að vilja standast þessar væntingar sem koma alls staðar að; frá fjölskyldunni, skólanum og vinnumarkaðnum og fyrst og fremst frá okkur sjálfum. Við erum að skoða pressuna sem maður setur á sjálfan sig til að standast kröfurnar um að vera gjaldgengur í lífsgæðakapphlaupið.“ Eins og áður sagði verður CGFC með sýningu í Reykjavík í kvöld, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 21.30, en hingað til hafa þau ferðast með sýninguna um landið og út fyrir landsteinana. „Sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond, sem gerði það að verkum að við gátum ferðast með hana og sýnt um alla landsbyggðina og á afskekktum stöðin á Norðurlöndunum eins og í Klaksvík í Færeyjum og Luleå í Svíþjóð.“ Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Fjöllistahópurinn CGFC hefur undanfarna mánuði ferðast með sýninguna „Headliner“ um Austurland, Færeyjar, Finnland og Svíþjóð en í kvöld er komið að Reykjavík. Sýningin fjallar meðal annars um pressuna sem fylgir því að vera fullorðinn. CGFC skipa þau Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir sem öll kannast við þessa pressu. Spurð út í hvaða viðfangsefni þau vinna helst með segir Hallveig: „Okkar helsta viðfangsefni er leikgleðin og við einblínum í mun meiri mæli á ferlið heldur en lokaafurðina. Við og höfum yfirleitt hugsað um okkur sem vinahóp sem slysaðist til að gera list saman heldur en listahóp sem slíkan. Við komum öll úr mismunandi áttum. Ýr er textílhönnuður, ég er sviðsmyndahönnuður og málari, Arnar er félagsfræðingur og Birnir er sviðshöfundur. En við höfum fundið samnefnara í því að fylgja hinni barnslegu gleði í sköpuninni og treysta hvort öðru fyrir kjánalegum og skrítnum hugmyndum.“„Áhuginn á barnæskunni hefur kviknað í gegnum ferlið á okkar síðustu verkum en við erum mjög meðvituð um að leyfa okkur að haga okkur eins og börn þegar við vinnum.“ „Við erum öll á þeim aldri að við erum að útskrifast eða byrja aftur í háskólanámi. Og kröfurnar um að vita hvað maður vill gera og hver maður ætlar að verða og vera út ævina eru háværar í okkar nærumhverfi. Það fylgir því mikill kvíði að vilja standast þessar væntingar sem koma alls staðar að; frá fjölskyldunni, skólanum og vinnumarkaðnum og fyrst og fremst frá okkur sjálfum. Við erum að skoða pressuna sem maður setur á sjálfan sig til að standast kröfurnar um að vera gjaldgengur í lífsgæðakapphlaupið.“ Eins og áður sagði verður CGFC með sýningu í Reykjavík í kvöld, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 21.30, en hingað til hafa þau ferðast með sýninguna um landið og út fyrir landsteinana. „Sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond, sem gerði það að verkum að við gátum ferðast með hana og sýnt um alla landsbyggðina og á afskekktum stöðin á Norðurlöndunum eins og í Klaksvík í Færeyjum og Luleå í Svíþjóð.“
Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira