Treysta hvert öðru fyrir kjánalegum hugmyndum Guðný Hrönn skrifar 6. október 2017 14:30 Fjöllistahópurinn CGFC hefur ferðast víða með sýningu sína. vísir/eyþór Fjöllistahópurinn CGFC hefur undanfarna mánuði ferðast með sýninguna „Headliner“ um Austurland, Færeyjar, Finnland og Svíþjóð en í kvöld er komið að Reykjavík. Sýningin fjallar meðal annars um pressuna sem fylgir því að vera fullorðinn. CGFC skipa þau Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir sem öll kannast við þessa pressu. Spurð út í hvaða viðfangsefni þau vinna helst með segir Hallveig: „Okkar helsta viðfangsefni er leikgleðin og við einblínum í mun meiri mæli á ferlið heldur en lokaafurðina. Við og höfum yfirleitt hugsað um okkur sem vinahóp sem slysaðist til að gera list saman heldur en listahóp sem slíkan. Við komum öll úr mismunandi áttum. Ýr er textílhönnuður, ég er sviðsmyndahönnuður og málari, Arnar er félagsfræðingur og Birnir er sviðshöfundur. En við höfum fundið samnefnara í því að fylgja hinni barnslegu gleði í sköpuninni og treysta hvort öðru fyrir kjánalegum og skrítnum hugmyndum.“„Áhuginn á barnæskunni hefur kviknað í gegnum ferlið á okkar síðustu verkum en við erum mjög meðvituð um að leyfa okkur að haga okkur eins og börn þegar við vinnum.“ „Við erum öll á þeim aldri að við erum að útskrifast eða byrja aftur í háskólanámi. Og kröfurnar um að vita hvað maður vill gera og hver maður ætlar að verða og vera út ævina eru háværar í okkar nærumhverfi. Það fylgir því mikill kvíði að vilja standast þessar væntingar sem koma alls staðar að; frá fjölskyldunni, skólanum og vinnumarkaðnum og fyrst og fremst frá okkur sjálfum. Við erum að skoða pressuna sem maður setur á sjálfan sig til að standast kröfurnar um að vera gjaldgengur í lífsgæðakapphlaupið.“ Eins og áður sagði verður CGFC með sýningu í Reykjavík í kvöld, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 21.30, en hingað til hafa þau ferðast með sýninguna um landið og út fyrir landsteinana. „Sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond, sem gerði það að verkum að við gátum ferðast með hana og sýnt um alla landsbyggðina og á afskekktum stöðin á Norðurlöndunum eins og í Klaksvík í Færeyjum og Luleå í Svíþjóð.“ Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Fjöllistahópurinn CGFC hefur undanfarna mánuði ferðast með sýninguna „Headliner“ um Austurland, Færeyjar, Finnland og Svíþjóð en í kvöld er komið að Reykjavík. Sýningin fjallar meðal annars um pressuna sem fylgir því að vera fullorðinn. CGFC skipa þau Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir sem öll kannast við þessa pressu. Spurð út í hvaða viðfangsefni þau vinna helst með segir Hallveig: „Okkar helsta viðfangsefni er leikgleðin og við einblínum í mun meiri mæli á ferlið heldur en lokaafurðina. Við og höfum yfirleitt hugsað um okkur sem vinahóp sem slysaðist til að gera list saman heldur en listahóp sem slíkan. Við komum öll úr mismunandi áttum. Ýr er textílhönnuður, ég er sviðsmyndahönnuður og málari, Arnar er félagsfræðingur og Birnir er sviðshöfundur. En við höfum fundið samnefnara í því að fylgja hinni barnslegu gleði í sköpuninni og treysta hvort öðru fyrir kjánalegum og skrítnum hugmyndum.“„Áhuginn á barnæskunni hefur kviknað í gegnum ferlið á okkar síðustu verkum en við erum mjög meðvituð um að leyfa okkur að haga okkur eins og börn þegar við vinnum.“ „Við erum öll á þeim aldri að við erum að útskrifast eða byrja aftur í háskólanámi. Og kröfurnar um að vita hvað maður vill gera og hver maður ætlar að verða og vera út ævina eru háværar í okkar nærumhverfi. Það fylgir því mikill kvíði að vilja standast þessar væntingar sem koma alls staðar að; frá fjölskyldunni, skólanum og vinnumarkaðnum og fyrst og fremst frá okkur sjálfum. Við erum að skoða pressuna sem maður setur á sjálfan sig til að standast kröfurnar um að vera gjaldgengur í lífsgæðakapphlaupið.“ Eins og áður sagði verður CGFC með sýningu í Reykjavík í kvöld, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 21.30, en hingað til hafa þau ferðast með sýninguna um landið og út fyrir landsteinana. „Sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond, sem gerði það að verkum að við gátum ferðast með hana og sýnt um alla landsbyggðina og á afskekktum stöðin á Norðurlöndunum eins og í Klaksvík í Færeyjum og Luleå í Svíþjóð.“
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira