Treysta hvert öðru fyrir kjánalegum hugmyndum Guðný Hrönn skrifar 6. október 2017 14:30 Fjöllistahópurinn CGFC hefur ferðast víða með sýningu sína. vísir/eyþór Fjöllistahópurinn CGFC hefur undanfarna mánuði ferðast með sýninguna „Headliner“ um Austurland, Færeyjar, Finnland og Svíþjóð en í kvöld er komið að Reykjavík. Sýningin fjallar meðal annars um pressuna sem fylgir því að vera fullorðinn. CGFC skipa þau Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir sem öll kannast við þessa pressu. Spurð út í hvaða viðfangsefni þau vinna helst með segir Hallveig: „Okkar helsta viðfangsefni er leikgleðin og við einblínum í mun meiri mæli á ferlið heldur en lokaafurðina. Við og höfum yfirleitt hugsað um okkur sem vinahóp sem slysaðist til að gera list saman heldur en listahóp sem slíkan. Við komum öll úr mismunandi áttum. Ýr er textílhönnuður, ég er sviðsmyndahönnuður og málari, Arnar er félagsfræðingur og Birnir er sviðshöfundur. En við höfum fundið samnefnara í því að fylgja hinni barnslegu gleði í sköpuninni og treysta hvort öðru fyrir kjánalegum og skrítnum hugmyndum.“„Áhuginn á barnæskunni hefur kviknað í gegnum ferlið á okkar síðustu verkum en við erum mjög meðvituð um að leyfa okkur að haga okkur eins og börn þegar við vinnum.“ „Við erum öll á þeim aldri að við erum að útskrifast eða byrja aftur í háskólanámi. Og kröfurnar um að vita hvað maður vill gera og hver maður ætlar að verða og vera út ævina eru háværar í okkar nærumhverfi. Það fylgir því mikill kvíði að vilja standast þessar væntingar sem koma alls staðar að; frá fjölskyldunni, skólanum og vinnumarkaðnum og fyrst og fremst frá okkur sjálfum. Við erum að skoða pressuna sem maður setur á sjálfan sig til að standast kröfurnar um að vera gjaldgengur í lífsgæðakapphlaupið.“ Eins og áður sagði verður CGFC með sýningu í Reykjavík í kvöld, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 21.30, en hingað til hafa þau ferðast með sýninguna um landið og út fyrir landsteinana. „Sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond, sem gerði það að verkum að við gátum ferðast með hana og sýnt um alla landsbyggðina og á afskekktum stöðin á Norðurlöndunum eins og í Klaksvík í Færeyjum og Luleå í Svíþjóð.“ Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Sjá meira
Fjöllistahópurinn CGFC hefur undanfarna mánuði ferðast með sýninguna „Headliner“ um Austurland, Færeyjar, Finnland og Svíþjóð en í kvöld er komið að Reykjavík. Sýningin fjallar meðal annars um pressuna sem fylgir því að vera fullorðinn. CGFC skipa þau Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhannsdóttir sem öll kannast við þessa pressu. Spurð út í hvaða viðfangsefni þau vinna helst með segir Hallveig: „Okkar helsta viðfangsefni er leikgleðin og við einblínum í mun meiri mæli á ferlið heldur en lokaafurðina. Við og höfum yfirleitt hugsað um okkur sem vinahóp sem slysaðist til að gera list saman heldur en listahóp sem slíkan. Við komum öll úr mismunandi áttum. Ýr er textílhönnuður, ég er sviðsmyndahönnuður og málari, Arnar er félagsfræðingur og Birnir er sviðshöfundur. En við höfum fundið samnefnara í því að fylgja hinni barnslegu gleði í sköpuninni og treysta hvort öðru fyrir kjánalegum og skrítnum hugmyndum.“„Áhuginn á barnæskunni hefur kviknað í gegnum ferlið á okkar síðustu verkum en við erum mjög meðvituð um að leyfa okkur að haga okkur eins og börn þegar við vinnum.“ „Við erum öll á þeim aldri að við erum að útskrifast eða byrja aftur í háskólanámi. Og kröfurnar um að vita hvað maður vill gera og hver maður ætlar að verða og vera út ævina eru háværar í okkar nærumhverfi. Það fylgir því mikill kvíði að vilja standast þessar væntingar sem koma alls staðar að; frá fjölskyldunni, skólanum og vinnumarkaðnum og fyrst og fremst frá okkur sjálfum. Við erum að skoða pressuna sem maður setur á sjálfan sig til að standast kröfurnar um að vera gjaldgengur í lífsgæðakapphlaupið.“ Eins og áður sagði verður CGFC með sýningu í Reykjavík í kvöld, í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 21.30, en hingað til hafa þau ferðast með sýninguna um landið og út fyrir landsteinana. „Sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond, sem gerði það að verkum að við gátum ferðast með hana og sýnt um alla landsbyggðina og á afskekktum stöðin á Norðurlöndunum eins og í Klaksvík í Færeyjum og Luleå í Svíþjóð.“
Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Sjá meira