Hrefnuvertíðin sú versta í yfir áratug 20. september 2017 06:00 Gunnar Bergmann Jónsson, hrefnuveiðimaður hjá IP-útgerð. vísir/vilhelm Hrefnuveiðimenn hafa veitt 17 dýr í ár og ekki upplifað verri vertíð síðan atvinnuveiðar á hrefnu hófust árið 2006. Skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu segir mun minna hafa verið af hrefnu á Faxaflóa í sumar en undanfarin ár. „Ég veit ekki hversu langt þú þarft að fara aftur en þetta er það minnsta sem við höfum séð. Veður setti strik í reikninginn og ýmislegt kom upp á. Það var kannski aldrei farið af fullri hörku í þetta en þetta var ekki nógu gott,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sem hefur gert út á hrefnu í um tíu ár. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, voru að veiðum í Faxaflóa en einnig norður í Skagafirði. Vertíðin hófst mánaðamótin apríl-maí en fyrsta dýrinu var ekki landað fyrr en í annarri viku júnímánaðar. Gunnar segir útlit fyrir að vertíðinni sé lokið en útilokar ekki að farið verði til veiða ef veður og aðstæður leyfa. Kvótinn sé um 220 dýr og veiða megi sex mánuðum eftir að vertíðin hefst. „Það er klárlega minna af hrefnu á þessum svæðum hvað sem veldur. Þessi 40 þúsunda dýrastofn sem er hérna einhvers staðar er ekki dauður en er kannski kominn miklu norðar eða heldur sig upp við austurströnd Grænlands,“ segir Gunnar. IP-útgerð gerir Hrafnreyði út og rekur vinnslu í Hafnarfirði. Gunnar hefur flutt inn hrefnukjöt frá Noregi þegar framboð hefur ekki annað eftirspurn. Að hans sögn hefur útgerðin ekki flutt inn neitt kjöt á þessu ári. Í fyrra veiddust 46 dýr sem dugðu til að anna eftirspurn fram að síðasta vori. „Það eru allar líkur á því að við förum aftur út næsta sumar en þá á styttri vertíð eða sem nemur tveimur til þremur mánuðum,“ segir Gunnar. „Við sáum eitthvað minna af hrefnu en undanfarin ár. Einnig var erfiðara að sjá hana sem þýðir að hún er lengur niðri og sýnir sig minna. Þetta er með því minnsta sem ég hef séð en ég er búinn að vera í þessu í tíu ár,“ segir Guðlaugur Ottesen, skipstjóri hjá Eldingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Hrefnuveiðimenn hafa veitt 17 dýr í ár og ekki upplifað verri vertíð síðan atvinnuveiðar á hrefnu hófust árið 2006. Skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu segir mun minna hafa verið af hrefnu á Faxaflóa í sumar en undanfarin ár. „Ég veit ekki hversu langt þú þarft að fara aftur en þetta er það minnsta sem við höfum séð. Veður setti strik í reikninginn og ýmislegt kom upp á. Það var kannski aldrei farið af fullri hörku í þetta en þetta var ekki nógu gott,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sem hefur gert út á hrefnu í um tíu ár. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, voru að veiðum í Faxaflóa en einnig norður í Skagafirði. Vertíðin hófst mánaðamótin apríl-maí en fyrsta dýrinu var ekki landað fyrr en í annarri viku júnímánaðar. Gunnar segir útlit fyrir að vertíðinni sé lokið en útilokar ekki að farið verði til veiða ef veður og aðstæður leyfa. Kvótinn sé um 220 dýr og veiða megi sex mánuðum eftir að vertíðin hefst. „Það er klárlega minna af hrefnu á þessum svæðum hvað sem veldur. Þessi 40 þúsunda dýrastofn sem er hérna einhvers staðar er ekki dauður en er kannski kominn miklu norðar eða heldur sig upp við austurströnd Grænlands,“ segir Gunnar. IP-útgerð gerir Hrafnreyði út og rekur vinnslu í Hafnarfirði. Gunnar hefur flutt inn hrefnukjöt frá Noregi þegar framboð hefur ekki annað eftirspurn. Að hans sögn hefur útgerðin ekki flutt inn neitt kjöt á þessu ári. Í fyrra veiddust 46 dýr sem dugðu til að anna eftirspurn fram að síðasta vori. „Það eru allar líkur á því að við förum aftur út næsta sumar en þá á styttri vertíð eða sem nemur tveimur til þremur mánuðum,“ segir Gunnar. „Við sáum eitthvað minna af hrefnu en undanfarin ár. Einnig var erfiðara að sjá hana sem þýðir að hún er lengur niðri og sýnir sig minna. Þetta er með því minnsta sem ég hef séð en ég er búinn að vera í þessu í tíu ár,“ segir Guðlaugur Ottesen, skipstjóri hjá Eldingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira