Tannlæknaferð til Póllands borgaði sig margfalt Elín Albertsdóttir skrifar 20. september 2017 09:30 Þórhildur Gísladóttir getur brosað fallega eftir ferðina til Póllands. MYND/ANTON BRINK Skipulagðar tannlæknaferðir eru farnar frá Danmörku og Noregi til Póllands og Ungverjalands. Margir Íslendingar leita einnig eftir ódýrum tannlækningum í Austur-Evrópu. Þórhildur Gísladóttir er ein þeirra sem þurfti á miklum og dýrum tannviðgerðum að halda. Vinkona hennar hafði farið til tannlæknis í Póllandi og var ánægð með árangurinn. „Ég fór til Gdansk í byrjun ágúst. Vinkona mín hafði farið til tannlæknis í Póllandi og mig langaði að prófa. Núna er ég alltaf að heyra af fleira fólki sem hefur farið til Póllands eða er á leiðinni í tannviðgerðir. Ég taldi mig þurfa krónu yfir skemmdan jaxl, einnig vildi ég skipta út gömlum fyllingum yfir í plast og þar sem ég var með mikinn litarmun á tönnum langaði mig að fá hvíttun. Þetta eru allt mjög dýrar aðgerðir hér heima. Þegar ég kom til Póllands varð ljóst að ekki var hægt að bjarga jaxlinum og setja krónu. Hann var því tekinn. Í stað krónu fékk ég implant, það er skrúfu fyrir væntanlega tönn og í framhaldinu var ákveðið að setja implant einnig þar sem vantaði endajaxl. Ég fékk auk þess tvær rótfyllingar og tíu postulínskrónur. Það fóru fjórir morgnar í allar þessar aðgerðir sem kostuðu mig brot af því sem þetta hefði kostað hér heima eða rúmar 600 þúsund krónur. Næsta vor þarf ég að fara aftur og fá tennurnar á implant-skrúfurnar,“ segir Þórhildur sem segist hafa dvalið í eina viku í Gdansk á mjög góðu hóteli og flugið hafi hún keypt ódýrt. „Ferðakostnaður var ekki mikill og Gdansk kom mér mikið á óvart. Þetta er falleg borg og íbúar afar vingjarnlegir og gott fólk,“ segir hún. „Það er ódýrt að vera í Póllandi, kostaði ótrúlega lítið að fara út að borða,“ bætir hún við. „Ég notaði líka ferðina til að fá mér tattú á augabrúnir. Hér heima kostar slíkt tattú um 50 þúsund og jafnvel meira. Ég borgaði 21 þúsund,“ segir Þórhildur sem er ákaflega glöð yfir að hafa drifið sig út. „Ferðin í heild var ákaflega skemmtileg enda hræðist ég ekki tannlækna,“ segir hún. Þegar hún er spurð um aðbúnað hjá tannlækninum sparar hún ekki hrósið. „Ég hef aldrei komið inn á jafn flotta og vel útbúna stofu. Það voru allar nýjustu græjur á stofunni. Hjá mínum tannlækni hér heima er troðið upp í mig einhverju stykki þegar röntgenmynd er tekin. Þarna var mér stillt upp við vegg, síðan kom skanni og skannaði allan tanngarðinn. Myndin fór beint í tölvu og tannlæknirinn gat séð hverja einustu tönn og ástandið í munninum. Hreinlæti var allt til fyrirmyndar og tannlæknirinn vandvirkur. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið þessa ferð og ætla aftur.“ Þórhildur segist hafa verið ein fyrstu dagana í Gdansk en síðan hafi kærastinn komið. Þau langar til að aka um og skoða Pólland enn frekar eftir þessa reynslu. „Landið kom mér mikið á óvart,“ segir Þórhildur sem segist vel geta hugsað sér að leiðbeina Íslendingum með tannlæknaferðir en hún hitti pólska konu á tannlæknastofunni sem er umboðsmaður fyrir tannlækningaferðir frá Skandinavíu. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Skipulagðar tannlæknaferðir eru farnar frá Danmörku og Noregi til Póllands og Ungverjalands. Margir Íslendingar leita einnig eftir ódýrum tannlækningum í Austur-Evrópu. Þórhildur Gísladóttir er ein þeirra sem þurfti á miklum og dýrum tannviðgerðum að halda. Vinkona hennar hafði farið til tannlæknis í Póllandi og var ánægð með árangurinn. „Ég fór til Gdansk í byrjun ágúst. Vinkona mín hafði farið til tannlæknis í Póllandi og mig langaði að prófa. Núna er ég alltaf að heyra af fleira fólki sem hefur farið til Póllands eða er á leiðinni í tannviðgerðir. Ég taldi mig þurfa krónu yfir skemmdan jaxl, einnig vildi ég skipta út gömlum fyllingum yfir í plast og þar sem ég var með mikinn litarmun á tönnum langaði mig að fá hvíttun. Þetta eru allt mjög dýrar aðgerðir hér heima. Þegar ég kom til Póllands varð ljóst að ekki var hægt að bjarga jaxlinum og setja krónu. Hann var því tekinn. Í stað krónu fékk ég implant, það er skrúfu fyrir væntanlega tönn og í framhaldinu var ákveðið að setja implant einnig þar sem vantaði endajaxl. Ég fékk auk þess tvær rótfyllingar og tíu postulínskrónur. Það fóru fjórir morgnar í allar þessar aðgerðir sem kostuðu mig brot af því sem þetta hefði kostað hér heima eða rúmar 600 þúsund krónur. Næsta vor þarf ég að fara aftur og fá tennurnar á implant-skrúfurnar,“ segir Þórhildur sem segist hafa dvalið í eina viku í Gdansk á mjög góðu hóteli og flugið hafi hún keypt ódýrt. „Ferðakostnaður var ekki mikill og Gdansk kom mér mikið á óvart. Þetta er falleg borg og íbúar afar vingjarnlegir og gott fólk,“ segir hún. „Það er ódýrt að vera í Póllandi, kostaði ótrúlega lítið að fara út að borða,“ bætir hún við. „Ég notaði líka ferðina til að fá mér tattú á augabrúnir. Hér heima kostar slíkt tattú um 50 þúsund og jafnvel meira. Ég borgaði 21 þúsund,“ segir Þórhildur sem er ákaflega glöð yfir að hafa drifið sig út. „Ferðin í heild var ákaflega skemmtileg enda hræðist ég ekki tannlækna,“ segir hún. Þegar hún er spurð um aðbúnað hjá tannlækninum sparar hún ekki hrósið. „Ég hef aldrei komið inn á jafn flotta og vel útbúna stofu. Það voru allar nýjustu græjur á stofunni. Hjá mínum tannlækni hér heima er troðið upp í mig einhverju stykki þegar röntgenmynd er tekin. Þarna var mér stillt upp við vegg, síðan kom skanni og skannaði allan tanngarðinn. Myndin fór beint í tölvu og tannlæknirinn gat séð hverja einustu tönn og ástandið í munninum. Hreinlæti var allt til fyrirmyndar og tannlæknirinn vandvirkur. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið þessa ferð og ætla aftur.“ Þórhildur segist hafa verið ein fyrstu dagana í Gdansk en síðan hafi kærastinn komið. Þau langar til að aka um og skoða Pólland enn frekar eftir þessa reynslu. „Landið kom mér mikið á óvart,“ segir Þórhildur sem segist vel geta hugsað sér að leiðbeina Íslendingum með tannlæknaferðir en hún hitti pólska konu á tannlæknastofunni sem er umboðsmaður fyrir tannlækningaferðir frá Skandinavíu.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira