Tannlæknaferð til Póllands borgaði sig margfalt Elín Albertsdóttir skrifar 20. september 2017 09:30 Þórhildur Gísladóttir getur brosað fallega eftir ferðina til Póllands. MYND/ANTON BRINK Skipulagðar tannlæknaferðir eru farnar frá Danmörku og Noregi til Póllands og Ungverjalands. Margir Íslendingar leita einnig eftir ódýrum tannlækningum í Austur-Evrópu. Þórhildur Gísladóttir er ein þeirra sem þurfti á miklum og dýrum tannviðgerðum að halda. Vinkona hennar hafði farið til tannlæknis í Póllandi og var ánægð með árangurinn. „Ég fór til Gdansk í byrjun ágúst. Vinkona mín hafði farið til tannlæknis í Póllandi og mig langaði að prófa. Núna er ég alltaf að heyra af fleira fólki sem hefur farið til Póllands eða er á leiðinni í tannviðgerðir. Ég taldi mig þurfa krónu yfir skemmdan jaxl, einnig vildi ég skipta út gömlum fyllingum yfir í plast og þar sem ég var með mikinn litarmun á tönnum langaði mig að fá hvíttun. Þetta eru allt mjög dýrar aðgerðir hér heima. Þegar ég kom til Póllands varð ljóst að ekki var hægt að bjarga jaxlinum og setja krónu. Hann var því tekinn. Í stað krónu fékk ég implant, það er skrúfu fyrir væntanlega tönn og í framhaldinu var ákveðið að setja implant einnig þar sem vantaði endajaxl. Ég fékk auk þess tvær rótfyllingar og tíu postulínskrónur. Það fóru fjórir morgnar í allar þessar aðgerðir sem kostuðu mig brot af því sem þetta hefði kostað hér heima eða rúmar 600 þúsund krónur. Næsta vor þarf ég að fara aftur og fá tennurnar á implant-skrúfurnar,“ segir Þórhildur sem segist hafa dvalið í eina viku í Gdansk á mjög góðu hóteli og flugið hafi hún keypt ódýrt. „Ferðakostnaður var ekki mikill og Gdansk kom mér mikið á óvart. Þetta er falleg borg og íbúar afar vingjarnlegir og gott fólk,“ segir hún. „Það er ódýrt að vera í Póllandi, kostaði ótrúlega lítið að fara út að borða,“ bætir hún við. „Ég notaði líka ferðina til að fá mér tattú á augabrúnir. Hér heima kostar slíkt tattú um 50 þúsund og jafnvel meira. Ég borgaði 21 þúsund,“ segir Þórhildur sem er ákaflega glöð yfir að hafa drifið sig út. „Ferðin í heild var ákaflega skemmtileg enda hræðist ég ekki tannlækna,“ segir hún. Þegar hún er spurð um aðbúnað hjá tannlækninum sparar hún ekki hrósið. „Ég hef aldrei komið inn á jafn flotta og vel útbúna stofu. Það voru allar nýjustu græjur á stofunni. Hjá mínum tannlækni hér heima er troðið upp í mig einhverju stykki þegar röntgenmynd er tekin. Þarna var mér stillt upp við vegg, síðan kom skanni og skannaði allan tanngarðinn. Myndin fór beint í tölvu og tannlæknirinn gat séð hverja einustu tönn og ástandið í munninum. Hreinlæti var allt til fyrirmyndar og tannlæknirinn vandvirkur. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið þessa ferð og ætla aftur.“ Þórhildur segist hafa verið ein fyrstu dagana í Gdansk en síðan hafi kærastinn komið. Þau langar til að aka um og skoða Pólland enn frekar eftir þessa reynslu. „Landið kom mér mikið á óvart,“ segir Þórhildur sem segist vel geta hugsað sér að leiðbeina Íslendingum með tannlæknaferðir en hún hitti pólska konu á tannlæknastofunni sem er umboðsmaður fyrir tannlækningaferðir frá Skandinavíu. Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Skipulagðar tannlæknaferðir eru farnar frá Danmörku og Noregi til Póllands og Ungverjalands. Margir Íslendingar leita einnig eftir ódýrum tannlækningum í Austur-Evrópu. Þórhildur Gísladóttir er ein þeirra sem þurfti á miklum og dýrum tannviðgerðum að halda. Vinkona hennar hafði farið til tannlæknis í Póllandi og var ánægð með árangurinn. „Ég fór til Gdansk í byrjun ágúst. Vinkona mín hafði farið til tannlæknis í Póllandi og mig langaði að prófa. Núna er ég alltaf að heyra af fleira fólki sem hefur farið til Póllands eða er á leiðinni í tannviðgerðir. Ég taldi mig þurfa krónu yfir skemmdan jaxl, einnig vildi ég skipta út gömlum fyllingum yfir í plast og þar sem ég var með mikinn litarmun á tönnum langaði mig að fá hvíttun. Þetta eru allt mjög dýrar aðgerðir hér heima. Þegar ég kom til Póllands varð ljóst að ekki var hægt að bjarga jaxlinum og setja krónu. Hann var því tekinn. Í stað krónu fékk ég implant, það er skrúfu fyrir væntanlega tönn og í framhaldinu var ákveðið að setja implant einnig þar sem vantaði endajaxl. Ég fékk auk þess tvær rótfyllingar og tíu postulínskrónur. Það fóru fjórir morgnar í allar þessar aðgerðir sem kostuðu mig brot af því sem þetta hefði kostað hér heima eða rúmar 600 þúsund krónur. Næsta vor þarf ég að fara aftur og fá tennurnar á implant-skrúfurnar,“ segir Þórhildur sem segist hafa dvalið í eina viku í Gdansk á mjög góðu hóteli og flugið hafi hún keypt ódýrt. „Ferðakostnaður var ekki mikill og Gdansk kom mér mikið á óvart. Þetta er falleg borg og íbúar afar vingjarnlegir og gott fólk,“ segir hún. „Það er ódýrt að vera í Póllandi, kostaði ótrúlega lítið að fara út að borða,“ bætir hún við. „Ég notaði líka ferðina til að fá mér tattú á augabrúnir. Hér heima kostar slíkt tattú um 50 þúsund og jafnvel meira. Ég borgaði 21 þúsund,“ segir Þórhildur sem er ákaflega glöð yfir að hafa drifið sig út. „Ferðin í heild var ákaflega skemmtileg enda hræðist ég ekki tannlækna,“ segir hún. Þegar hún er spurð um aðbúnað hjá tannlækninum sparar hún ekki hrósið. „Ég hef aldrei komið inn á jafn flotta og vel útbúna stofu. Það voru allar nýjustu græjur á stofunni. Hjá mínum tannlækni hér heima er troðið upp í mig einhverju stykki þegar röntgenmynd er tekin. Þarna var mér stillt upp við vegg, síðan kom skanni og skannaði allan tanngarðinn. Myndin fór beint í tölvu og tannlæknirinn gat séð hverja einustu tönn og ástandið í munninum. Hreinlæti var allt til fyrirmyndar og tannlæknirinn vandvirkur. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið þessa ferð og ætla aftur.“ Þórhildur segist hafa verið ein fyrstu dagana í Gdansk en síðan hafi kærastinn komið. Þau langar til að aka um og skoða Pólland enn frekar eftir þessa reynslu. „Landið kom mér mikið á óvart,“ segir Þórhildur sem segist vel geta hugsað sér að leiðbeina Íslendingum með tannlæknaferðir en hún hitti pólska konu á tannlæknastofunni sem er umboðsmaður fyrir tannlækningaferðir frá Skandinavíu.
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira