Notfærði sér samfélagsmiðla til að reyna að nauðga dreng Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. september 2017 07:00 Árin 2012 til 2014 féllu sjö dómar í Hæstarétti þar sem gerendur voru fundnir sekir um að nýta sér aldurs- og aðstöðumun til að ná fram vilja sínum. vísir/eyþór Á síðustu árum hefur fjölgað málum þar sem ákært er og sakfellt fyrir nauðgun þar sem kynmök eru fengin með annars konar nauðung en ofbeldi. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors í lögfræði við Háskóla Íslands, á hádegisfundi Rannsóknarstofnunar í kynjafræðum á fimmtudag um þróun nauðgunarákvæðis almennra hegningarlaga. Undir annars konar ólögmæta nauðung geta fallið alls konar tilvik þar sem aldurs- eða aðstöðumunur getur valdið því að þolandi getur ekki spornað við kynmökum. „Ef við tökum til dæmis árabilið 2012 til 2014, þá eru sjö hæstaréttardómar sem má skilgreina með þessum hætti. Þolendur í þeim öllum eru börn á aldrinum 11-18 ára,“ sagði Ragnheiður.Ragnheiður BragadóttirÍ flestum tilfellum voru aðstæður þannig að ákærði notfærði sér yfirburðastöðu sína vegna aldurs og þroskamunar. Hann fer til dæmis á afvikinn stað með barnið eða er á stað sem veldur barninu ótta eða bjargarleysi. „Til dæmis í partíi þar sem er fullt af fullorðnu fólki undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða er í aðstæðum þar sem er ekki gott fyrir börn að vera í,“ útskýrði Ragnheiður. Hún benti á að þegar kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 hefði hugtakið nauðgun verið rýmkað mjög mikið frá því sem áður var. Undir ákvæðið fellur nú ofbeldi, hótanir um ofbeldi og svo annars konar ólögmæt nauðung. Engar kröfur séu gerðar um hótanirnar. Þær þurfi einfaldlega að hafa þau áhrif að þolandi lætur undan. „Við getum hugsað okkur hótanir um að birta nektar- eða kynlífsmyndir á netinu. Þær geta verið hótanir í skilningi nauðgunarákvæðisins og verið þá nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Eftir því hversu langt verknaðurinn er kominn,“ útskýrir Ragnheiður. Á þennan skilning hafi reynt í nýlegum dómi Hæstaréttar frá 15. desember 2016. Þar dæmdi Hæstiréttur karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar. „Brot hans fólst í því að hóta að dreifa opinberlega samskiptum hans við 15 ára dreng á netinu og mynd sem drengurinn hafði sent honum á netinu ef drengurinn hefði ekki kynmök við hann fyrir klukkan ellefu þá um kvöldið,“ segir Ragnheiður. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Meirihluti dómsins ákvað að sakfella, en tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Þeir töldu að ekki hefði verið um að ræða tilraun til nauðgunar af því að hótunin hafði verið gerð á netinu. Brotamaður og brotaþoli höfðu ekki verið í sama húsi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Á síðustu árum hefur fjölgað málum þar sem ákært er og sakfellt fyrir nauðgun þar sem kynmök eru fengin með annars konar nauðung en ofbeldi. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors í lögfræði við Háskóla Íslands, á hádegisfundi Rannsóknarstofnunar í kynjafræðum á fimmtudag um þróun nauðgunarákvæðis almennra hegningarlaga. Undir annars konar ólögmæta nauðung geta fallið alls konar tilvik þar sem aldurs- eða aðstöðumunur getur valdið því að þolandi getur ekki spornað við kynmökum. „Ef við tökum til dæmis árabilið 2012 til 2014, þá eru sjö hæstaréttardómar sem má skilgreina með þessum hætti. Þolendur í þeim öllum eru börn á aldrinum 11-18 ára,“ sagði Ragnheiður.Ragnheiður BragadóttirÍ flestum tilfellum voru aðstæður þannig að ákærði notfærði sér yfirburðastöðu sína vegna aldurs og þroskamunar. Hann fer til dæmis á afvikinn stað með barnið eða er á stað sem veldur barninu ótta eða bjargarleysi. „Til dæmis í partíi þar sem er fullt af fullorðnu fólki undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða er í aðstæðum þar sem er ekki gott fyrir börn að vera í,“ útskýrði Ragnheiður. Hún benti á að þegar kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga var endurskoðaður árið 2007 hefði hugtakið nauðgun verið rýmkað mjög mikið frá því sem áður var. Undir ákvæðið fellur nú ofbeldi, hótanir um ofbeldi og svo annars konar ólögmæt nauðung. Engar kröfur séu gerðar um hótanirnar. Þær þurfi einfaldlega að hafa þau áhrif að þolandi lætur undan. „Við getum hugsað okkur hótanir um að birta nektar- eða kynlífsmyndir á netinu. Þær geta verið hótanir í skilningi nauðgunarákvæðisins og verið þá nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Eftir því hversu langt verknaðurinn er kominn,“ útskýrir Ragnheiður. Á þennan skilning hafi reynt í nýlegum dómi Hæstaréttar frá 15. desember 2016. Þar dæmdi Hæstiréttur karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar. „Brot hans fólst í því að hóta að dreifa opinberlega samskiptum hans við 15 ára dreng á netinu og mynd sem drengurinn hafði sent honum á netinu ef drengurinn hefði ekki kynmök við hann fyrir klukkan ellefu þá um kvöldið,“ segir Ragnheiður. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Meirihluti dómsins ákvað að sakfella, en tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Þeir töldu að ekki hefði verið um að ræða tilraun til nauðgunar af því að hótunin hafði verið gerð á netinu. Brotamaður og brotaþoli höfðu ekki verið í sama húsi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira