Fiskur frá öðrum heimsálfum undir merki Icelandic Seafood Haraldur Guðmundsson skrifar 14. september 2017 06:00 Icelandic samdi við High Liner Foods árið 2011 um sölu á frosnum fiski vestanhafs. Fréttablaðið/Eyþór Mikið magn af fiski sem seldur er í Norður-Ameríku undir vörumerkinu Icelandic Seafood er ekki íslensk sjávarafurð. Svo hefur verið um langt skeið en sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic leigði vörumerkið til kanadíska matvælafyrirtækisins High Liner Foods árið 2011. „Það er staðreynd en það er skriflegt samþykki okkar á milli að því verði hætt. Við gerð nýs samnings á næsta ári verður því alfarið hætt. Vörumerkið hefur hingað til ekki verið markaðssett einungis fyrir íslenskar vörur en það er markmið okkar til framtíðar að svo verði og erum við að vinna í að klára það,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, eiganda Icelandic, sem á vörumerkið Icelandic Seafood og heldur utan um markaðssetningu og skráningu þess í Norður-Ameríku.Icelandic, áður Icelandic Group, gerði árið 2011 sérleyfissamning við High Liner, eitt stærsta fyrirtækið í sölu sjávarafurða í Bandaríkjunum, um sölu á frosnum fiski vestanhafs undir vörumerkinu. Það var fyrst skráð í Bandaríkjunum árið 1973 en samkomulagið var liður í sölu Icelandic á starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Kína. Síðan þá hefur kanadíska fyrirtækið átt rétt á notkun vörumerkisins í Bandaríkjunum, Kanada, og Mexíkó, en það samdi einnig um kaup og dreifingu á íslenskum sjávarafurðum á þessum mörkuðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru dæmi um að hvítfiskur frá Asíu, eins og kínversk tilapía, hafi verið seldur í miklu magni vestanhafs undir íslenska merkinu. „Ég er ekki með nákvæmar upplýsingar um hvaðan þær koma en þetta eru allt hágæðavörur sem eru undir vörumerkinu. Við erum með mikið gæðaeftirlit og förum vel yfir hvaða vörur fara þarna undir. Við höfum viljað standa vörð um að vörumerkið sé í eigu Íslendinga og að vörur sem fara þar undir til framtíðar séu allar íslenskar,“ segir Herdís, en Framtakssjóður Íslands er í eigu fimmtán lífeyrissjóða og Landsbankans.Herdís Dröfn FjeldstedSamkomulagið við High Liner gildir til desember 2018. Nýr samningur er að sögn Herdísar langt kominn en forsvarsmenn kanadíska fyrirtækisins hafa nú þegar samþykkt að allar vörur undir Icelandic Seafood verði íslenskar að uppruna. Aftur á móti taki tíma að ná þeirri breytingu í gegn. Í frétt Fréttablaðsins á laugardag, um að Icelandic hefði mótmælt skráningu vörumerkisins Icelandic Fish and Chips í Bandaríkjunum, kom fram að High Liner seldi fisk fyrir yfir hundrað milljónir dala á ári undir vörumerkinu. „Mörgum árum áður en við eignuðumst Icelandic voru vörur seldar undir vörumerkinu sem voru ekki að öllu leyti íslenskar,“ segir Herdís Dröfn en Framtakssjóðurinn eignaðist Icelandic í ágúst 2010. Icelandic hefur síðustu ár selt stóran hluta af starfsemi sinni, þar á meðal dótturfyrirtæki í Evrópu, og mun starfsemi fyrirtækisins næstu ár snúast að mestu um vörumerkið Icelandic Seafood. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Sjá meira
Mikið magn af fiski sem seldur er í Norður-Ameríku undir vörumerkinu Icelandic Seafood er ekki íslensk sjávarafurð. Svo hefur verið um langt skeið en sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic leigði vörumerkið til kanadíska matvælafyrirtækisins High Liner Foods árið 2011. „Það er staðreynd en það er skriflegt samþykki okkar á milli að því verði hætt. Við gerð nýs samnings á næsta ári verður því alfarið hætt. Vörumerkið hefur hingað til ekki verið markaðssett einungis fyrir íslenskar vörur en það er markmið okkar til framtíðar að svo verði og erum við að vinna í að klára það,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, eiganda Icelandic, sem á vörumerkið Icelandic Seafood og heldur utan um markaðssetningu og skráningu þess í Norður-Ameríku.Icelandic, áður Icelandic Group, gerði árið 2011 sérleyfissamning við High Liner, eitt stærsta fyrirtækið í sölu sjávarafurða í Bandaríkjunum, um sölu á frosnum fiski vestanhafs undir vörumerkinu. Það var fyrst skráð í Bandaríkjunum árið 1973 en samkomulagið var liður í sölu Icelandic á starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Kína. Síðan þá hefur kanadíska fyrirtækið átt rétt á notkun vörumerkisins í Bandaríkjunum, Kanada, og Mexíkó, en það samdi einnig um kaup og dreifingu á íslenskum sjávarafurðum á þessum mörkuðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru dæmi um að hvítfiskur frá Asíu, eins og kínversk tilapía, hafi verið seldur í miklu magni vestanhafs undir íslenska merkinu. „Ég er ekki með nákvæmar upplýsingar um hvaðan þær koma en þetta eru allt hágæðavörur sem eru undir vörumerkinu. Við erum með mikið gæðaeftirlit og förum vel yfir hvaða vörur fara þarna undir. Við höfum viljað standa vörð um að vörumerkið sé í eigu Íslendinga og að vörur sem fara þar undir til framtíðar séu allar íslenskar,“ segir Herdís, en Framtakssjóður Íslands er í eigu fimmtán lífeyrissjóða og Landsbankans.Herdís Dröfn FjeldstedSamkomulagið við High Liner gildir til desember 2018. Nýr samningur er að sögn Herdísar langt kominn en forsvarsmenn kanadíska fyrirtækisins hafa nú þegar samþykkt að allar vörur undir Icelandic Seafood verði íslenskar að uppruna. Aftur á móti taki tíma að ná þeirri breytingu í gegn. Í frétt Fréttablaðsins á laugardag, um að Icelandic hefði mótmælt skráningu vörumerkisins Icelandic Fish and Chips í Bandaríkjunum, kom fram að High Liner seldi fisk fyrir yfir hundrað milljónir dala á ári undir vörumerkinu. „Mörgum árum áður en við eignuðumst Icelandic voru vörur seldar undir vörumerkinu sem voru ekki að öllu leyti íslenskar,“ segir Herdís Dröfn en Framtakssjóðurinn eignaðist Icelandic í ágúst 2010. Icelandic hefur síðustu ár selt stóran hluta af starfsemi sinni, þar á meðal dótturfyrirtæki í Evrópu, og mun starfsemi fyrirtækisins næstu ár snúast að mestu um vörumerkið Icelandic Seafood.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent