Almenn samstaða um að hreinsa til á ströndinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2017 08:15 Landvarðateymið við Jökulsárlón. Marin Ivan, Marcos Oliveira, Rósa Björk, Cristian Ursan og Árni Gíslason. Að hreinsa fjörurnar við Breiðamerkursand er heljarinnar verkefni og við vonumst eftir góðri þátttöku almennings. Það er dagur íslenskrar náttúru og spáð er góðu veðri,“ segir Rósa Björk Halldórsdóttir, yfirlandvörður þess hluta Vatnajökulsþjóðgarðs sem bættist við hann í sumar þegar Breiðamerkursandur, Fjallsárlón og Jökulsárlón féllu inn í hann. „Við landverðirnir hér fórum út á fjörur í júní á jeppa og fjórhjóli með okkar fáu hendur og tókum það sem við gátum. En komumst ekki yfir allt svæðið og höfðum ekki tæki til að losa þunga hluti.“ Nú er Rósa í hópi kvenna í héraðinu sem að hreinsuninni stendur í dag. Hún segir marga leggja því málefni lið. „Íslenska gámafélagið leggur til tæki, tól og mannafla í sjálfboðavinnu, kemur með gáma og flytur þá fram og til baka. Funi er annað fyrirtæki sem skaffar gáma. Ferðaþjónustuaðilar ætla að koma á bílum og ferja fólk á milli svæða, einnig þurfum við dráttarvélar og vinnuvélar, því það er járnarusl á fjörunum og stórir hlutir fullir af sandi sem ekki er hægt að lyfta nema með vélum. Tómas Knútsson í Bláa hernum er frumkvöðull í að virkja fólk í hreinsun íslenskra stranda og hann hefur látið okkur í té poka og góð ráð. Svo ætlar Nettó að bjóða öllum í grillveislu við Hrollaugshóla sem eru við Fellsá, það er yndislegur staður í skjóli kletta og þar kemst fólk á salerni.“Rósa Björk kann vel við sig í lífríki Vatnajökulsþjóðgarðs. Hér heldur hún á helsingja.Rósa býr á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, ásamt öðrum landvörðum svæðisins. „Þar fer afskaplega vel um okkur,“ tekur hún fram og segir yndislegt að fá að taka að einhverju leyti þátt í þeirri uppbyggingu sem sé að hefjast við Jökulsárlón. „Ég er bara með blað og blýant að skipuleggja sjálf og reyna að koma einhverjum böndum á bílastæðamál og utanvegaakstur. En það verður byrjað í haust á stjórnar- og verndunaráætlun sem er grunnplagg um verndun, vöktun og stjórn svæðisins.“ Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Að hreinsa fjörurnar við Breiðamerkursand er heljarinnar verkefni og við vonumst eftir góðri þátttöku almennings. Það er dagur íslenskrar náttúru og spáð er góðu veðri,“ segir Rósa Björk Halldórsdóttir, yfirlandvörður þess hluta Vatnajökulsþjóðgarðs sem bættist við hann í sumar þegar Breiðamerkursandur, Fjallsárlón og Jökulsárlón féllu inn í hann. „Við landverðirnir hér fórum út á fjörur í júní á jeppa og fjórhjóli með okkar fáu hendur og tókum það sem við gátum. En komumst ekki yfir allt svæðið og höfðum ekki tæki til að losa þunga hluti.“ Nú er Rósa í hópi kvenna í héraðinu sem að hreinsuninni stendur í dag. Hún segir marga leggja því málefni lið. „Íslenska gámafélagið leggur til tæki, tól og mannafla í sjálfboðavinnu, kemur með gáma og flytur þá fram og til baka. Funi er annað fyrirtæki sem skaffar gáma. Ferðaþjónustuaðilar ætla að koma á bílum og ferja fólk á milli svæða, einnig þurfum við dráttarvélar og vinnuvélar, því það er járnarusl á fjörunum og stórir hlutir fullir af sandi sem ekki er hægt að lyfta nema með vélum. Tómas Knútsson í Bláa hernum er frumkvöðull í að virkja fólk í hreinsun íslenskra stranda og hann hefur látið okkur í té poka og góð ráð. Svo ætlar Nettó að bjóða öllum í grillveislu við Hrollaugshóla sem eru við Fellsá, það er yndislegur staður í skjóli kletta og þar kemst fólk á salerni.“Rósa Björk kann vel við sig í lífríki Vatnajökulsþjóðgarðs. Hér heldur hún á helsingja.Rósa býr á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, ásamt öðrum landvörðum svæðisins. „Þar fer afskaplega vel um okkur,“ tekur hún fram og segir yndislegt að fá að taka að einhverju leyti þátt í þeirri uppbyggingu sem sé að hefjast við Jökulsárlón. „Ég er bara með blað og blýant að skipuleggja sjálf og reyna að koma einhverjum böndum á bílastæðamál og utanvegaakstur. En það verður byrjað í haust á stjórnar- og verndunaráætlun sem er grunnplagg um verndun, vöktun og stjórn svæðisins.“
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira