Bjarki Þór fer aftur í búrið 7. október | Keppir ekki lengur undir merkjum Mjölnis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2017 10:45 Bjarki Þór Pálsson er ósigraður sem atvinnumaður í MMA. mynd/baldur kristjánsson Bjarki Þór Pálsson mætir Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Um er að ræða aðalbardaga Fightstar Championship í London 7. október næstkomandi. „Ég er gríðarlega sáttur með að vera búinn að fá svona öflugan andstæðing og að búið sé að ganga frá þessu öllu saman. Ég barðist seinast í apríl og það er alveg orðið tímabært að fara aftur í búrið og halda þessu ævintýri áfram,“ segir Bjarki sem hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. „Ég er í frábæru formi núna. Ég er að fara aftur í léttvigt, en í seinustu tveim bardögum hef ég barist í veltivigt sem er þyngdarflokkurinn fyrir ofan, 7 kílóum þyngri. Ég er því léttari, sneggri og snarpari, en hef alveg viðhaldið styrknum. Sjálfstraustið er í botni og bara veit að þetta verður besti bardaginn minn á ferlinum.“Íslendingar fjölmennir Þrír aðrir Íslendingar keppa á Fightstar Championship. Ísfirðingurinn Bjarki „Big Red“ Pétursson (1-0) mætir Felix Klinkhammer (4-0) í -81 kg „catchweight“ áhugamanabardaga, Þorgrímur „Baby Jesus“ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3) í veltivigtaráhugamannabardaga og Akureyringurinn Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) fer í sinn annan atvinnubardaga gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) í millivigt. Samningaviðræður eru í gangi fyrir fleiri íslenska bardagamenn um að berjast á þessum sama viðburði en ef allt gengur eftir gætu þeir orðið sjö talsins.Keppa ekki lengur fyrir Mjölni Í fréttatilkynningu vegna bardagakvöldsins segir að Bjarki Þór og félagar keppi ekki lengur undir merkjum Mjölnis. „Okkur fannst fókusinn í Mjölni vera að dofna hvað það varðar að efla það bardagafólk sem vildi keppa og komast langt innan íþróttarinnar. Félagið er búið að stækka svo hratt og er orðið svo fjölmennt að það er alveg skiljanlegt að áherslurnar séu lagðar á að láta reksturinn ganga og þjóna sem flestum. Það rímar hinsvegar ekki alveg við þarfir okkar sem erum að reyna að byggja okkur upp líf og starf í gegnum íþróttina,“ segir Bjarki Þór. „Eftir viðskilnaðinn, sem fram fór í mesta bróðerni, þá höfum við æft víðsvegar um bæjinn og erum við þeim afar þakklátir sem hafa opnað sínar dyr fyrir okkur. Það er svo sannarlega breið samstaða á milli bardagafólks á Íslandi og við munum kappkosta að standa vörð um hana fram veginn. Margt er enn ófrágengið hvað okkar fyrirætlanir varðar og við munum kynna þær betur síðar. Það sem skiptir máli akkúrat núna eru bardagarnir okkar 7. október, þar sem við berjumst fyrir hönd sjálfs okkar og sem fulltrúar lands og þjóðar en ekki ákveðins íþróttafélags.“ MMA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson mætir Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Um er að ræða aðalbardaga Fightstar Championship í London 7. október næstkomandi. „Ég er gríðarlega sáttur með að vera búinn að fá svona öflugan andstæðing og að búið sé að ganga frá þessu öllu saman. Ég barðist seinast í apríl og það er alveg orðið tímabært að fara aftur í búrið og halda þessu ævintýri áfram,“ segir Bjarki sem hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. „Ég er í frábæru formi núna. Ég er að fara aftur í léttvigt, en í seinustu tveim bardögum hef ég barist í veltivigt sem er þyngdarflokkurinn fyrir ofan, 7 kílóum þyngri. Ég er því léttari, sneggri og snarpari, en hef alveg viðhaldið styrknum. Sjálfstraustið er í botni og bara veit að þetta verður besti bardaginn minn á ferlinum.“Íslendingar fjölmennir Þrír aðrir Íslendingar keppa á Fightstar Championship. Ísfirðingurinn Bjarki „Big Red“ Pétursson (1-0) mætir Felix Klinkhammer (4-0) í -81 kg „catchweight“ áhugamanabardaga, Þorgrímur „Baby Jesus“ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3) í veltivigtaráhugamannabardaga og Akureyringurinn Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) fer í sinn annan atvinnubardaga gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) í millivigt. Samningaviðræður eru í gangi fyrir fleiri íslenska bardagamenn um að berjast á þessum sama viðburði en ef allt gengur eftir gætu þeir orðið sjö talsins.Keppa ekki lengur fyrir Mjölni Í fréttatilkynningu vegna bardagakvöldsins segir að Bjarki Þór og félagar keppi ekki lengur undir merkjum Mjölnis. „Okkur fannst fókusinn í Mjölni vera að dofna hvað það varðar að efla það bardagafólk sem vildi keppa og komast langt innan íþróttarinnar. Félagið er búið að stækka svo hratt og er orðið svo fjölmennt að það er alveg skiljanlegt að áherslurnar séu lagðar á að láta reksturinn ganga og þjóna sem flestum. Það rímar hinsvegar ekki alveg við þarfir okkar sem erum að reyna að byggja okkur upp líf og starf í gegnum íþróttina,“ segir Bjarki Þór. „Eftir viðskilnaðinn, sem fram fór í mesta bróðerni, þá höfum við æft víðsvegar um bæjinn og erum við þeim afar þakklátir sem hafa opnað sínar dyr fyrir okkur. Það er svo sannarlega breið samstaða á milli bardagafólks á Íslandi og við munum kappkosta að standa vörð um hana fram veginn. Margt er enn ófrágengið hvað okkar fyrirætlanir varðar og við munum kynna þær betur síðar. Það sem skiptir máli akkúrat núna eru bardagarnir okkar 7. október, þar sem við berjumst fyrir hönd sjálfs okkar og sem fulltrúar lands og þjóðar en ekki ákveðins íþróttafélags.“
MMA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira