Bjarki Þór fer aftur í búrið 7. október | Keppir ekki lengur undir merkjum Mjölnis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2017 10:45 Bjarki Þór Pálsson er ósigraður sem atvinnumaður í MMA. mynd/baldur kristjánsson Bjarki Þór Pálsson mætir Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Um er að ræða aðalbardaga Fightstar Championship í London 7. október næstkomandi. „Ég er gríðarlega sáttur með að vera búinn að fá svona öflugan andstæðing og að búið sé að ganga frá þessu öllu saman. Ég barðist seinast í apríl og það er alveg orðið tímabært að fara aftur í búrið og halda þessu ævintýri áfram,“ segir Bjarki sem hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. „Ég er í frábæru formi núna. Ég er að fara aftur í léttvigt, en í seinustu tveim bardögum hef ég barist í veltivigt sem er þyngdarflokkurinn fyrir ofan, 7 kílóum þyngri. Ég er því léttari, sneggri og snarpari, en hef alveg viðhaldið styrknum. Sjálfstraustið er í botni og bara veit að þetta verður besti bardaginn minn á ferlinum.“Íslendingar fjölmennir Þrír aðrir Íslendingar keppa á Fightstar Championship. Ísfirðingurinn Bjarki „Big Red“ Pétursson (1-0) mætir Felix Klinkhammer (4-0) í -81 kg „catchweight“ áhugamanabardaga, Þorgrímur „Baby Jesus“ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3) í veltivigtaráhugamannabardaga og Akureyringurinn Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) fer í sinn annan atvinnubardaga gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) í millivigt. Samningaviðræður eru í gangi fyrir fleiri íslenska bardagamenn um að berjast á þessum sama viðburði en ef allt gengur eftir gætu þeir orðið sjö talsins.Keppa ekki lengur fyrir Mjölni Í fréttatilkynningu vegna bardagakvöldsins segir að Bjarki Þór og félagar keppi ekki lengur undir merkjum Mjölnis. „Okkur fannst fókusinn í Mjölni vera að dofna hvað það varðar að efla það bardagafólk sem vildi keppa og komast langt innan íþróttarinnar. Félagið er búið að stækka svo hratt og er orðið svo fjölmennt að það er alveg skiljanlegt að áherslurnar séu lagðar á að láta reksturinn ganga og þjóna sem flestum. Það rímar hinsvegar ekki alveg við þarfir okkar sem erum að reyna að byggja okkur upp líf og starf í gegnum íþróttina,“ segir Bjarki Þór. „Eftir viðskilnaðinn, sem fram fór í mesta bróðerni, þá höfum við æft víðsvegar um bæjinn og erum við þeim afar þakklátir sem hafa opnað sínar dyr fyrir okkur. Það er svo sannarlega breið samstaða á milli bardagafólks á Íslandi og við munum kappkosta að standa vörð um hana fram veginn. Margt er enn ófrágengið hvað okkar fyrirætlanir varðar og við munum kynna þær betur síðar. Það sem skiptir máli akkúrat núna eru bardagarnir okkar 7. október, þar sem við berjumst fyrir hönd sjálfs okkar og sem fulltrúar lands og þjóðar en ekki ákveðins íþróttafélags.“ MMA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson mætir Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Um er að ræða aðalbardaga Fightstar Championship í London 7. október næstkomandi. „Ég er gríðarlega sáttur með að vera búinn að fá svona öflugan andstæðing og að búið sé að ganga frá þessu öllu saman. Ég barðist seinast í apríl og það er alveg orðið tímabært að fara aftur í búrið og halda þessu ævintýri áfram,“ segir Bjarki sem hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. „Ég er í frábæru formi núna. Ég er að fara aftur í léttvigt, en í seinustu tveim bardögum hef ég barist í veltivigt sem er þyngdarflokkurinn fyrir ofan, 7 kílóum þyngri. Ég er því léttari, sneggri og snarpari, en hef alveg viðhaldið styrknum. Sjálfstraustið er í botni og bara veit að þetta verður besti bardaginn minn á ferlinum.“Íslendingar fjölmennir Þrír aðrir Íslendingar keppa á Fightstar Championship. Ísfirðingurinn Bjarki „Big Red“ Pétursson (1-0) mætir Felix Klinkhammer (4-0) í -81 kg „catchweight“ áhugamanabardaga, Þorgrímur „Baby Jesus“ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3) í veltivigtaráhugamannabardaga og Akureyringurinn Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) fer í sinn annan atvinnubardaga gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) í millivigt. Samningaviðræður eru í gangi fyrir fleiri íslenska bardagamenn um að berjast á þessum sama viðburði en ef allt gengur eftir gætu þeir orðið sjö talsins.Keppa ekki lengur fyrir Mjölni Í fréttatilkynningu vegna bardagakvöldsins segir að Bjarki Þór og félagar keppi ekki lengur undir merkjum Mjölnis. „Okkur fannst fókusinn í Mjölni vera að dofna hvað það varðar að efla það bardagafólk sem vildi keppa og komast langt innan íþróttarinnar. Félagið er búið að stækka svo hratt og er orðið svo fjölmennt að það er alveg skiljanlegt að áherslurnar séu lagðar á að láta reksturinn ganga og þjóna sem flestum. Það rímar hinsvegar ekki alveg við þarfir okkar sem erum að reyna að byggja okkur upp líf og starf í gegnum íþróttina,“ segir Bjarki Þór. „Eftir viðskilnaðinn, sem fram fór í mesta bróðerni, þá höfum við æft víðsvegar um bæjinn og erum við þeim afar þakklátir sem hafa opnað sínar dyr fyrir okkur. Það er svo sannarlega breið samstaða á milli bardagafólks á Íslandi og við munum kappkosta að standa vörð um hana fram veginn. Margt er enn ófrágengið hvað okkar fyrirætlanir varðar og við munum kynna þær betur síðar. Það sem skiptir máli akkúrat núna eru bardagarnir okkar 7. október, þar sem við berjumst fyrir hönd sjálfs okkar og sem fulltrúar lands og þjóðar en ekki ákveðins íþróttafélags.“
MMA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira