Fagna eins árs afmælinu í París Guðný Hrönn skrifar 1. september 2017 08:15 Það hefur mikið gerst hjá Sahara á einu ári að sögn Sigurðs Svanssonar. MYND/Ása Steinars Samfélagsmiðlastofan Sahara er eins árs í dag og Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri Sahara, segir viðburðaríkt ár að baki. „Við byrjuðum fyrir ári síðan og þá var ég eini starfsmaðurinn. Þá vorum við að taka minni verkefni að okkur en fengum fljótt stærri fyrirtæki til okkar,“ segir Sigurður. Spurður út í hvers konar fyrirtæki Sahara sé nákvæmlega segir hann: „Á ensku kallast þetta „social media agency“ en á íslensku er það „samfélagsmiðlastofa“. Grunnþjónustan okkar er að við sjáum um samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki. Við birtum færslur, kostum þær og allt þar á milli. Við sköpum líka efni fyrir samfélagsmiðla fyrirtækja, sem sagt tökum ljósmyndir, myndbönd og annað. Allt sem tengist markaðssetningu á netinu, það sjáum við um.“ Aðspurður hvort það hafi verið einhver áhætta á sínum tíma að stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum svarar Sigurður neitandi. „Nei, við vorum búnir að vera á markaðnum, sem starfsmenn í þessum bransa, nokkuð lengi,“ segir Sigurður sem starfaði fyrir Red Bull áður en hann hóf störf hjá Sahara. Samhliða því starfaði hann einnig hjá Símanum í átta ár.„Við vorum öruggir um að það væri vöntun á markaðnum fyrir svona fyrirtæki, en okkur grunaði kannski ekki að það yrði tekið svona vel í þessa þjónustu.Við sáum tækifæri og stukkum á það.“ Eins og áður sagði var Sigurður eini starfsmaður Sahara fyrir ári síðan að undanskildum stofnendum, mikið hefur breyst síðan þá. „Nú erum við sex starfsmenn og hópurinn býr yfir víðtækri þekkingu á öllu sem snýr að samfélagsmiðlum og markaðssetningu á netinu.“ Markaðurinn breyst ótrúlega á einu áriSigurður segir kúnnahóp Sahara hafa stækkað og þróast mikið á þessu eina ári sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Hann segir fólk almennt vera orðið meðvitaðra um mikilvægi þess að sinna samfélagsmiðlum vel. „Á þessu einu ári hefur markaðurinn breyst alveg ótrúlega mikið. Fyrirtæki hafa mun meiri skilning á mikilvægi þess að vera sýnileg á samfélagsmiðlum. Kostnaðurinn við markaðssetningu á þessum miðlum er töluvert minni heldur en gengur og gerist og við finnum fyrir miklu meiri áhuga, ekki spurning. Til að mynda höfum við tekið að okkur verkefni þar sem við höfum náð að lækkað markaðskostnað umtalsvert en á sama tíma aukið sýnileika og sölu fyrirtækis með skipulögðum aðgerðum.“En hvernig sér Sigurður framtíð Sahara fyrir sér? „Þetta er erfið spurning. En miðað við þróunina undanfarið þá vona ég að við fáum tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni eins og þau verkefni sem við höfum verið að fást við síðasta árið. Ég veit að í framtíðinni verður gerð enn meiri krafa um að fyrirtæki séu sýnileg á netinu.“ Það er skemmtileg helgi fram undan hjá starfsfólki Sahara en afmælinu verður fagnað í Frakklandi. „Við ætlum að skella okkur til Parísar í dag, afmælið verður bara tekið alla leið,“ segir Sigurður og hlær. Hann segir starfsmenn fyrirtækisins eiga þetta inni. „Við erum búin að vinna okkur inn fyrir þessu og ætlum því að gera vel við okkur.“ Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Samfélagsmiðlastofan Sahara er eins árs í dag og Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri Sahara, segir viðburðaríkt ár að baki. „Við byrjuðum fyrir ári síðan og þá var ég eini starfsmaðurinn. Þá vorum við að taka minni verkefni að okkur en fengum fljótt stærri fyrirtæki til okkar,“ segir Sigurður. Spurður út í hvers konar fyrirtæki Sahara sé nákvæmlega segir hann: „Á ensku kallast þetta „social media agency“ en á íslensku er það „samfélagsmiðlastofa“. Grunnþjónustan okkar er að við sjáum um samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki. Við birtum færslur, kostum þær og allt þar á milli. Við sköpum líka efni fyrir samfélagsmiðla fyrirtækja, sem sagt tökum ljósmyndir, myndbönd og annað. Allt sem tengist markaðssetningu á netinu, það sjáum við um.“ Aðspurður hvort það hafi verið einhver áhætta á sínum tíma að stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum svarar Sigurður neitandi. „Nei, við vorum búnir að vera á markaðnum, sem starfsmenn í þessum bransa, nokkuð lengi,“ segir Sigurður sem starfaði fyrir Red Bull áður en hann hóf störf hjá Sahara. Samhliða því starfaði hann einnig hjá Símanum í átta ár.„Við vorum öruggir um að það væri vöntun á markaðnum fyrir svona fyrirtæki, en okkur grunaði kannski ekki að það yrði tekið svona vel í þessa þjónustu.Við sáum tækifæri og stukkum á það.“ Eins og áður sagði var Sigurður eini starfsmaður Sahara fyrir ári síðan að undanskildum stofnendum, mikið hefur breyst síðan þá. „Nú erum við sex starfsmenn og hópurinn býr yfir víðtækri þekkingu á öllu sem snýr að samfélagsmiðlum og markaðssetningu á netinu.“ Markaðurinn breyst ótrúlega á einu áriSigurður segir kúnnahóp Sahara hafa stækkað og þróast mikið á þessu eina ári sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Hann segir fólk almennt vera orðið meðvitaðra um mikilvægi þess að sinna samfélagsmiðlum vel. „Á þessu einu ári hefur markaðurinn breyst alveg ótrúlega mikið. Fyrirtæki hafa mun meiri skilning á mikilvægi þess að vera sýnileg á samfélagsmiðlum. Kostnaðurinn við markaðssetningu á þessum miðlum er töluvert minni heldur en gengur og gerist og við finnum fyrir miklu meiri áhuga, ekki spurning. Til að mynda höfum við tekið að okkur verkefni þar sem við höfum náð að lækkað markaðskostnað umtalsvert en á sama tíma aukið sýnileika og sölu fyrirtækis með skipulögðum aðgerðum.“En hvernig sér Sigurður framtíð Sahara fyrir sér? „Þetta er erfið spurning. En miðað við þróunina undanfarið þá vona ég að við fáum tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni eins og þau verkefni sem við höfum verið að fást við síðasta árið. Ég veit að í framtíðinni verður gerð enn meiri krafa um að fyrirtæki séu sýnileg á netinu.“ Það er skemmtileg helgi fram undan hjá starfsfólki Sahara en afmælinu verður fagnað í Frakklandi. „Við ætlum að skella okkur til Parísar í dag, afmælið verður bara tekið alla leið,“ segir Sigurður og hlær. Hann segir starfsmenn fyrirtækisins eiga þetta inni. „Við erum búin að vinna okkur inn fyrir þessu og ætlum því að gera vel við okkur.“
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira