Fagna eins árs afmælinu í París Guðný Hrönn skrifar 1. september 2017 08:15 Það hefur mikið gerst hjá Sahara á einu ári að sögn Sigurðs Svanssonar. MYND/Ása Steinars Samfélagsmiðlastofan Sahara er eins árs í dag og Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri Sahara, segir viðburðaríkt ár að baki. „Við byrjuðum fyrir ári síðan og þá var ég eini starfsmaðurinn. Þá vorum við að taka minni verkefni að okkur en fengum fljótt stærri fyrirtæki til okkar,“ segir Sigurður. Spurður út í hvers konar fyrirtæki Sahara sé nákvæmlega segir hann: „Á ensku kallast þetta „social media agency“ en á íslensku er það „samfélagsmiðlastofa“. Grunnþjónustan okkar er að við sjáum um samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki. Við birtum færslur, kostum þær og allt þar á milli. Við sköpum líka efni fyrir samfélagsmiðla fyrirtækja, sem sagt tökum ljósmyndir, myndbönd og annað. Allt sem tengist markaðssetningu á netinu, það sjáum við um.“ Aðspurður hvort það hafi verið einhver áhætta á sínum tíma að stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum svarar Sigurður neitandi. „Nei, við vorum búnir að vera á markaðnum, sem starfsmenn í þessum bransa, nokkuð lengi,“ segir Sigurður sem starfaði fyrir Red Bull áður en hann hóf störf hjá Sahara. Samhliða því starfaði hann einnig hjá Símanum í átta ár.„Við vorum öruggir um að það væri vöntun á markaðnum fyrir svona fyrirtæki, en okkur grunaði kannski ekki að það yrði tekið svona vel í þessa þjónustu.Við sáum tækifæri og stukkum á það.“ Eins og áður sagði var Sigurður eini starfsmaður Sahara fyrir ári síðan að undanskildum stofnendum, mikið hefur breyst síðan þá. „Nú erum við sex starfsmenn og hópurinn býr yfir víðtækri þekkingu á öllu sem snýr að samfélagsmiðlum og markaðssetningu á netinu.“ Markaðurinn breyst ótrúlega á einu áriSigurður segir kúnnahóp Sahara hafa stækkað og þróast mikið á þessu eina ári sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Hann segir fólk almennt vera orðið meðvitaðra um mikilvægi þess að sinna samfélagsmiðlum vel. „Á þessu einu ári hefur markaðurinn breyst alveg ótrúlega mikið. Fyrirtæki hafa mun meiri skilning á mikilvægi þess að vera sýnileg á samfélagsmiðlum. Kostnaðurinn við markaðssetningu á þessum miðlum er töluvert minni heldur en gengur og gerist og við finnum fyrir miklu meiri áhuga, ekki spurning. Til að mynda höfum við tekið að okkur verkefni þar sem við höfum náð að lækkað markaðskostnað umtalsvert en á sama tíma aukið sýnileika og sölu fyrirtækis með skipulögðum aðgerðum.“En hvernig sér Sigurður framtíð Sahara fyrir sér? „Þetta er erfið spurning. En miðað við þróunina undanfarið þá vona ég að við fáum tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni eins og þau verkefni sem við höfum verið að fást við síðasta árið. Ég veit að í framtíðinni verður gerð enn meiri krafa um að fyrirtæki séu sýnileg á netinu.“ Það er skemmtileg helgi fram undan hjá starfsfólki Sahara en afmælinu verður fagnað í Frakklandi. „Við ætlum að skella okkur til Parísar í dag, afmælið verður bara tekið alla leið,“ segir Sigurður og hlær. Hann segir starfsmenn fyrirtækisins eiga þetta inni. „Við erum búin að vinna okkur inn fyrir þessu og ætlum því að gera vel við okkur.“ Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
Samfélagsmiðlastofan Sahara er eins árs í dag og Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri Sahara, segir viðburðaríkt ár að baki. „Við byrjuðum fyrir ári síðan og þá var ég eini starfsmaðurinn. Þá vorum við að taka minni verkefni að okkur en fengum fljótt stærri fyrirtæki til okkar,“ segir Sigurður. Spurður út í hvers konar fyrirtæki Sahara sé nákvæmlega segir hann: „Á ensku kallast þetta „social media agency“ en á íslensku er það „samfélagsmiðlastofa“. Grunnþjónustan okkar er að við sjáum um samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki. Við birtum færslur, kostum þær og allt þar á milli. Við sköpum líka efni fyrir samfélagsmiðla fyrirtækja, sem sagt tökum ljósmyndir, myndbönd og annað. Allt sem tengist markaðssetningu á netinu, það sjáum við um.“ Aðspurður hvort það hafi verið einhver áhætta á sínum tíma að stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum svarar Sigurður neitandi. „Nei, við vorum búnir að vera á markaðnum, sem starfsmenn í þessum bransa, nokkuð lengi,“ segir Sigurður sem starfaði fyrir Red Bull áður en hann hóf störf hjá Sahara. Samhliða því starfaði hann einnig hjá Símanum í átta ár.„Við vorum öruggir um að það væri vöntun á markaðnum fyrir svona fyrirtæki, en okkur grunaði kannski ekki að það yrði tekið svona vel í þessa þjónustu.Við sáum tækifæri og stukkum á það.“ Eins og áður sagði var Sigurður eini starfsmaður Sahara fyrir ári síðan að undanskildum stofnendum, mikið hefur breyst síðan þá. „Nú erum við sex starfsmenn og hópurinn býr yfir víðtækri þekkingu á öllu sem snýr að samfélagsmiðlum og markaðssetningu á netinu.“ Markaðurinn breyst ótrúlega á einu áriSigurður segir kúnnahóp Sahara hafa stækkað og þróast mikið á þessu eina ári sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Hann segir fólk almennt vera orðið meðvitaðra um mikilvægi þess að sinna samfélagsmiðlum vel. „Á þessu einu ári hefur markaðurinn breyst alveg ótrúlega mikið. Fyrirtæki hafa mun meiri skilning á mikilvægi þess að vera sýnileg á samfélagsmiðlum. Kostnaðurinn við markaðssetningu á þessum miðlum er töluvert minni heldur en gengur og gerist og við finnum fyrir miklu meiri áhuga, ekki spurning. Til að mynda höfum við tekið að okkur verkefni þar sem við höfum náð að lækkað markaðskostnað umtalsvert en á sama tíma aukið sýnileika og sölu fyrirtækis með skipulögðum aðgerðum.“En hvernig sér Sigurður framtíð Sahara fyrir sér? „Þetta er erfið spurning. En miðað við þróunina undanfarið þá vona ég að við fáum tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni eins og þau verkefni sem við höfum verið að fást við síðasta árið. Ég veit að í framtíðinni verður gerð enn meiri krafa um að fyrirtæki séu sýnileg á netinu.“ Það er skemmtileg helgi fram undan hjá starfsfólki Sahara en afmælinu verður fagnað í Frakklandi. „Við ætlum að skella okkur til Parísar í dag, afmælið verður bara tekið alla leið,“ segir Sigurður og hlær. Hann segir starfsmenn fyrirtækisins eiga þetta inni. „Við erum búin að vinna okkur inn fyrir þessu og ætlum því að gera vel við okkur.“
Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira