Öryggisverðir gæta sjúklinga í sjálfsvígshættu á Akureyri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. september 2017 07:00 Sjúkrahúsið á Akureyri leitar til Öryggismiðstöðvarinnar um vöktun á geðdeildinni þegar annir þar eru miklar. vísir/pjetur Öryggisverðir hafa eftirlit með fólki í sjálfsvígshættu á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAK), samkvæmt samningi milli Öryggismiðstöðvarinnar og sjúkrahússins. Þetta staðfestir Bernard Gerritsma, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar SAK. „Það eru fastir aðilar frá Öryggismiðstöðinni í þessu og þeir fá sérstaka kynningu og fræðslu hjá okkur,“ segir Bernard og segir þjálfunina lúta að fræðslu um geðsjúkdóma og þjálfun í viðbrögðum við æstum sjúklingum og mögulegum áhrifum hegðunar starfsfólks á sjúklingana. „Fyrst fengum við þjálfun á Landspítalanum en svo sendum við mann suður í sérstaka þjálfun sem er núna í fullu starfi hjá okkur við þessa fræðslu.” Sams konar samningur er í gildi milli Landspítalans og Securitas en geðsvið spítalans hefur ekki nýtt þá þjónustu undanfarin ár. „Við teljum öruggara að okkar starfsfólk sinni þessari umönnun,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Aðspurður segir Bernard að dæmi séu um að öryggisverðir hafi þurft að vakta einstaklinga stöðugt sólarhringum saman.Bernard Gerritsma, Forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri.„Það hefur komið fyrir að þeir hafi verið einir með skjólstæðingum okkar bara til að vakta þá. Það hefur þá verið út af mönnunarvanda eða að þyngdin á deildinni er þannig að við höfum ekki getað sinnt þessu en viljum samt geta tryggt öryggi okkar skjólstæðinga. En það er alls ekki mín hugmynd, enda mitt álit að skjólstæðingi eigi alltaf að sinna af fagstarfsfólki,“ segir Bernard og játar því að hann myndi helst vilja hafa fast stöðugildi til að sinna þessu. „Þetta vekur upp ýmsar spurningar,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sem hafði ekki heyrt af þessari tilhögun fyrir norðan og veltir fyrir sér af hverju þessi leið sé farin, hvort hún sé rétt og hvort rétt sé farið að þessu. „Það er þó léttir að heyra að það eru fastir aðilar í þessu en við vitum að það er fólk ráðið utan af götu inn á geðdeildirnar og starfsmannaveltan er mikil. Það þarf að huga að því hvernig það er fyrir sjúklinga að vera þjónustaðir af ungu og ómenntuðu fólki sem er kannski bara í örfáa mánuði hverju sinni og alltaf einhverjir nýir að byrja,“ segir Anna, og leggur áherslu á mikilvægi stuðnings og fræðslu við ófaglært starfsfólk á geðdeildum óháð því hve lengi það staldrar við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Öryggisverðir hafa eftirlit með fólki í sjálfsvígshættu á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAK), samkvæmt samningi milli Öryggismiðstöðvarinnar og sjúkrahússins. Þetta staðfestir Bernard Gerritsma, forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar SAK. „Það eru fastir aðilar frá Öryggismiðstöðinni í þessu og þeir fá sérstaka kynningu og fræðslu hjá okkur,“ segir Bernard og segir þjálfunina lúta að fræðslu um geðsjúkdóma og þjálfun í viðbrögðum við æstum sjúklingum og mögulegum áhrifum hegðunar starfsfólks á sjúklingana. „Fyrst fengum við þjálfun á Landspítalanum en svo sendum við mann suður í sérstaka þjálfun sem er núna í fullu starfi hjá okkur við þessa fræðslu.” Sams konar samningur er í gildi milli Landspítalans og Securitas en geðsvið spítalans hefur ekki nýtt þá þjónustu undanfarin ár. „Við teljum öruggara að okkar starfsfólk sinni þessari umönnun,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Aðspurður segir Bernard að dæmi séu um að öryggisverðir hafi þurft að vakta einstaklinga stöðugt sólarhringum saman.Bernard Gerritsma, Forstöðuhjúkrunarfræðingur geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri.„Það hefur komið fyrir að þeir hafi verið einir með skjólstæðingum okkar bara til að vakta þá. Það hefur þá verið út af mönnunarvanda eða að þyngdin á deildinni er þannig að við höfum ekki getað sinnt þessu en viljum samt geta tryggt öryggi okkar skjólstæðinga. En það er alls ekki mín hugmynd, enda mitt álit að skjólstæðingi eigi alltaf að sinna af fagstarfsfólki,“ segir Bernard og játar því að hann myndi helst vilja hafa fast stöðugildi til að sinna þessu. „Þetta vekur upp ýmsar spurningar,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sem hafði ekki heyrt af þessari tilhögun fyrir norðan og veltir fyrir sér af hverju þessi leið sé farin, hvort hún sé rétt og hvort rétt sé farið að þessu. „Það er þó léttir að heyra að það eru fastir aðilar í þessu en við vitum að það er fólk ráðið utan af götu inn á geðdeildirnar og starfsmannaveltan er mikil. Það þarf að huga að því hvernig það er fyrir sjúklinga að vera þjónustaðir af ungu og ómenntuðu fólki sem er kannski bara í örfáa mánuði hverju sinni og alltaf einhverjir nýir að byrja,“ segir Anna, og leggur áherslu á mikilvægi stuðnings og fræðslu við ófaglært starfsfólk á geðdeildum óháð því hve lengi það staldrar við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira