„Ísland er væntanlega ekki að fara neitt“ Guðný Hrönn skrifar 5. september 2017 09:30 Claes Bang heimsótti Ísland til að kynna kvikmyndina The Square. NORDICPHOTOS/AFP Kvikmyndin The Square hefur fengið afar góð viðbrögð og góða dóma. Aðalleikari myndarinnar, hinn danski Claes Bang, stoppaði stutt á Íslandi til að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar um helgina. Hann stefnir á að koma aftur síðar og verja lengri tíma hér á landi. Aðspurður hvaða áhrif hann telji hlutverkið í The Square hafa á feril hans segir Bang: „Það er ótrúlega erfitt að segja til um það á þessu stigi. Það hefur óneitanlega hjálpað allri sölu og dreifingu myndarinnar að hún vann Gullpálmann á Cannes í vor. Síðast þegar ég talaði við framleiðandann var búið að selja hana til allra landa í heiminum nema Mongólíu. Núna vona ég auðvitað að þetta hlutverk opni mér enn fleiri dyr. Mér er í raun sama hvar ég vinn, það eru verkin og innihald þeirra sem skipta mig mestu máli,“ segir Bang sem er þessa stundina að leika í verki í litlu leikhúsi í Óðinsvéum. Bang fer með hlutverk Christians, fráskilins föður sem keyrir um á rafmagnsbíl og er virtur sýningarstjóri í nútímalistasafni í Svíþjóð. Spurður hvort hann hafi tengt að einhverju leyti við Christian svarar Bang játandi: „Guð minn góður. Það er svo mikið af sjálfum mér í honum. Leikstjórinn [Ruben Östlund] er alltaf að leita eftir eins raunverulegum og einlægum viðbrögðum í myndunum sínum og hægt er. Hann vill ekki að maður leiki eða framleiði viðbrögð heldur vill hann að leikararnir bregðist við á eins náttúrulegan hátt og mögulegt er. Í upphafi myndarinnar er Christian rændur á meðan hann er að reyna að hjálpa konu í hættu. Hann reynir að gera góðverk en er rændur í leiðinni, hann reiðist og bregst við á heimskulegan hátt. En ég held að flestir áhorfendur geti tengt við mannleg viðbrögð hans.“ Bang vann töluverða undirbúningsvinnu áður en tökur hófust og reyndi m.a. að komast inn í hugarheim sýningarstjóra. „Myndin gerist innan listaheimsins og Christian er sýningarstjóri þannig að ég hitti nokkra safnstjóra sjálfur og við byggðum búningavalið til dæmis á safn- og sýningarstjórum í Skandinavíu. Ég reyndi að setja mig inn í hugarheim þeirra, fas og orðnotkun.“ Stutt stopp á ÍslandiThe Square er komin í sýningar í Bíó Paradís.Bang fer með aðalhlutverkið í The Square á móti bandarísku leikkonunni Elisabeth Moss sem margir kannast við úr Mad Men og The Handmaid’s Tale.Hvernig var að vinna með Elisabeth Moss? „Hún kom ekki fyrr en á síðustu tíu tökudögunum, en í heildina þá voru 75 tökudagar sem er mjög langur tími fyrir kvikmyndatökur. Þannig að allir voru orðnir nokkuð þreyttir á þeim tímapunkti.“„Elisabeth kom eins og ferskur andvari á settið og það var alveg frábært að vinna með henni. Hún er mögnuð leikkona sem lagaði sig samstundis að verklagi leikstjórans.“ Bang stoppaði stutt á Íslandi og náði því ekki að kynnast landinu almennilega á meðan á dvöl hans stóð: „Ég er svolítið lasinn núna þannig að ég kemst ekki í neinar skoðunarferðir og ég er svo stutt á landinu í þetta skiptið. Ísland er væntanlega ekki að fara neitt og ég myndi gjarnan vilja koma aftur einhvern tímann í framtíðinni og vera í viku og skoða landið betur.“ Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Kvikmyndin The Square hefur fengið afar góð viðbrögð og góða dóma. Aðalleikari myndarinnar, hinn danski Claes Bang, stoppaði stutt á Íslandi til að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar um helgina. Hann stefnir á að koma aftur síðar og verja lengri tíma hér á landi. Aðspurður hvaða áhrif hann telji hlutverkið í The Square hafa á feril hans segir Bang: „Það er ótrúlega erfitt að segja til um það á þessu stigi. Það hefur óneitanlega hjálpað allri sölu og dreifingu myndarinnar að hún vann Gullpálmann á Cannes í vor. Síðast þegar ég talaði við framleiðandann var búið að selja hana til allra landa í heiminum nema Mongólíu. Núna vona ég auðvitað að þetta hlutverk opni mér enn fleiri dyr. Mér er í raun sama hvar ég vinn, það eru verkin og innihald þeirra sem skipta mig mestu máli,“ segir Bang sem er þessa stundina að leika í verki í litlu leikhúsi í Óðinsvéum. Bang fer með hlutverk Christians, fráskilins föður sem keyrir um á rafmagnsbíl og er virtur sýningarstjóri í nútímalistasafni í Svíþjóð. Spurður hvort hann hafi tengt að einhverju leyti við Christian svarar Bang játandi: „Guð minn góður. Það er svo mikið af sjálfum mér í honum. Leikstjórinn [Ruben Östlund] er alltaf að leita eftir eins raunverulegum og einlægum viðbrögðum í myndunum sínum og hægt er. Hann vill ekki að maður leiki eða framleiði viðbrögð heldur vill hann að leikararnir bregðist við á eins náttúrulegan hátt og mögulegt er. Í upphafi myndarinnar er Christian rændur á meðan hann er að reyna að hjálpa konu í hættu. Hann reynir að gera góðverk en er rændur í leiðinni, hann reiðist og bregst við á heimskulegan hátt. En ég held að flestir áhorfendur geti tengt við mannleg viðbrögð hans.“ Bang vann töluverða undirbúningsvinnu áður en tökur hófust og reyndi m.a. að komast inn í hugarheim sýningarstjóra. „Myndin gerist innan listaheimsins og Christian er sýningarstjóri þannig að ég hitti nokkra safnstjóra sjálfur og við byggðum búningavalið til dæmis á safn- og sýningarstjórum í Skandinavíu. Ég reyndi að setja mig inn í hugarheim þeirra, fas og orðnotkun.“ Stutt stopp á ÍslandiThe Square er komin í sýningar í Bíó Paradís.Bang fer með aðalhlutverkið í The Square á móti bandarísku leikkonunni Elisabeth Moss sem margir kannast við úr Mad Men og The Handmaid’s Tale.Hvernig var að vinna með Elisabeth Moss? „Hún kom ekki fyrr en á síðustu tíu tökudögunum, en í heildina þá voru 75 tökudagar sem er mjög langur tími fyrir kvikmyndatökur. Þannig að allir voru orðnir nokkuð þreyttir á þeim tímapunkti.“„Elisabeth kom eins og ferskur andvari á settið og það var alveg frábært að vinna með henni. Hún er mögnuð leikkona sem lagaði sig samstundis að verklagi leikstjórans.“ Bang stoppaði stutt á Íslandi og náði því ekki að kynnast landinu almennilega á meðan á dvöl hans stóð: „Ég er svolítið lasinn núna þannig að ég kemst ekki í neinar skoðunarferðir og ég er svo stutt á landinu í þetta skiptið. Ísland er væntanlega ekki að fara neitt og ég myndi gjarnan vilja koma aftur einhvern tímann í framtíðinni og vera í viku og skoða landið betur.“
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira