„Ísland er væntanlega ekki að fara neitt“ Guðný Hrönn skrifar 5. september 2017 09:30 Claes Bang heimsótti Ísland til að kynna kvikmyndina The Square. NORDICPHOTOS/AFP Kvikmyndin The Square hefur fengið afar góð viðbrögð og góða dóma. Aðalleikari myndarinnar, hinn danski Claes Bang, stoppaði stutt á Íslandi til að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar um helgina. Hann stefnir á að koma aftur síðar og verja lengri tíma hér á landi. Aðspurður hvaða áhrif hann telji hlutverkið í The Square hafa á feril hans segir Bang: „Það er ótrúlega erfitt að segja til um það á þessu stigi. Það hefur óneitanlega hjálpað allri sölu og dreifingu myndarinnar að hún vann Gullpálmann á Cannes í vor. Síðast þegar ég talaði við framleiðandann var búið að selja hana til allra landa í heiminum nema Mongólíu. Núna vona ég auðvitað að þetta hlutverk opni mér enn fleiri dyr. Mér er í raun sama hvar ég vinn, það eru verkin og innihald þeirra sem skipta mig mestu máli,“ segir Bang sem er þessa stundina að leika í verki í litlu leikhúsi í Óðinsvéum. Bang fer með hlutverk Christians, fráskilins föður sem keyrir um á rafmagnsbíl og er virtur sýningarstjóri í nútímalistasafni í Svíþjóð. Spurður hvort hann hafi tengt að einhverju leyti við Christian svarar Bang játandi: „Guð minn góður. Það er svo mikið af sjálfum mér í honum. Leikstjórinn [Ruben Östlund] er alltaf að leita eftir eins raunverulegum og einlægum viðbrögðum í myndunum sínum og hægt er. Hann vill ekki að maður leiki eða framleiði viðbrögð heldur vill hann að leikararnir bregðist við á eins náttúrulegan hátt og mögulegt er. Í upphafi myndarinnar er Christian rændur á meðan hann er að reyna að hjálpa konu í hættu. Hann reynir að gera góðverk en er rændur í leiðinni, hann reiðist og bregst við á heimskulegan hátt. En ég held að flestir áhorfendur geti tengt við mannleg viðbrögð hans.“ Bang vann töluverða undirbúningsvinnu áður en tökur hófust og reyndi m.a. að komast inn í hugarheim sýningarstjóra. „Myndin gerist innan listaheimsins og Christian er sýningarstjóri þannig að ég hitti nokkra safnstjóra sjálfur og við byggðum búningavalið til dæmis á safn- og sýningarstjórum í Skandinavíu. Ég reyndi að setja mig inn í hugarheim þeirra, fas og orðnotkun.“ Stutt stopp á ÍslandiThe Square er komin í sýningar í Bíó Paradís.Bang fer með aðalhlutverkið í The Square á móti bandarísku leikkonunni Elisabeth Moss sem margir kannast við úr Mad Men og The Handmaid’s Tale.Hvernig var að vinna með Elisabeth Moss? „Hún kom ekki fyrr en á síðustu tíu tökudögunum, en í heildina þá voru 75 tökudagar sem er mjög langur tími fyrir kvikmyndatökur. Þannig að allir voru orðnir nokkuð þreyttir á þeim tímapunkti.“„Elisabeth kom eins og ferskur andvari á settið og það var alveg frábært að vinna með henni. Hún er mögnuð leikkona sem lagaði sig samstundis að verklagi leikstjórans.“ Bang stoppaði stutt á Íslandi og náði því ekki að kynnast landinu almennilega á meðan á dvöl hans stóð: „Ég er svolítið lasinn núna þannig að ég kemst ekki í neinar skoðunarferðir og ég er svo stutt á landinu í þetta skiptið. Ísland er væntanlega ekki að fara neitt og ég myndi gjarnan vilja koma aftur einhvern tímann í framtíðinni og vera í viku og skoða landið betur.“ Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
Kvikmyndin The Square hefur fengið afar góð viðbrögð og góða dóma. Aðalleikari myndarinnar, hinn danski Claes Bang, stoppaði stutt á Íslandi til að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar um helgina. Hann stefnir á að koma aftur síðar og verja lengri tíma hér á landi. Aðspurður hvaða áhrif hann telji hlutverkið í The Square hafa á feril hans segir Bang: „Það er ótrúlega erfitt að segja til um það á þessu stigi. Það hefur óneitanlega hjálpað allri sölu og dreifingu myndarinnar að hún vann Gullpálmann á Cannes í vor. Síðast þegar ég talaði við framleiðandann var búið að selja hana til allra landa í heiminum nema Mongólíu. Núna vona ég auðvitað að þetta hlutverk opni mér enn fleiri dyr. Mér er í raun sama hvar ég vinn, það eru verkin og innihald þeirra sem skipta mig mestu máli,“ segir Bang sem er þessa stundina að leika í verki í litlu leikhúsi í Óðinsvéum. Bang fer með hlutverk Christians, fráskilins föður sem keyrir um á rafmagnsbíl og er virtur sýningarstjóri í nútímalistasafni í Svíþjóð. Spurður hvort hann hafi tengt að einhverju leyti við Christian svarar Bang játandi: „Guð minn góður. Það er svo mikið af sjálfum mér í honum. Leikstjórinn [Ruben Östlund] er alltaf að leita eftir eins raunverulegum og einlægum viðbrögðum í myndunum sínum og hægt er. Hann vill ekki að maður leiki eða framleiði viðbrögð heldur vill hann að leikararnir bregðist við á eins náttúrulegan hátt og mögulegt er. Í upphafi myndarinnar er Christian rændur á meðan hann er að reyna að hjálpa konu í hættu. Hann reynir að gera góðverk en er rændur í leiðinni, hann reiðist og bregst við á heimskulegan hátt. En ég held að flestir áhorfendur geti tengt við mannleg viðbrögð hans.“ Bang vann töluverða undirbúningsvinnu áður en tökur hófust og reyndi m.a. að komast inn í hugarheim sýningarstjóra. „Myndin gerist innan listaheimsins og Christian er sýningarstjóri þannig að ég hitti nokkra safnstjóra sjálfur og við byggðum búningavalið til dæmis á safn- og sýningarstjórum í Skandinavíu. Ég reyndi að setja mig inn í hugarheim þeirra, fas og orðnotkun.“ Stutt stopp á ÍslandiThe Square er komin í sýningar í Bíó Paradís.Bang fer með aðalhlutverkið í The Square á móti bandarísku leikkonunni Elisabeth Moss sem margir kannast við úr Mad Men og The Handmaid’s Tale.Hvernig var að vinna með Elisabeth Moss? „Hún kom ekki fyrr en á síðustu tíu tökudögunum, en í heildina þá voru 75 tökudagar sem er mjög langur tími fyrir kvikmyndatökur. Þannig að allir voru orðnir nokkuð þreyttir á þeim tímapunkti.“„Elisabeth kom eins og ferskur andvari á settið og það var alveg frábært að vinna með henni. Hún er mögnuð leikkona sem lagaði sig samstundis að verklagi leikstjórans.“ Bang stoppaði stutt á Íslandi og náði því ekki að kynnast landinu almennilega á meðan á dvöl hans stóð: „Ég er svolítið lasinn núna þannig að ég kemst ekki í neinar skoðunarferðir og ég er svo stutt á landinu í þetta skiptið. Ísland er væntanlega ekki að fara neitt og ég myndi gjarnan vilja koma aftur einhvern tímann í framtíðinni og vera í viku og skoða landið betur.“
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira