„Ísland er væntanlega ekki að fara neitt“ Guðný Hrönn skrifar 5. september 2017 09:30 Claes Bang heimsótti Ísland til að kynna kvikmyndina The Square. NORDICPHOTOS/AFP Kvikmyndin The Square hefur fengið afar góð viðbrögð og góða dóma. Aðalleikari myndarinnar, hinn danski Claes Bang, stoppaði stutt á Íslandi til að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar um helgina. Hann stefnir á að koma aftur síðar og verja lengri tíma hér á landi. Aðspurður hvaða áhrif hann telji hlutverkið í The Square hafa á feril hans segir Bang: „Það er ótrúlega erfitt að segja til um það á þessu stigi. Það hefur óneitanlega hjálpað allri sölu og dreifingu myndarinnar að hún vann Gullpálmann á Cannes í vor. Síðast þegar ég talaði við framleiðandann var búið að selja hana til allra landa í heiminum nema Mongólíu. Núna vona ég auðvitað að þetta hlutverk opni mér enn fleiri dyr. Mér er í raun sama hvar ég vinn, það eru verkin og innihald þeirra sem skipta mig mestu máli,“ segir Bang sem er þessa stundina að leika í verki í litlu leikhúsi í Óðinsvéum. Bang fer með hlutverk Christians, fráskilins föður sem keyrir um á rafmagnsbíl og er virtur sýningarstjóri í nútímalistasafni í Svíþjóð. Spurður hvort hann hafi tengt að einhverju leyti við Christian svarar Bang játandi: „Guð minn góður. Það er svo mikið af sjálfum mér í honum. Leikstjórinn [Ruben Östlund] er alltaf að leita eftir eins raunverulegum og einlægum viðbrögðum í myndunum sínum og hægt er. Hann vill ekki að maður leiki eða framleiði viðbrögð heldur vill hann að leikararnir bregðist við á eins náttúrulegan hátt og mögulegt er. Í upphafi myndarinnar er Christian rændur á meðan hann er að reyna að hjálpa konu í hættu. Hann reynir að gera góðverk en er rændur í leiðinni, hann reiðist og bregst við á heimskulegan hátt. En ég held að flestir áhorfendur geti tengt við mannleg viðbrögð hans.“ Bang vann töluverða undirbúningsvinnu áður en tökur hófust og reyndi m.a. að komast inn í hugarheim sýningarstjóra. „Myndin gerist innan listaheimsins og Christian er sýningarstjóri þannig að ég hitti nokkra safnstjóra sjálfur og við byggðum búningavalið til dæmis á safn- og sýningarstjórum í Skandinavíu. Ég reyndi að setja mig inn í hugarheim þeirra, fas og orðnotkun.“ Stutt stopp á ÍslandiThe Square er komin í sýningar í Bíó Paradís.Bang fer með aðalhlutverkið í The Square á móti bandarísku leikkonunni Elisabeth Moss sem margir kannast við úr Mad Men og The Handmaid’s Tale.Hvernig var að vinna með Elisabeth Moss? „Hún kom ekki fyrr en á síðustu tíu tökudögunum, en í heildina þá voru 75 tökudagar sem er mjög langur tími fyrir kvikmyndatökur. Þannig að allir voru orðnir nokkuð þreyttir á þeim tímapunkti.“„Elisabeth kom eins og ferskur andvari á settið og það var alveg frábært að vinna með henni. Hún er mögnuð leikkona sem lagaði sig samstundis að verklagi leikstjórans.“ Bang stoppaði stutt á Íslandi og náði því ekki að kynnast landinu almennilega á meðan á dvöl hans stóð: „Ég er svolítið lasinn núna þannig að ég kemst ekki í neinar skoðunarferðir og ég er svo stutt á landinu í þetta skiptið. Ísland er væntanlega ekki að fara neitt og ég myndi gjarnan vilja koma aftur einhvern tímann í framtíðinni og vera í viku og skoða landið betur.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Kvikmyndin The Square hefur fengið afar góð viðbrögð og góða dóma. Aðalleikari myndarinnar, hinn danski Claes Bang, stoppaði stutt á Íslandi til að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar um helgina. Hann stefnir á að koma aftur síðar og verja lengri tíma hér á landi. Aðspurður hvaða áhrif hann telji hlutverkið í The Square hafa á feril hans segir Bang: „Það er ótrúlega erfitt að segja til um það á þessu stigi. Það hefur óneitanlega hjálpað allri sölu og dreifingu myndarinnar að hún vann Gullpálmann á Cannes í vor. Síðast þegar ég talaði við framleiðandann var búið að selja hana til allra landa í heiminum nema Mongólíu. Núna vona ég auðvitað að þetta hlutverk opni mér enn fleiri dyr. Mér er í raun sama hvar ég vinn, það eru verkin og innihald þeirra sem skipta mig mestu máli,“ segir Bang sem er þessa stundina að leika í verki í litlu leikhúsi í Óðinsvéum. Bang fer með hlutverk Christians, fráskilins föður sem keyrir um á rafmagnsbíl og er virtur sýningarstjóri í nútímalistasafni í Svíþjóð. Spurður hvort hann hafi tengt að einhverju leyti við Christian svarar Bang játandi: „Guð minn góður. Það er svo mikið af sjálfum mér í honum. Leikstjórinn [Ruben Östlund] er alltaf að leita eftir eins raunverulegum og einlægum viðbrögðum í myndunum sínum og hægt er. Hann vill ekki að maður leiki eða framleiði viðbrögð heldur vill hann að leikararnir bregðist við á eins náttúrulegan hátt og mögulegt er. Í upphafi myndarinnar er Christian rændur á meðan hann er að reyna að hjálpa konu í hættu. Hann reynir að gera góðverk en er rændur í leiðinni, hann reiðist og bregst við á heimskulegan hátt. En ég held að flestir áhorfendur geti tengt við mannleg viðbrögð hans.“ Bang vann töluverða undirbúningsvinnu áður en tökur hófust og reyndi m.a. að komast inn í hugarheim sýningarstjóra. „Myndin gerist innan listaheimsins og Christian er sýningarstjóri þannig að ég hitti nokkra safnstjóra sjálfur og við byggðum búningavalið til dæmis á safn- og sýningarstjórum í Skandinavíu. Ég reyndi að setja mig inn í hugarheim þeirra, fas og orðnotkun.“ Stutt stopp á ÍslandiThe Square er komin í sýningar í Bíó Paradís.Bang fer með aðalhlutverkið í The Square á móti bandarísku leikkonunni Elisabeth Moss sem margir kannast við úr Mad Men og The Handmaid’s Tale.Hvernig var að vinna með Elisabeth Moss? „Hún kom ekki fyrr en á síðustu tíu tökudögunum, en í heildina þá voru 75 tökudagar sem er mjög langur tími fyrir kvikmyndatökur. Þannig að allir voru orðnir nokkuð þreyttir á þeim tímapunkti.“„Elisabeth kom eins og ferskur andvari á settið og það var alveg frábært að vinna með henni. Hún er mögnuð leikkona sem lagaði sig samstundis að verklagi leikstjórans.“ Bang stoppaði stutt á Íslandi og náði því ekki að kynnast landinu almennilega á meðan á dvöl hans stóð: „Ég er svolítið lasinn núna þannig að ég kemst ekki í neinar skoðunarferðir og ég er svo stutt á landinu í þetta skiptið. Ísland er væntanlega ekki að fara neitt og ég myndi gjarnan vilja koma aftur einhvern tímann í framtíðinni og vera í viku og skoða landið betur.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira