Lífið

Þegar ungur Hörður Björgvin þrumaði í andlitið á landsliðsmarkverðinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hannes var á línunni á FM957 í morgun.
Hannes var á línunni á FM957 í morgun.
Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu í leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í gær en hann fékk síðast á sig mark á Laugardalsvelli fyrir ellefu mánuðum síðan, í ótrúlegum 3-2 sigri á Finnlandi.

Hannes Þór var í spjalli í Brennslunni á FM 957 í morgun og rifjaði þá upp fyrsta mótsleik sinn í byrjunarliði á Laugardalsvelli.

Þar ræddi hann um landsliðsferilinn og hvernig það hefði breyst að spila á Laugardalsvellinum fyrir framan fullan völl, í staðinn fyrir hálftóman  eins og á sínum tíma.

Hannes hefur verið í landsliðinu síðan 2009 en lék sinn fyrsta mótsleik árið 2011. Hann þekkir því vel erfiða og góða tíma í landsliðinu.

Hörður Björgvin Magnússon er að tryggja sér sæti í bakvarðarstöðu landsliðsins. Hannes man vel eftir Herði sem ungum leikmanni í Fram.

Barnastjarna í Fram

„Frammistaða hans er ekki að koma mér neitt á óvart. Maður sá það þegar ég kom í Fram að þarna væri mikið efni á ferð. Hann var svona barnastjarna í yngri flokkunum og var algjör stjarna inni á miðjunni,“ segir Hannes en Hörður kom mjög ungur inn í meistaraflokkinn.

Hann rifjar upp mjög skemmtilega sögu af samskiptum hans við Hörð.

„Hann var með ótrúlegar spyrnur alveg frá því að ég kynntist honum. Við vorum einhver tímann að skjóta á mark eftir æfingu og hann skaut af svona þrjátíu metra færi. Honum tókst að negla þeim bolta í andlitið á mér. Boltinn flökti svo mikið að hann fór framhjá höndunum á mér og beint í andlitið á mér.“

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×