Sautjánda öldin grafin upp á Arnarstapa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. september 2017 06:00 Kevin Martin við fornleifauppgröftinn á Arnarstapa. Í dag verður mokað yfir minjarnar – í bili. vísir/vilhelm „Þetta er fyrsti fornleifauppgröfturinn á Íslandi sem beinist sérstaklega að minjum verslunar á sautjándu og átjándu öldinni,“ segir Kevin Martin sem stýrir uppgreftri á húsi á Arnarstapa sem ljóst þykir að sé frá því tímabili. Uppgröfturinn er hluti af doktorsverkefni Kevins við Háskóla Íslands. Það sama gildir um Jakob Orra Jónsson sem tekur þátt í verkinu með Kevin ásamt þeim Huldu Björk Guðmundsdóttur og Gylfa Birni Helgasyni. Dr. Gavin Lucas, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir verkefnið sem snýr að verslun á einokunartímabilinu og áhrifum verslunarinnar á íslenskt samfélag. Kevin segir uppgröftinn hafa gengið afar vel á mjög stuttum tíma. Hann hófst fyrir aðeins átta dögum og í dag er verið að ganga frá. Í ljós hafi komið veggir og gólf í húsi sem örugglega sé miklu stærra en svæðið sem grafið var upp að þessu sinni. Ýmsar minjar, til dæmis brot úr leirofni og skreyttum diskum, brot úr hollenskum reykjarpípum sem flestar voru smíðaðar á 17. öld, og glergripir, til dæmis vínglös, bendi til þess að húsið tengist velefnuðu fólki á þeirra tíma vísu. Það gæti hafa verið amtmaður eða kaupmaðurinn á þessum hluta Snæfellsnes. „Við áttum allt eins von á að staðurinn væri allur í graut eins og títt er um slíkar minjar en hann er algerlega óhreyfður og óspilltur aðeins um hálfan metra undir yfirborðinu,“ segir Kevin. Að sögn Kevins liggur nú fyrir að hylja svæðið aftur til að vernda það þar til næstu skref verða ákveðin. Uppgröfturinn hafi verið unninn með styrk frá Rannís en ekkert liggi fyrir um framhaldið. „Þetta er mjög spennandi og það væri eflaust eftir miklu að slægjast að halda áfram en til þess þarf fjármagn. Við munum skoða það síðar en eins og staðan er núna höfum við nægan efnivið til að ljúka við doktorsverkefnið. Það tekur því við hjá okkur núna í framhaldinu að vinna úr því sem þegar er komið í ljós,“ segir Kevin Martin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Þetta er fyrsti fornleifauppgröfturinn á Íslandi sem beinist sérstaklega að minjum verslunar á sautjándu og átjándu öldinni,“ segir Kevin Martin sem stýrir uppgreftri á húsi á Arnarstapa sem ljóst þykir að sé frá því tímabili. Uppgröfturinn er hluti af doktorsverkefni Kevins við Háskóla Íslands. Það sama gildir um Jakob Orra Jónsson sem tekur þátt í verkinu með Kevin ásamt þeim Huldu Björk Guðmundsdóttur og Gylfa Birni Helgasyni. Dr. Gavin Lucas, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir verkefnið sem snýr að verslun á einokunartímabilinu og áhrifum verslunarinnar á íslenskt samfélag. Kevin segir uppgröftinn hafa gengið afar vel á mjög stuttum tíma. Hann hófst fyrir aðeins átta dögum og í dag er verið að ganga frá. Í ljós hafi komið veggir og gólf í húsi sem örugglega sé miklu stærra en svæðið sem grafið var upp að þessu sinni. Ýmsar minjar, til dæmis brot úr leirofni og skreyttum diskum, brot úr hollenskum reykjarpípum sem flestar voru smíðaðar á 17. öld, og glergripir, til dæmis vínglös, bendi til þess að húsið tengist velefnuðu fólki á þeirra tíma vísu. Það gæti hafa verið amtmaður eða kaupmaðurinn á þessum hluta Snæfellsnes. „Við áttum allt eins von á að staðurinn væri allur í graut eins og títt er um slíkar minjar en hann er algerlega óhreyfður og óspilltur aðeins um hálfan metra undir yfirborðinu,“ segir Kevin. Að sögn Kevins liggur nú fyrir að hylja svæðið aftur til að vernda það þar til næstu skref verða ákveðin. Uppgröfturinn hafi verið unninn með styrk frá Rannís en ekkert liggi fyrir um framhaldið. „Þetta er mjög spennandi og það væri eflaust eftir miklu að slægjast að halda áfram en til þess þarf fjármagn. Við munum skoða það síðar en eins og staðan er núna höfum við nægan efnivið til að ljúka við doktorsverkefnið. Það tekur því við hjá okkur núna í framhaldinu að vinna úr því sem þegar er komið í ljós,“ segir Kevin Martin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira