Telur skýringar um veiði vina fjarstæðu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. september 2017 06:00 Ágætis veiði er í Staðará og mun hún vera best næst ósnum sem er fyrir landi Traða. Veiðin er í sameign með kirkjujörðinni Staðastað. VÍSIR/VILHELM „Það er unnið hörðum höndum að því að ná sáttum um skiptingu veiðiréttarins,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, um deilur milli Þjóðkirkjunnar og eiganda jarðarinnar Traða um veiðirétt í Staðará á Snæfellsnesi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 30. ágúst síðastliðinn segir Oddur að hann hafi boðið tveimur gestum sínum til veiða í Staðará um verslunarmannahelgina í skjóli veiðiréttar prestsetursjarðarinnar Staðastaðar. Þeir hafi ekki getað veitt vegna áreitis og hótana frá Traðabóndanum. Landeigandinn, Gunnar Jónasson, neitaði því að hafa haft í hótunum. Í mars síðastliðnum dæmdi Hæstiréttur að veiðin, sem að mestu er sjóbirtingsveiði, væri í óskiptu landi jarðanna tveggja. Aðspurður hvernig á því standi að framkvæmdastjóri kirkjuráðs geti boðið sínum eigin gestum til stangveiða í Staðará segir Oddur eðlilegt að spurningar vakni við það. Hann bendir á að áður en sóknarpresturinn á Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, hafi verið fluttur úr embættinu hafi Páll endurnýjað samning sem hann hafði gert árlega við tvo einstaklinga um veiði í ánni fyrir landi Staðastaðar.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.vísir/björn g.„Eftir að sóknarpresturinn hvarf úr embættinu var prestslaust og þar með enginn ábúandi á Staðastað en Kirkjumálasjóður á jörðina og framkvæmdastjóri kirkjuráðs fer þannig með eignarhaldið fyrir hönd kirkjuráðs,“ útskýrir Oddur. Eftir dóm Hæstaréttar um veiðiréttinn hafi samningur leigutaka prestsins verið í uppnámi. „Sambúðin við Traðabónda hafði verið stormasöm og ekki batnaði hún við dóminn en lögmaður Traðabónda hélt því fram við annan leigutaka prestsins að samningur þeirra væri einskis virði, enda ólögmætur, og tjáði honum þá skoðun sína að færi hann fram á lögbann við veiði frá Staðastað fengi hann það samstundis því af dómi Hæstaréttar leiddi að hvorugur aðilinn, Traðabóndi eða ábúandi á Staðastað, hefði heimild til að selja þriðja aðila veiðileyfi í Staðará nema með skriflegu samþykki hins aðilans,“ rekur Oddur. Þegar þessi túlkun lögmannsins barst honum kveðst Oddur hafa bent á að kirkjuráð hefði ekkert slíkt leyfi gefið út til Traðabónda. Samt auglýstu Traðir veiðileyfi á vefsíðu sinni og „ótal vitni væru að því að menn óskyldir Traðabónda og jafnvel þjóðþekktir menn“ væru að veiða í ánni. „Lögmaðurinn brást við þessu með því að halda fram að auglýsingin væri gömul og gleymst hefði að taka hana af vefsíðunni. Veiðimennirnir væru hins vegar vinir Traðabónda sem hann af góðmennsku sinni leyfði að veiða í ósi árinnar við hlað Traða. Allir vissu að þetta var ekki svo og því var haldið fram að Traðabóndi hefði selt þrjár stangir á dag allt til enda veiðitímabilsins sem mun vera 20. september,“ segir Oddur. Þá segir Oddur að veiðileigutakar prestsins hafi séð fram á að leigan sem þeir höfðu greitt væri tapað fé. Rætt hafi verið um skaðabótakröfur á hendur Traðabónda. „Kenning lögmannsins um vini Traðabónda, jafn fjarstæðukennd og hún var, hlaut hins vegar að gilda jafnt um báða aðila og enginn gat látið reyna á hana af hálfu Staðastaðar nema framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Þess vegna var ákveðið að hann byði tveimur gestum sínum að veiða í ánni um verslunarmannahelgina eins og haft er eftir Traðabónda eða lögmanni hans í grein Fréttablaðsins á miðvikudaginn,“ segir Oddur og ítrekar að ekkert hafi orðið af veiðum. „Þegar fyrri veiðimaðurinn kom að ánni birtist Traðabóndi og meinaði honum að veiða. Það mál endaði inni á borði lögreglunnar í Ólafsvík vegna þess að framkoma Traðabónda var talin jafngilda hótunum um líkamsmeiðingar. Ekki kom þó til afskipta lögreglunnar þar eð veiðimaður hrökklaðist frá og hætti við að reyna veiði,“ segir framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
„Það er unnið hörðum höndum að því að ná sáttum um skiptingu veiðiréttarins,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, um deilur milli Þjóðkirkjunnar og eiganda jarðarinnar Traða um veiðirétt í Staðará á Snæfellsnesi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 30. ágúst síðastliðinn segir Oddur að hann hafi boðið tveimur gestum sínum til veiða í Staðará um verslunarmannahelgina í skjóli veiðiréttar prestsetursjarðarinnar Staðastaðar. Þeir hafi ekki getað veitt vegna áreitis og hótana frá Traðabóndanum. Landeigandinn, Gunnar Jónasson, neitaði því að hafa haft í hótunum. Í mars síðastliðnum dæmdi Hæstiréttur að veiðin, sem að mestu er sjóbirtingsveiði, væri í óskiptu landi jarðanna tveggja. Aðspurður hvernig á því standi að framkvæmdastjóri kirkjuráðs geti boðið sínum eigin gestum til stangveiða í Staðará segir Oddur eðlilegt að spurningar vakni við það. Hann bendir á að áður en sóknarpresturinn á Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, hafi verið fluttur úr embættinu hafi Páll endurnýjað samning sem hann hafði gert árlega við tvo einstaklinga um veiði í ánni fyrir landi Staðastaðar.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.vísir/björn g.„Eftir að sóknarpresturinn hvarf úr embættinu var prestslaust og þar með enginn ábúandi á Staðastað en Kirkjumálasjóður á jörðina og framkvæmdastjóri kirkjuráðs fer þannig með eignarhaldið fyrir hönd kirkjuráðs,“ útskýrir Oddur. Eftir dóm Hæstaréttar um veiðiréttinn hafi samningur leigutaka prestsins verið í uppnámi. „Sambúðin við Traðabónda hafði verið stormasöm og ekki batnaði hún við dóminn en lögmaður Traðabónda hélt því fram við annan leigutaka prestsins að samningur þeirra væri einskis virði, enda ólögmætur, og tjáði honum þá skoðun sína að færi hann fram á lögbann við veiði frá Staðastað fengi hann það samstundis því af dómi Hæstaréttar leiddi að hvorugur aðilinn, Traðabóndi eða ábúandi á Staðastað, hefði heimild til að selja þriðja aðila veiðileyfi í Staðará nema með skriflegu samþykki hins aðilans,“ rekur Oddur. Þegar þessi túlkun lögmannsins barst honum kveðst Oddur hafa bent á að kirkjuráð hefði ekkert slíkt leyfi gefið út til Traðabónda. Samt auglýstu Traðir veiðileyfi á vefsíðu sinni og „ótal vitni væru að því að menn óskyldir Traðabónda og jafnvel þjóðþekktir menn“ væru að veiða í ánni. „Lögmaðurinn brást við þessu með því að halda fram að auglýsingin væri gömul og gleymst hefði að taka hana af vefsíðunni. Veiðimennirnir væru hins vegar vinir Traðabónda sem hann af góðmennsku sinni leyfði að veiða í ósi árinnar við hlað Traða. Allir vissu að þetta var ekki svo og því var haldið fram að Traðabóndi hefði selt þrjár stangir á dag allt til enda veiðitímabilsins sem mun vera 20. september,“ segir Oddur. Þá segir Oddur að veiðileigutakar prestsins hafi séð fram á að leigan sem þeir höfðu greitt væri tapað fé. Rætt hafi verið um skaðabótakröfur á hendur Traðabónda. „Kenning lögmannsins um vini Traðabónda, jafn fjarstæðukennd og hún var, hlaut hins vegar að gilda jafnt um báða aðila og enginn gat látið reyna á hana af hálfu Staðastaðar nema framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Þess vegna var ákveðið að hann byði tveimur gestum sínum að veiða í ánni um verslunarmannahelgina eins og haft er eftir Traðabónda eða lögmanni hans í grein Fréttablaðsins á miðvikudaginn,“ segir Oddur og ítrekar að ekkert hafi orðið af veiðum. „Þegar fyrri veiðimaðurinn kom að ánni birtist Traðabóndi og meinaði honum að veiða. Það mál endaði inni á borði lögreglunnar í Ólafsvík vegna þess að framkoma Traðabónda var talin jafngilda hótunum um líkamsmeiðingar. Ekki kom þó til afskipta lögreglunnar þar eð veiðimaður hrökklaðist frá og hætti við að reyna veiði,“ segir framkvæmdastjóri kirkjuráðs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira