Lotta fer inn í leikhús Sólveig Gísladóttir skrifar 8. september 2017 12:00 Aðalstarf Sigsteins er á heimili fyrir sex stráka sem eiga það sameiginlegt að vera einhverfir. Þar hefur hann starfað í tólf ár við að hjálpa þeim að fóta sig í lífinu. Mynd/Anton Brink Mikilli vinnutörn er að ljúka hjá Sigsteini Sigurbergssyni sem í sumar hefur skemmt með Leikhópnum Lottu. Sigsteinn er þekktur fyrir skemmtilega sviðsframkomu og húmor sem stundum er pínulítið neðan beltis. „Leiklistarbakterían er meðfædd enda hef ég alltaf verið athyglissjúkur, hávær, með ADHD og allan pakkann,“ segir Sigsteinn og brosir út í annað. Kímnin í augunum er smitandi og greinilegt að gleðin er ósjaldan við völd hjá þessum hressa leikara. Raunar var ekki augljóst að leiklistin yrði fyrir valinu hjá Sigsteini sem alinn er upp að mestu í Garðabæ. „Ég kem úr svakalegri íþróttafjölskyldu. Pabbi, Sigurbergur Sigsteinsson, var í landsliðinu bæði í handbolta og fótbolta, og ég held að hann sé sá eini fyrir utan Hemma Gunn sem hefur afrekað það. Mamma var á kafi í handbolta, Dísa systir var í landsliðinu í handbolta, Heiða systir í landsliðinu í fótbolta og Oddný systir er á kafi í fótbolta. Svo fæddist ég og allir héldu að þar væri kominn lítill Eiður Smári, en það var ekki alveg þannig,“ segir hann hlæjandi. „Ýmislegt var reynt, ég prófaði fótbolta, blak og fimleika en vann engin afrek. En fjölskyldan hefur stutt mig í því sem ég hef verið að gera og tekur mér bara eins og ég er.“ Íþróttaiðkun Sigsteins í dag takmarkast af því að eiga kort í ræktina og nota það lítið. „Maður getur alveg grennst af því,“ segir hann kankvíslega en viðurkennir þó að öðru hvoru fari hann til Gurrýjar einkaþjálfara og láti hana taka sig í gegn.Sigsteinn í gervi hinnar óborganlegu Gilitruttar.Sjálfmenntaður í leiklistinni Sigsteinn er ekki leiklistarskólagenginn en hefur sankað að sér reynslu úr ýmsum áttum. Tók þátt í öllu leiklistartengdu á skólaárunum, fór á fjölmörg námskeið og tók þátt í uppfærslum áhugaleikhúsa. „Ég hef haft marga flotta leiklistarkennara í gegnum árin eins og Ágústu Skúladóttur og Árna Pétur Guðjónsson.“ Raunar reyndi Sigsteinn við leiklistarskólann. „Ég komst í lokahópinn en fékk þá að vita að ég kæmist ekki inn af því ég hefði ekki stúdentspróf. Þá fór ég í fýlu og reyndi aldrei aftur.“ Sigsteinn er einn af þeim sem stofnuðu leikhópinn Lottu. „Við vorum um tíu manns sem vantaði eitthvað að gera sumarið 2007 og því stofnuðum við Lottu veturinn 2006 og ákváðum að sýna Dýrin í Hálsaskógi. Síðan varð ekki aftur snúið og nú erum við að fara að renna inn í tólfta starfsárið okkar,“ segir Sigsteinn sem segir engan hafa grunað að þetta litla leiklistarframtak yrði svo langlíft. „Við erum sjúklega glöð yfir því hvernig okkur hefur verið tekið.“ Persónur Sigsteins vekja ávallt mikla lukku, hvort sem það er Gilitrutt eða litla gula hænan. „Ég hef verið heppinn að persónurnar hafa boðið upp á að leika sér svolítið með þær. Mér hefur verið leyft að hafa dálítið frjálsar hendur til að skapa. Stundum þarf reyndar að bremsa mig af,“ segir Sigsteinn og bendir á að það sé einkennismerki sýninganna hjá Lottu að þær þróist yfir sumarið eftir því sem nýir brandarar fæðist.Leikurinn ekki aðalstarfið Sumarið er annasamur tími hjá leikurum Lottu enda skipulagðir á annað hundrað viðburðir í tengslum við sýningarnar. Því er vart hugsanlegt að geta sinnt öðru starfi meðfram en Sigsteinn er raunar ekki leikari að aðalstarfi. „Mitt aðalstarf er á heimili fyrir sex flotta stráka sem eiga það sameiginlegt að vera einhverfir. Þar hef ég starfað í tólf ár við að hjálpa þeim að fóta sig í lífinu. Þarna eru skemmtilegir einstaklingar sem gefa mér ótrúlega mikið og lita líf mitt,“ útskýrir Sigsteinn en tekur fram að hann þurfi að taka sér eitthvert frí til að sinna Lottu á sumrin. „Þetta er dálítið púsluspil en mér finnst bæði störfin svo skemmtileg að ég vil engu sleppa.“Sigsteinn og vinkona hans giftu sig í gríni í Las Vegas.Gifti sig í Las Vegas Hvað með einkalífið? „Ég bý einn í lítilli íbúð í Kópavogi og á hvorki börn né mann,“ svarar Sigsteinn. Spurður að því af hverju hann sé skráður giftur á Facebook verður hann glettinn á svip. „Jú, það var þannig að við fórum nokkur saman til Las Vegas og fengum okkur aðeins of marga. Við vinkona mín skelltum okkur í kapellu og giftum okkur bara. Svo hef ég ekkert pælt í þessu meira nema ég skráði okkur gift á Facebook. En ég sé ekkert eftir þessu, enda er þetta yndisleg kona sem ég er giftur. Hún býr reyndar á Akranesi,“ segir hann og skellir upp úr. Hann segist eiga þetta til, að taka skyndiákvarðanir. „Það er til orðatiltæki sem segir að maður sé aldrei of gamall til að leika sér, en um leið og maður hætti að leika sér verði maður gamall. Ég hef ákveðið að lifa eftir þessu og hætta aldrei að leika mér,“ segir hann og bætir hugsi við: „En kannski mun ég minnka það aðeins að gera mig að fífli.“Í karakter í matvöruverslun Sigsteinn segist finna nokkuð fyrir því að fólk þekki hann á förnum vegi. „Ég er stundum stoppaður og mér hrósað sem er bara mjög skemmtilegt. Svo þekkja krakkar mig og ég þarf stundum að bregða mér í karakter í matvöruversluninni þegar ég er að kaupa í kvöldmatinn,“ segir hann en finnst slíkt bara skemmtilegt. En stefnir hugurinn á frekari afrek á leiklistarsviðinu? „Nei, Lotta fullnægir leiklistarþörfinni. Ég hef svo sem tekið að mér önnur verk. Var í Stundinni okkar í þrjú ár og við Andrea Ösp Karlsdóttir úr Lottu höfum tekið að okkur veislustjórn í fyrirtækjum og erum með flott prógramm.“Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíói og ýmsum leikhúsum um land allt eftir áramót.Lotta í leikhús í vetur Leikhópurinn Lotta hefur hingað til aðeins starfað á sumrin en nú verður breyting þar á. „Eftir áramótin ætlar Lotta í fyrsta sinn að fara inn í leikhús,“ upplýsir Sigsteinn glaður en ætlunin er að sýna í Tjarnarbíói og fleiri litlum leikhúsum um allt land. „Við ætlum að byrja á byrjuninni en fyrsta sýningin verður Galdrakarlinn í Oz þar sem leikhópurinn hefur ekki réttinn að Dýrunum í Hálsaskógi,“ segir hann en Ágústa Skúladóttir mun leikstýra hópnum. Ætlunin er að Lotta verði með vetrarverkefni á hverju ári og taki þá leikrit Lottu í þeirri röð sem þau hafa verið sýnd frá upphafi. Allar leikgerðirnar eru til en líklega munu leikritin eitthvað þróast í meðförum leikhópsins. „Við höldum í það helsta en poppum þetta eitthvað upp. Okkur er nefnilega hjartans mál að fullorðna fólkið fái líka sinn húmor og fyrstu árin vorum við ekki eins þorin og við erum í dag.“ Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira
Mikilli vinnutörn er að ljúka hjá Sigsteini Sigurbergssyni sem í sumar hefur skemmt með Leikhópnum Lottu. Sigsteinn er þekktur fyrir skemmtilega sviðsframkomu og húmor sem stundum er pínulítið neðan beltis. „Leiklistarbakterían er meðfædd enda hef ég alltaf verið athyglissjúkur, hávær, með ADHD og allan pakkann,“ segir Sigsteinn og brosir út í annað. Kímnin í augunum er smitandi og greinilegt að gleðin er ósjaldan við völd hjá þessum hressa leikara. Raunar var ekki augljóst að leiklistin yrði fyrir valinu hjá Sigsteini sem alinn er upp að mestu í Garðabæ. „Ég kem úr svakalegri íþróttafjölskyldu. Pabbi, Sigurbergur Sigsteinsson, var í landsliðinu bæði í handbolta og fótbolta, og ég held að hann sé sá eini fyrir utan Hemma Gunn sem hefur afrekað það. Mamma var á kafi í handbolta, Dísa systir var í landsliðinu í handbolta, Heiða systir í landsliðinu í fótbolta og Oddný systir er á kafi í fótbolta. Svo fæddist ég og allir héldu að þar væri kominn lítill Eiður Smári, en það var ekki alveg þannig,“ segir hann hlæjandi. „Ýmislegt var reynt, ég prófaði fótbolta, blak og fimleika en vann engin afrek. En fjölskyldan hefur stutt mig í því sem ég hef verið að gera og tekur mér bara eins og ég er.“ Íþróttaiðkun Sigsteins í dag takmarkast af því að eiga kort í ræktina og nota það lítið. „Maður getur alveg grennst af því,“ segir hann kankvíslega en viðurkennir þó að öðru hvoru fari hann til Gurrýjar einkaþjálfara og láti hana taka sig í gegn.Sigsteinn í gervi hinnar óborganlegu Gilitruttar.Sjálfmenntaður í leiklistinni Sigsteinn er ekki leiklistarskólagenginn en hefur sankað að sér reynslu úr ýmsum áttum. Tók þátt í öllu leiklistartengdu á skólaárunum, fór á fjölmörg námskeið og tók þátt í uppfærslum áhugaleikhúsa. „Ég hef haft marga flotta leiklistarkennara í gegnum árin eins og Ágústu Skúladóttur og Árna Pétur Guðjónsson.“ Raunar reyndi Sigsteinn við leiklistarskólann. „Ég komst í lokahópinn en fékk þá að vita að ég kæmist ekki inn af því ég hefði ekki stúdentspróf. Þá fór ég í fýlu og reyndi aldrei aftur.“ Sigsteinn er einn af þeim sem stofnuðu leikhópinn Lottu. „Við vorum um tíu manns sem vantaði eitthvað að gera sumarið 2007 og því stofnuðum við Lottu veturinn 2006 og ákváðum að sýna Dýrin í Hálsaskógi. Síðan varð ekki aftur snúið og nú erum við að fara að renna inn í tólfta starfsárið okkar,“ segir Sigsteinn sem segir engan hafa grunað að þetta litla leiklistarframtak yrði svo langlíft. „Við erum sjúklega glöð yfir því hvernig okkur hefur verið tekið.“ Persónur Sigsteins vekja ávallt mikla lukku, hvort sem það er Gilitrutt eða litla gula hænan. „Ég hef verið heppinn að persónurnar hafa boðið upp á að leika sér svolítið með þær. Mér hefur verið leyft að hafa dálítið frjálsar hendur til að skapa. Stundum þarf reyndar að bremsa mig af,“ segir Sigsteinn og bendir á að það sé einkennismerki sýninganna hjá Lottu að þær þróist yfir sumarið eftir því sem nýir brandarar fæðist.Leikurinn ekki aðalstarfið Sumarið er annasamur tími hjá leikurum Lottu enda skipulagðir á annað hundrað viðburðir í tengslum við sýningarnar. Því er vart hugsanlegt að geta sinnt öðru starfi meðfram en Sigsteinn er raunar ekki leikari að aðalstarfi. „Mitt aðalstarf er á heimili fyrir sex flotta stráka sem eiga það sameiginlegt að vera einhverfir. Þar hef ég starfað í tólf ár við að hjálpa þeim að fóta sig í lífinu. Þarna eru skemmtilegir einstaklingar sem gefa mér ótrúlega mikið og lita líf mitt,“ útskýrir Sigsteinn en tekur fram að hann þurfi að taka sér eitthvert frí til að sinna Lottu á sumrin. „Þetta er dálítið púsluspil en mér finnst bæði störfin svo skemmtileg að ég vil engu sleppa.“Sigsteinn og vinkona hans giftu sig í gríni í Las Vegas.Gifti sig í Las Vegas Hvað með einkalífið? „Ég bý einn í lítilli íbúð í Kópavogi og á hvorki börn né mann,“ svarar Sigsteinn. Spurður að því af hverju hann sé skráður giftur á Facebook verður hann glettinn á svip. „Jú, það var þannig að við fórum nokkur saman til Las Vegas og fengum okkur aðeins of marga. Við vinkona mín skelltum okkur í kapellu og giftum okkur bara. Svo hef ég ekkert pælt í þessu meira nema ég skráði okkur gift á Facebook. En ég sé ekkert eftir þessu, enda er þetta yndisleg kona sem ég er giftur. Hún býr reyndar á Akranesi,“ segir hann og skellir upp úr. Hann segist eiga þetta til, að taka skyndiákvarðanir. „Það er til orðatiltæki sem segir að maður sé aldrei of gamall til að leika sér, en um leið og maður hætti að leika sér verði maður gamall. Ég hef ákveðið að lifa eftir þessu og hætta aldrei að leika mér,“ segir hann og bætir hugsi við: „En kannski mun ég minnka það aðeins að gera mig að fífli.“Í karakter í matvöruverslun Sigsteinn segist finna nokkuð fyrir því að fólk þekki hann á förnum vegi. „Ég er stundum stoppaður og mér hrósað sem er bara mjög skemmtilegt. Svo þekkja krakkar mig og ég þarf stundum að bregða mér í karakter í matvöruversluninni þegar ég er að kaupa í kvöldmatinn,“ segir hann en finnst slíkt bara skemmtilegt. En stefnir hugurinn á frekari afrek á leiklistarsviðinu? „Nei, Lotta fullnægir leiklistarþörfinni. Ég hef svo sem tekið að mér önnur verk. Var í Stundinni okkar í þrjú ár og við Andrea Ösp Karlsdóttir úr Lottu höfum tekið að okkur veislustjórn í fyrirtækjum og erum með flott prógramm.“Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíói og ýmsum leikhúsum um land allt eftir áramót.Lotta í leikhús í vetur Leikhópurinn Lotta hefur hingað til aðeins starfað á sumrin en nú verður breyting þar á. „Eftir áramótin ætlar Lotta í fyrsta sinn að fara inn í leikhús,“ upplýsir Sigsteinn glaður en ætlunin er að sýna í Tjarnarbíói og fleiri litlum leikhúsum um allt land. „Við ætlum að byrja á byrjuninni en fyrsta sýningin verður Galdrakarlinn í Oz þar sem leikhópurinn hefur ekki réttinn að Dýrunum í Hálsaskógi,“ segir hann en Ágústa Skúladóttir mun leikstýra hópnum. Ætlunin er að Lotta verði með vetrarverkefni á hverju ári og taki þá leikrit Lottu í þeirri röð sem þau hafa verið sýnd frá upphafi. Allar leikgerðirnar eru til en líklega munu leikritin eitthvað þróast í meðförum leikhópsins. „Við höldum í það helsta en poppum þetta eitthvað upp. Okkur er nefnilega hjartans mál að fullorðna fólkið fái líka sinn húmor og fyrstu árin vorum við ekki eins þorin og við erum í dag.“
Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Sjá meira