Erlent

Stjórnvöld í Panama slíta tengslin við Taívan

Atli Ísleifsson skrifar
Taipei í Taívan.
Taipei í Taívan. Vísir/Getty
Stjórnvöld í Panama hafa skorið á öll tengsl við Taívan að beiðni Kínverja. Panama og Taívan hafa lengi átt í stjórnmálasambandi en nú hafa Panamabúar ákveðið að rækta tengslin við Kínverja frekar.

Taívan er mikill þyrnir í augum kínverskra stjórnvalda sem viðurkenna ekki tilvist landsins. BBC greinir frá því að Taívanar hafi mótmælt ákvörðun Panamastjórnar harðlega og saka þá um yfirgang.

Flest lönd í heiminum neita að viðurkenna Taívan og hafa Kínverjar unnið markvisst að því að fækka þeim enn frekar.

Í desember fór afríska eyríkið Saó Tóme og Prinsípe sömu leið og Panama fer nú og í dag eiga aðeins um tuttugu ríki í sambandi við Taívan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×