Segir lögreglu hafa boðið ungum manni alla mögulega aðstoð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2017 13:17 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ungum manni, sem færður var í umsjá lögreglunnar á föstudagskvöld grunaður um að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum, hafi verið boðinn matur. Maðurinn hafi afþakkað matinn og óskað eftir því að fá frekar að sofa á meðan beðið væri eftir skilríkjasérfræðingi. Maðurinn kom til landsins á fimmta tímanum, aðfaranótt föstudags. Kviknaði grunur um að hann hefði framvísað fölsuðum skilríkjum og var hann handtekinn af lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Var hann í haldi lögreglu þar til síðdegis og á yfir höfði sér sekt eða tveggja til fjögurra vikna fangelsi. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður mannsins, sagði í samtali við Vísi á föstudagskvöldið telja að lögregla hefði ekki boðið skjólstæðingi hennar um vott og þurrt í rúmar fjórtán klukkustundir, frá því hann var tekinn höndum við komuna til landsins.Kristrún Elsa Harðardóttir, sem gætir hagsmuna mannsins, segir hann hafa verið aðframkominn þegar henni var gert viðvart um mál hans.„Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli? Það vill ég amk ekki og ég vona að fleiri séu sammála mér,“ sagði Kristrún Elsa sem tjáði sig um málið á Facebook. Í svari lögreglustjórans við fyrirspurn Vísis segir: Vegna ummæla Kristrúnar Elsu Harðardóttur hdl. í fjölmiðlum þess efnis að farþegi sem stöðvaður var með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 18. ágúst sl. hafi verið í haldi lögreglu frá því snemma morguns við „ómannúðlegar aðstæður og ekkert fengið að borða á þeim tíma“ vill embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri:Í bókun um málið kemur skýrt fram að þegar umræddur aðili var kominn í umsjá lögreglu í flugstöðinni var hann spurður hvort hann vildi fá eitthvað að borða. Hann kvaðst frekar vilja sofna meðan beðið var eftir skilríkjasérfræðingi. Lögreglumaður sá þá til þess að vel færi um hann og óskaði aðilinn „ekki eftir frekari aðstoð,“ eins og segir í bókuninni. Hann var svo vistaður á lögreglustöð frá kl. 15:30 – 19:03 þann 18. ágúst. Aðilanum var því boðin öll sú aðstoð sem fyrir hendi var meðan hann var í umsjá lögreglu. Tengdar fréttir Fékk hvorki vott né þurrt í 14 klukkustundir Ungur maður sem handtekinn var við millilendingu í Keflavík í nótt fékk hvorki vott né þurrt meðan hann var í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum 18. ágúst 2017 22:14 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ungum manni, sem færður var í umsjá lögreglunnar á föstudagskvöld grunaður um að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum, hafi verið boðinn matur. Maðurinn hafi afþakkað matinn og óskað eftir því að fá frekar að sofa á meðan beðið væri eftir skilríkjasérfræðingi. Maðurinn kom til landsins á fimmta tímanum, aðfaranótt föstudags. Kviknaði grunur um að hann hefði framvísað fölsuðum skilríkjum og var hann handtekinn af lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Var hann í haldi lögreglu þar til síðdegis og á yfir höfði sér sekt eða tveggja til fjögurra vikna fangelsi. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður mannsins, sagði í samtali við Vísi á föstudagskvöldið telja að lögregla hefði ekki boðið skjólstæðingi hennar um vott og þurrt í rúmar fjórtán klukkustundir, frá því hann var tekinn höndum við komuna til landsins.Kristrún Elsa Harðardóttir, sem gætir hagsmuna mannsins, segir hann hafa verið aðframkominn þegar henni var gert viðvart um mál hans.„Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli? Það vill ég amk ekki og ég vona að fleiri séu sammála mér,“ sagði Kristrún Elsa sem tjáði sig um málið á Facebook. Í svari lögreglustjórans við fyrirspurn Vísis segir: Vegna ummæla Kristrúnar Elsu Harðardóttur hdl. í fjölmiðlum þess efnis að farþegi sem stöðvaður var með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 18. ágúst sl. hafi verið í haldi lögreglu frá því snemma morguns við „ómannúðlegar aðstæður og ekkert fengið að borða á þeim tíma“ vill embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri:Í bókun um málið kemur skýrt fram að þegar umræddur aðili var kominn í umsjá lögreglu í flugstöðinni var hann spurður hvort hann vildi fá eitthvað að borða. Hann kvaðst frekar vilja sofna meðan beðið var eftir skilríkjasérfræðingi. Lögreglumaður sá þá til þess að vel færi um hann og óskaði aðilinn „ekki eftir frekari aðstoð,“ eins og segir í bókuninni. Hann var svo vistaður á lögreglustöð frá kl. 15:30 – 19:03 þann 18. ágúst. Aðilanum var því boðin öll sú aðstoð sem fyrir hendi var meðan hann var í umsjá lögreglu.
Tengdar fréttir Fékk hvorki vott né þurrt í 14 klukkustundir Ungur maður sem handtekinn var við millilendingu í Keflavík í nótt fékk hvorki vott né þurrt meðan hann var í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum 18. ágúst 2017 22:14 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Fékk hvorki vott né þurrt í 14 klukkustundir Ungur maður sem handtekinn var við millilendingu í Keflavík í nótt fékk hvorki vott né þurrt meðan hann var í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum 18. ágúst 2017 22:14