Þjófur herjar á rauðu talnalásana í World Class Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 12:45 Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, að starfsfólk hafi fyrst orðið vart við þjófinn fyrir um 10 dögum síðan. Vísir/Samsett mynd Tilkynningar, sem settar höfðu verið upp í líkamsræktarstöð World Class, vöktu nýverið athygli viðskiptavina við mætingu í ræktina. Í tilkynningunum voru tilmæli til ræktargesta um að hætta að nota rauða talnalása sem World Class hefur haft til sölu í útibúum sínum. Undanfarið hafa þjófar, einn eða fleiri, komist upp á lag með að brjóta upp lásana og geta þannig opnað læsta skápa viðskiptavina. Framkvæmdastjóri World Class segir að viðskiptavinum hafi boðist að skipta rauðu World Class-talnalásunum út fyrir nýja lása. Dagur Hjartarson rithöfundur vakti til að mynda athygli á málinu á Twitter-síðu sinni en hann varð sjálfur fyrir barðinu á World Class-þjófi fyrir helgi.Ef þú notar rauðan talnalás keyptan í World Class: Þjófar komnir upp á lagið með að opna þá, sagði mér starfsmaður. Minn hvarf fyrir helgi.— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) August 20, 2017 Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, að starfsfólk hafi fyrst orðið vart við þjófinn fyrir um 10 dögum síðan. „Það voru strax settar upp tilkynningar og fólk varað við að nota þessa lása.“Á tilkynningunum, sem settar voru upp í World Class, má sjá umrædda talnalása, rauða að lit.Bjóða viðskiptavinum upp á aðra lása í staðinnUm 6-10 manns, sem læst höfðu skápum sínum með rauðu lásunum frá World Class, höfðu orðið fyrir barðinu á þjófnum þegar Vísir náði tali af Birni í gær. Ekki er þó vitað hvort að þjófurinn hafi haft einhver verðmæti upp úr krafsinu en í skilmálum World Class segir að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því sem skilið er eftir inni í skápum í búningsklefum.Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.Vísir/GVABjörn segir þessa nýjustu brotahrinu einskorðast við rauðu lásana og því séu þeir ekki lengur til sölu í líkamsræktarstöðvum World Class. „Við tókum þá úr sölu um leið og við heyrðum af þessu. Við höfum boðið okkar viðskiptavinum að skipta þessum lásum út fyrir nýja lása.“Ekki víst hvaða aðferð er notuð við stuldinnBjörn segir lásana líklega vera klippta og þjófarnir taki þá svo með sér eftir að þeir ljúki sér af. Því sé ekki hægt að segja til um hvaða aðferð þjófarnir noti en þetta er í fyrsta skipti sem sérstaklega er herjað á eina tegund lása hjá World Class. „Við höfum ekki orðið vör við þetta áður. Þeir eru keyptir af heildsölunni Tanni ehf, og eru trúlega til víðar en hjá okkur,“ segir Björn. „Við höfum verið að selja nokkra mismunandi lása gegnum tíðina og eru þetta þeir ódýrustu.“Var brotist inn í skápinn þinn í World Class eða hefurðu upplýsingar um slík tilfelli? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Tilkynningar, sem settar höfðu verið upp í líkamsræktarstöð World Class, vöktu nýverið athygli viðskiptavina við mætingu í ræktina. Í tilkynningunum voru tilmæli til ræktargesta um að hætta að nota rauða talnalása sem World Class hefur haft til sölu í útibúum sínum. Undanfarið hafa þjófar, einn eða fleiri, komist upp á lag með að brjóta upp lásana og geta þannig opnað læsta skápa viðskiptavina. Framkvæmdastjóri World Class segir að viðskiptavinum hafi boðist að skipta rauðu World Class-talnalásunum út fyrir nýja lása. Dagur Hjartarson rithöfundur vakti til að mynda athygli á málinu á Twitter-síðu sinni en hann varð sjálfur fyrir barðinu á World Class-þjófi fyrir helgi.Ef þú notar rauðan talnalás keyptan í World Class: Þjófar komnir upp á lagið með að opna þá, sagði mér starfsmaður. Minn hvarf fyrir helgi.— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) August 20, 2017 Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, að starfsfólk hafi fyrst orðið vart við þjófinn fyrir um 10 dögum síðan. „Það voru strax settar upp tilkynningar og fólk varað við að nota þessa lása.“Á tilkynningunum, sem settar voru upp í World Class, má sjá umrædda talnalása, rauða að lit.Bjóða viðskiptavinum upp á aðra lása í staðinnUm 6-10 manns, sem læst höfðu skápum sínum með rauðu lásunum frá World Class, höfðu orðið fyrir barðinu á þjófnum þegar Vísir náði tali af Birni í gær. Ekki er þó vitað hvort að þjófurinn hafi haft einhver verðmæti upp úr krafsinu en í skilmálum World Class segir að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því sem skilið er eftir inni í skápum í búningsklefum.Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.Vísir/GVABjörn segir þessa nýjustu brotahrinu einskorðast við rauðu lásana og því séu þeir ekki lengur til sölu í líkamsræktarstöðvum World Class. „Við tókum þá úr sölu um leið og við heyrðum af þessu. Við höfum boðið okkar viðskiptavinum að skipta þessum lásum út fyrir nýja lása.“Ekki víst hvaða aðferð er notuð við stuldinnBjörn segir lásana líklega vera klippta og þjófarnir taki þá svo með sér eftir að þeir ljúki sér af. Því sé ekki hægt að segja til um hvaða aðferð þjófarnir noti en þetta er í fyrsta skipti sem sérstaklega er herjað á eina tegund lása hjá World Class. „Við höfum ekki orðið vör við þetta áður. Þeir eru keyptir af heildsölunni Tanni ehf, og eru trúlega til víðar en hjá okkur,“ segir Björn. „Við höfum verið að selja nokkra mismunandi lása gegnum tíðina og eru þetta þeir ódýrustu.“Var brotist inn í skápinn þinn í World Class eða hefurðu upplýsingar um slík tilfelli? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira