Þjófur herjar á rauðu talnalásana í World Class Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 12:45 Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, að starfsfólk hafi fyrst orðið vart við þjófinn fyrir um 10 dögum síðan. Vísir/Samsett mynd Tilkynningar, sem settar höfðu verið upp í líkamsræktarstöð World Class, vöktu nýverið athygli viðskiptavina við mætingu í ræktina. Í tilkynningunum voru tilmæli til ræktargesta um að hætta að nota rauða talnalása sem World Class hefur haft til sölu í útibúum sínum. Undanfarið hafa þjófar, einn eða fleiri, komist upp á lag með að brjóta upp lásana og geta þannig opnað læsta skápa viðskiptavina. Framkvæmdastjóri World Class segir að viðskiptavinum hafi boðist að skipta rauðu World Class-talnalásunum út fyrir nýja lása. Dagur Hjartarson rithöfundur vakti til að mynda athygli á málinu á Twitter-síðu sinni en hann varð sjálfur fyrir barðinu á World Class-þjófi fyrir helgi.Ef þú notar rauðan talnalás keyptan í World Class: Þjófar komnir upp á lagið með að opna þá, sagði mér starfsmaður. Minn hvarf fyrir helgi.— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) August 20, 2017 Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, að starfsfólk hafi fyrst orðið vart við þjófinn fyrir um 10 dögum síðan. „Það voru strax settar upp tilkynningar og fólk varað við að nota þessa lása.“Á tilkynningunum, sem settar voru upp í World Class, má sjá umrædda talnalása, rauða að lit.Bjóða viðskiptavinum upp á aðra lása í staðinnUm 6-10 manns, sem læst höfðu skápum sínum með rauðu lásunum frá World Class, höfðu orðið fyrir barðinu á þjófnum þegar Vísir náði tali af Birni í gær. Ekki er þó vitað hvort að þjófurinn hafi haft einhver verðmæti upp úr krafsinu en í skilmálum World Class segir að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því sem skilið er eftir inni í skápum í búningsklefum.Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.Vísir/GVABjörn segir þessa nýjustu brotahrinu einskorðast við rauðu lásana og því séu þeir ekki lengur til sölu í líkamsræktarstöðvum World Class. „Við tókum þá úr sölu um leið og við heyrðum af þessu. Við höfum boðið okkar viðskiptavinum að skipta þessum lásum út fyrir nýja lása.“Ekki víst hvaða aðferð er notuð við stuldinnBjörn segir lásana líklega vera klippta og þjófarnir taki þá svo með sér eftir að þeir ljúki sér af. Því sé ekki hægt að segja til um hvaða aðferð þjófarnir noti en þetta er í fyrsta skipti sem sérstaklega er herjað á eina tegund lása hjá World Class. „Við höfum ekki orðið vör við þetta áður. Þeir eru keyptir af heildsölunni Tanni ehf, og eru trúlega til víðar en hjá okkur,“ segir Björn. „Við höfum verið að selja nokkra mismunandi lása gegnum tíðina og eru þetta þeir ódýrustu.“Var brotist inn í skápinn þinn í World Class eða hefurðu upplýsingar um slík tilfelli? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Tilkynningar, sem settar höfðu verið upp í líkamsræktarstöð World Class, vöktu nýverið athygli viðskiptavina við mætingu í ræktina. Í tilkynningunum voru tilmæli til ræktargesta um að hætta að nota rauða talnalása sem World Class hefur haft til sölu í útibúum sínum. Undanfarið hafa þjófar, einn eða fleiri, komist upp á lag með að brjóta upp lásana og geta þannig opnað læsta skápa viðskiptavina. Framkvæmdastjóri World Class segir að viðskiptavinum hafi boðist að skipta rauðu World Class-talnalásunum út fyrir nýja lása. Dagur Hjartarson rithöfundur vakti til að mynda athygli á málinu á Twitter-síðu sinni en hann varð sjálfur fyrir barðinu á World Class-þjófi fyrir helgi.Ef þú notar rauðan talnalás keyptan í World Class: Þjófar komnir upp á lagið með að opna þá, sagði mér starfsmaður. Minn hvarf fyrir helgi.— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) August 20, 2017 Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, að starfsfólk hafi fyrst orðið vart við þjófinn fyrir um 10 dögum síðan. „Það voru strax settar upp tilkynningar og fólk varað við að nota þessa lása.“Á tilkynningunum, sem settar voru upp í World Class, má sjá umrædda talnalása, rauða að lit.Bjóða viðskiptavinum upp á aðra lása í staðinnUm 6-10 manns, sem læst höfðu skápum sínum með rauðu lásunum frá World Class, höfðu orðið fyrir barðinu á þjófnum þegar Vísir náði tali af Birni í gær. Ekki er þó vitað hvort að þjófurinn hafi haft einhver verðmæti upp úr krafsinu en í skilmálum World Class segir að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því sem skilið er eftir inni í skápum í búningsklefum.Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.Vísir/GVABjörn segir þessa nýjustu brotahrinu einskorðast við rauðu lásana og því séu þeir ekki lengur til sölu í líkamsræktarstöðvum World Class. „Við tókum þá úr sölu um leið og við heyrðum af þessu. Við höfum boðið okkar viðskiptavinum að skipta þessum lásum út fyrir nýja lása.“Ekki víst hvaða aðferð er notuð við stuldinnBjörn segir lásana líklega vera klippta og þjófarnir taki þá svo með sér eftir að þeir ljúki sér af. Því sé ekki hægt að segja til um hvaða aðferð þjófarnir noti en þetta er í fyrsta skipti sem sérstaklega er herjað á eina tegund lása hjá World Class. „Við höfum ekki orðið vör við þetta áður. Þeir eru keyptir af heildsölunni Tanni ehf, og eru trúlega til víðar en hjá okkur,“ segir Björn. „Við höfum verið að selja nokkra mismunandi lása gegnum tíðina og eru þetta þeir ódýrustu.“Var brotist inn í skápinn þinn í World Class eða hefurðu upplýsingar um slík tilfelli? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira