Mikil og ör fjölgun á ungum öryrkjum Kristinn Ingi Jónsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 23. ágúst 2017 07:00 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir áhyggjuefni hve ört ungum karlmönnum á örorku vegna geðraskana hefur fjölgað síðustu ár. Stjórnvöld hafi fyrst og fremst reynt að bregðast við með því að bæta þjónustu í geðheilbrigðiskerfinu, til dæmis með að auka aðgengi að sálfræðingum í heilsugæslu. „Þróunin sýnir okkur að þetta sé vandi sem er því miður að aukast,“ segir ráðherrann. Karlmönnum á aldrinum 20 til 24 ára með örorkumat hefur fjölgað um 37 prósent á síðustu sjö árum, samkvæmt Tryggingastofnun ríkisins. Þeim fækkar á milli ára sem eru á örorku vegna stoðkerfissjúkdóma, en þeim sem eru á örorku vegna geðraskana hefur hins vegar fjölgað um 13,4 prósent á síðustu sex árum. Óttarr segir það forgangsmál í heilbrigðisráðuneytinu að bregðast við. Hann bendir á að Alþingi hafi samþykkt í fyrra geðheilbrigðisáætlun sem stjórnvöld vinni eftir. „Og það er ánægjulegt að okkur er að takast að auka þjónustu hraðar en gert var ráð fyrir. Við stefnum að því að gera betur.“ Auk þess hafi verið sett á fót geðheilbrigðisteymi í Breiðholti og austurhluta borgarinnar til að bæta þjónustuna. Óttarr segir stefnt að því að setja á fót fleiri slík teymi í vesturhluta borgarinnar sem og í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Sú vinna hefjist strax á næsta ári. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsVísir/AntonFjöldi öryrkja á Íslandi er 18.787 á þessu ári og um er að ræða fjölgun milli ára, en í fyrra nam fjöldinn 18.487. Frá árinu 2011 hefur þeim sem eru með 75 prósent örorku- og endurhæfingarmat fjölgað úr 16.235 í 18.787 eða um 15,7 prósent samkvæmt tölum Tryggingastofnunar ríkisins. Mönnum á aldrinum 20 til 24 ára sem eru með örorkumat hefur sérstaklega fjölgað undanfarið, eða um 37 prósent á síðustu sjö árum. Enn er staðan sú að konur með örorkumat eru fleiri en karlar og hafa verið það síðan árið 2000. Breyting virðist þó vera að verða á orsök örorku. Á tímabilinu hefur þeim sem þiggja örorku vegna geðraskana fjölgað töluvert, eða úr 2.806 í 3.182, sem er 13,4 prósenta aukning. Á sama tíma hefur þeim sem þiggja örorku vegna stoðkerfissjúkdóma fjölgað úr 1.393 í 1.491, eða um sjö prósent. Einnig virðist breyting vera að verða á örorkuþegum eftir aldri. Ungu fólki á örorku hefur hlutfallslega fjölgað mun meira en heildarfjölda öryrkja. Ungu fólki á aldrinum 20 til 24 ára sem þiggur örorku hefur fjölgað úr 752 í 957, eða um 27,3 prósent, á síðustu sex árum. Einnig hefur fjölgað í aldurshópnum 25 til 29 ára úr 1.005 í 1.186, eða um 18 prósent. Fækkað hefur í hópnum 45 til 49 ára á tímabilinu og fjölgað hlutfallslega minna í mörgum af eldri hópunum. Einkum fjölgar ungum mönnum sem þiggja örorku og hefur hlutfall karla af öryrkjum á aldrinum 20 til 24 ára verið hærra en hlutfall kvenna frá árinu 2010. Karlar á aldrinum 20 til 24 ára eru 54 prósent örorkuþega á þessu ári. Þeim hefur fjölgað um 37 prósent frá árinu 2010 en konum hefur fjölgað um 20 prósent. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), telur stöðuna í mennta- og geðheilbrigðiskerfinu spila inn í hve ungum mönnum á örorku fjölgar. „Fjölgun örorkulífeyrisþega er engum í hag. Það er baráttumál Öryrkjabandalagsins að þær grunnstoðir í samfélaginu sem helst geta komið í veg fyrir örorku séu styrktar. Það er gríðarlega mikilvægt að félagslega kerfið, heilbrigðiskerfið, og menntakerfið tali saman,“ segir Ellen. „Það að við séum að sjá fjölgun hjá ungum mönnum, þar held ég að menntakerfið og geðheilbrigðiskerfið spili eitthvað inn í. Það kostar til dæmis mikið að fara til sálfræðings,“ segir Ellen. Hún telur einnig að skólakerfið henti ekki alltaf drengjum. „Það þarf svolítið að huga að því líka. Það er verið að tala um skóla án aðgreiningar. Það er mikilvægt að hér séu starfandi þannig skólar en til þess þarf skólaskipulagið fjármagn og fjölbreyttari þverfagleg teymi starfandi innan veggja skólanna. Það er því miður ekki reyndin, að minnsta kosti í íslenskum grunnskólum í dag,“ segir Ellen. „Við erum með meira brottfall hér en gerist í framhaldsskólum á öðrum Norðurlöndum. Ég held að almennt þurfi snemmtækari íhlutun,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir áhyggjuefni hve ört ungum karlmönnum á örorku vegna geðraskana hefur fjölgað síðustu ár. Stjórnvöld hafi fyrst og fremst reynt að bregðast við með því að bæta þjónustu í geðheilbrigðiskerfinu, til dæmis með að auka aðgengi að sálfræðingum í heilsugæslu. „Þróunin sýnir okkur að þetta sé vandi sem er því miður að aukast,“ segir ráðherrann. Karlmönnum á aldrinum 20 til 24 ára með örorkumat hefur fjölgað um 37 prósent á síðustu sjö árum, samkvæmt Tryggingastofnun ríkisins. Þeim fækkar á milli ára sem eru á örorku vegna stoðkerfissjúkdóma, en þeim sem eru á örorku vegna geðraskana hefur hins vegar fjölgað um 13,4 prósent á síðustu sex árum. Óttarr segir það forgangsmál í heilbrigðisráðuneytinu að bregðast við. Hann bendir á að Alþingi hafi samþykkt í fyrra geðheilbrigðisáætlun sem stjórnvöld vinni eftir. „Og það er ánægjulegt að okkur er að takast að auka þjónustu hraðar en gert var ráð fyrir. Við stefnum að því að gera betur.“ Auk þess hafi verið sett á fót geðheilbrigðisteymi í Breiðholti og austurhluta borgarinnar til að bæta þjónustuna. Óttarr segir stefnt að því að setja á fót fleiri slík teymi í vesturhluta borgarinnar sem og í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Sú vinna hefjist strax á næsta ári. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsVísir/AntonFjöldi öryrkja á Íslandi er 18.787 á þessu ári og um er að ræða fjölgun milli ára, en í fyrra nam fjöldinn 18.487. Frá árinu 2011 hefur þeim sem eru með 75 prósent örorku- og endurhæfingarmat fjölgað úr 16.235 í 18.787 eða um 15,7 prósent samkvæmt tölum Tryggingastofnunar ríkisins. Mönnum á aldrinum 20 til 24 ára sem eru með örorkumat hefur sérstaklega fjölgað undanfarið, eða um 37 prósent á síðustu sjö árum. Enn er staðan sú að konur með örorkumat eru fleiri en karlar og hafa verið það síðan árið 2000. Breyting virðist þó vera að verða á orsök örorku. Á tímabilinu hefur þeim sem þiggja örorku vegna geðraskana fjölgað töluvert, eða úr 2.806 í 3.182, sem er 13,4 prósenta aukning. Á sama tíma hefur þeim sem þiggja örorku vegna stoðkerfissjúkdóma fjölgað úr 1.393 í 1.491, eða um sjö prósent. Einnig virðist breyting vera að verða á örorkuþegum eftir aldri. Ungu fólki á örorku hefur hlutfallslega fjölgað mun meira en heildarfjölda öryrkja. Ungu fólki á aldrinum 20 til 24 ára sem þiggur örorku hefur fjölgað úr 752 í 957, eða um 27,3 prósent, á síðustu sex árum. Einnig hefur fjölgað í aldurshópnum 25 til 29 ára úr 1.005 í 1.186, eða um 18 prósent. Fækkað hefur í hópnum 45 til 49 ára á tímabilinu og fjölgað hlutfallslega minna í mörgum af eldri hópunum. Einkum fjölgar ungum mönnum sem þiggja örorku og hefur hlutfall karla af öryrkjum á aldrinum 20 til 24 ára verið hærra en hlutfall kvenna frá árinu 2010. Karlar á aldrinum 20 til 24 ára eru 54 prósent örorkuþega á þessu ári. Þeim hefur fjölgað um 37 prósent frá árinu 2010 en konum hefur fjölgað um 20 prósent. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ), telur stöðuna í mennta- og geðheilbrigðiskerfinu spila inn í hve ungum mönnum á örorku fjölgar. „Fjölgun örorkulífeyrisþega er engum í hag. Það er baráttumál Öryrkjabandalagsins að þær grunnstoðir í samfélaginu sem helst geta komið í veg fyrir örorku séu styrktar. Það er gríðarlega mikilvægt að félagslega kerfið, heilbrigðiskerfið, og menntakerfið tali saman,“ segir Ellen. „Það að við séum að sjá fjölgun hjá ungum mönnum, þar held ég að menntakerfið og geðheilbrigðiskerfið spili eitthvað inn í. Það kostar til dæmis mikið að fara til sálfræðings,“ segir Ellen. Hún telur einnig að skólakerfið henti ekki alltaf drengjum. „Það þarf svolítið að huga að því líka. Það er verið að tala um skóla án aðgreiningar. Það er mikilvægt að hér séu starfandi þannig skólar en til þess þarf skólaskipulagið fjármagn og fjölbreyttari þverfagleg teymi starfandi innan veggja skólanna. Það er því miður ekki reyndin, að minnsta kosti í íslenskum grunnskólum í dag,“ segir Ellen. „Við erum með meira brottfall hér en gerist í framhaldsskólum á öðrum Norðurlöndum. Ég held að almennt þurfi snemmtækari íhlutun,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira