Hverfisbúðin er andstæðan við stórmarkaði Guðný Hrönn skrifar 24. ágúst 2017 08:45 Davíð Þór Rúnarsson og Andrea Bergsdóttir standa vaktina í Hverfisbúðinni. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er verslun sem er rekin án allrar þessarar gróðafíknar sem einkennt hefur verslunarbransann hérlendis,“ segir Davíð Þór Rúnarsson, sem var að opna nýja hverfisverslun í Grafarvogi ásamt kærustu sinni, Andreu Bergsdóttur. Búðin heitir Hverfisbúðin, staðsett í Hverafold 3 og í henni er lögð áhersla á persónulega þjónustu og sanngjarnt verð. „Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í þrjú ár því mér hefur fundist vanta upp á þjónustustig í verslunum í dag,“ svarar Davíð spurður út í hvernig það kemur til að þau Andrea fóru út í verslunarrekstur. „Þetta er afturhvarf til fortíðar hvað varðar þjónustu, samskipti og annað. Mér finnst verslanir í dag leiðinlegar, fólk kvíðir bara þeim degi sem það þarf að fara að kaupa inn fyrir fjölskylduna. Það keyrir í umferðinni, fer inn í súpermarkað, ráfar þar á milli himinhárra rekka eins og villuráfandi sauðir. Það vantar alla upplifun í þetta, þetta er bara leiðinlegt og fólk verður stressað,“ segir Davíð sem lagði áherslu á að skapa notalegt umhverfi sem býður upp á allt aðra upplifun heldur en stórar matvöruverslanir. Davíð er ósáttur við þá stemningu sem hefur ríkt á markaðnum undanfarin ár.„Mér finnst íslenskir kaupmenn hafa verið að taka landsmenn í rassgatið. Ég sá það strax að ef ég myndi opna búð á þeim kjörum sem ég gat fengið, sem voru svo sannarlega ekki á pari við Bónus eða Krónuna til dæmis, gæti ég samt farið að keppa við Krónuna í verði. Svo kemur Costco inn á markaðinn og þá breyttist allt, þá fara allir að vanda sig voðalega mikið og þá sést hvað hefur í rauninni verið í gangi.“ Davíð segist hafa orðið var við það að fólk saknar þess að fá persónulega þjónustu þegar það kaupir inn fyrir heimilið. „Við t.d. röðum í poka fyrir viðskiptavini og gefum umhverfisvæna poka. Við ætlum ekkert að tvírukka kúnnann og reyna að búa til endalausan „business“, ekki nóg með að búðareigendur séu að selja kúnnanum matvörur þá er líka verið að fara út í pokabransa,“ segir Davíð, sem vinnur sjálfur á kassanum ásamt Andreu og fleira fólki. Aðspurður hvernig honum líður í þessu starfi, hvort hann hafi alltaf dreymt um að verða búðarmaður, þá skellir hann upp úr. „Ég get ekki sagt það. En mér finnst gaman að gera eitthvað nýtt og hef verið að fylgjast með þessum bransa á Íslandi. Ég fékk bara vont bragð í munninn þegar ég sá hvað var í gangi og mig langaði að sjá hvort ég gæti ekki gert þetta betur,“ útskýrir Davíð.Kúnnarnir móta verslunina Davíð segir rekstur Hverfisbúðarinnar fara vel af stað og fólkið í hverfinu virðist vera hrifið. „Við opnuðum dyrnar á föstudaginn seinasta með hálffulla búð. Við viljum nefnilega nýta þessa fyrstu viku í að bjóða fólki í heimsókn og fá það til að segja okkur hvað það vill hafa í búðinni sinni. Fólkið í hverfinu fær sem sagt tækifæri til að skapa sína hverfisbúð með okkur.“ „Þetta byrjaði með góðum reytingi og það hefur bara verið örtröð síðan þá. Það er greinilegt að fólki ofbýður það sem þessar tröllskessur sem hafa einokað markaðinn í gegnum tíðina eru búnar að vera að bjóða upp á, fólk fagnar nýjungum,“ segir Davíð spurður út í hvernig fyrstu dagarnir hafa verið. Að lokum, spurður út í verðlagið í Hverfisbúðinni, segir Davíð: „Ég get ekki keppt við stóru verslanirnar en þeir geta heldur ekki keppt við okkur og þjónustustigið sem við bjóðum upp á. Ég ákvað að vera betri í því og sanngjarnari í vöruverði heldur en þeir hafa verið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
„Þetta er verslun sem er rekin án allrar þessarar gróðafíknar sem einkennt hefur verslunarbransann hérlendis,“ segir Davíð Þór Rúnarsson, sem var að opna nýja hverfisverslun í Grafarvogi ásamt kærustu sinni, Andreu Bergsdóttur. Búðin heitir Hverfisbúðin, staðsett í Hverafold 3 og í henni er lögð áhersla á persónulega þjónustu og sanngjarnt verð. „Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í þrjú ár því mér hefur fundist vanta upp á þjónustustig í verslunum í dag,“ svarar Davíð spurður út í hvernig það kemur til að þau Andrea fóru út í verslunarrekstur. „Þetta er afturhvarf til fortíðar hvað varðar þjónustu, samskipti og annað. Mér finnst verslanir í dag leiðinlegar, fólk kvíðir bara þeim degi sem það þarf að fara að kaupa inn fyrir fjölskylduna. Það keyrir í umferðinni, fer inn í súpermarkað, ráfar þar á milli himinhárra rekka eins og villuráfandi sauðir. Það vantar alla upplifun í þetta, þetta er bara leiðinlegt og fólk verður stressað,“ segir Davíð sem lagði áherslu á að skapa notalegt umhverfi sem býður upp á allt aðra upplifun heldur en stórar matvöruverslanir. Davíð er ósáttur við þá stemningu sem hefur ríkt á markaðnum undanfarin ár.„Mér finnst íslenskir kaupmenn hafa verið að taka landsmenn í rassgatið. Ég sá það strax að ef ég myndi opna búð á þeim kjörum sem ég gat fengið, sem voru svo sannarlega ekki á pari við Bónus eða Krónuna til dæmis, gæti ég samt farið að keppa við Krónuna í verði. Svo kemur Costco inn á markaðinn og þá breyttist allt, þá fara allir að vanda sig voðalega mikið og þá sést hvað hefur í rauninni verið í gangi.“ Davíð segist hafa orðið var við það að fólk saknar þess að fá persónulega þjónustu þegar það kaupir inn fyrir heimilið. „Við t.d. röðum í poka fyrir viðskiptavini og gefum umhverfisvæna poka. Við ætlum ekkert að tvírukka kúnnann og reyna að búa til endalausan „business“, ekki nóg með að búðareigendur séu að selja kúnnanum matvörur þá er líka verið að fara út í pokabransa,“ segir Davíð, sem vinnur sjálfur á kassanum ásamt Andreu og fleira fólki. Aðspurður hvernig honum líður í þessu starfi, hvort hann hafi alltaf dreymt um að verða búðarmaður, þá skellir hann upp úr. „Ég get ekki sagt það. En mér finnst gaman að gera eitthvað nýtt og hef verið að fylgjast með þessum bransa á Íslandi. Ég fékk bara vont bragð í munninn þegar ég sá hvað var í gangi og mig langaði að sjá hvort ég gæti ekki gert þetta betur,“ útskýrir Davíð.Kúnnarnir móta verslunina Davíð segir rekstur Hverfisbúðarinnar fara vel af stað og fólkið í hverfinu virðist vera hrifið. „Við opnuðum dyrnar á föstudaginn seinasta með hálffulla búð. Við viljum nefnilega nýta þessa fyrstu viku í að bjóða fólki í heimsókn og fá það til að segja okkur hvað það vill hafa í búðinni sinni. Fólkið í hverfinu fær sem sagt tækifæri til að skapa sína hverfisbúð með okkur.“ „Þetta byrjaði með góðum reytingi og það hefur bara verið örtröð síðan þá. Það er greinilegt að fólki ofbýður það sem þessar tröllskessur sem hafa einokað markaðinn í gegnum tíðina eru búnar að vera að bjóða upp á, fólk fagnar nýjungum,“ segir Davíð spurður út í hvernig fyrstu dagarnir hafa verið. Að lokum, spurður út í verðlagið í Hverfisbúðinni, segir Davíð: „Ég get ekki keppt við stóru verslanirnar en þeir geta heldur ekki keppt við okkur og þjónustustigið sem við bjóðum upp á. Ég ákvað að vera betri í því og sanngjarnari í vöruverði heldur en þeir hafa verið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”