Spornað gegn beinþynningu Vera Einarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 10:30 Eftir tíðahvörf hjá konum minnkar styrkur estrogens sem hefur áhrif á beinmyndun. Þá er sérstaklega mikilvægt að huga að mataræði og hreyfingu. Halldóra kennir réttu tökin. MYND/ANTON Þriðja hver kona fyrir fimmtugt og önnur hver kona eftir fimmtugt er í hættu á að brotna af völdum beinþynningar. Algengustu brotin eru framhandleggsbrot, samfallsbrot í hrygg og mjaðmabrot. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar. Það er marg hægt að gera til varnar. Í uppvextinum eru beinin að stækka og þéttast. Um 20-25 ára aldurinn næst hámarksbeinþéttni en það er arfbundið hver hámarksbeinþéttni hvers og eins getur orðið. "Börn og ungmenni sem hreyfa sig lítið og borða næringarsnauðan mat ná ekki mögulegri hámarksþéttni og geta áhrif þess kopmið fram síðar á ævinni. Fræðslan þarf því að fara fram frá vöggu til grafar," segir Halldóra Björnsdóttir íþróttakennari, útvarpsleikfimistjórnandi og framkvæmdastjóri Beinverndar en hún mun annast fræðslu á námskeiðinu Styrkjum beinin sem Sótún heima býður upp á í haust. Námskeiðið er hugsað fyrir konur með beinþynningu en konur eru þar í mun meiri áhættu en karlar.Karlar geta líka fengið beinþynningu. Það gerist þó yfirleitt seinna hjá þeim en konum. Hreyfing örvar beinmyndun.Að sögn Halldóru helst beinþéttni kvenna nokkuð jöfn fram að tíðahvörfum, ef allt er eðlilegt. Þá minnkar styrkur estrogens sem hefur áhrif á beinmyndun. „Fyrsta áratuginn eftir tíðahvörf verður því yfirleitt mikið beintap hjá konum. Þessi ár er því sérstaklega mikilvægt að huga að næringu, hreyfingu, vítamíninntöku og byltuvörnum en allt dregur það úr líkum á beinbrotum.“ Aðspurð segir Halldóra karla líka verða fyrir beintapi en að það gerist síðar á ævinni. Á milli sextugs og sjötugs er beintap hjá kynjunum hins vegar orðið það sama og þá geta karlar líka fengið beinþynningu. Hjá þeim er það þó oftar en ekki arfbundið eða tengt undirliggjandi sjúkdómum. En hvað er hægt að gera til að sporna gegn beinþynningu? „Við tölum um svokallaða beinaþrennu sem samanstendur af hreyfingu, kalki og D-vítamíni. Flestir fá nægt kalk úr fæðunni en líkaminn getur ekki nýtt það án hjálpar D-vítamíns. Líkaminn framleiðir það með hjálp sólar en hennar nýtur ekki nægilega við hér á landi auk þess sem fæðutegundir sem innihalda D-vítamín eru af skornum skammti. Flestir þurfa því D-vítamín í formi bætiefnis.“ Halldóra segir líkamsþjálfun ekki síður mikilvæga. „Það er sterk fylgni á milli stæltra vöðva og sterkra beina. Ef beinin eru ekki notuð rýrna þau eins og vöðvarnir. Hreyfing leiðir aftur á móti til þess að beinmyndun örvast.“ Halldóra segir líka mikilvægt að huga að almennu fjölbreyttu fæði. „Eldra fólk þarf sérstaklega að huga að því að fá nægt prótín en þegar fólk eldist hefur það ekki alltaf burði til að elda prótínríkar máltíðir. Þá er hætt við því að vöðvarnir rýrni sem dregur úr jafnvægi og styrk og eykur hættu á byltum og beinbrotum.“ Halldóra segir aldrei of seint að grípa til aðgerða gegn beinþynningu en þeir sem greinast fá lyf sem draga úr beintapi og hjálpa til við nýmyndun á beinvef. Flestir þurfa að taka þau í 3-5 ár samhliða því að huga að fyrrnefndri beinaþrennu. Sé beinþynning til staðar eykst hætta á beinbrotum en þau geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þegar fólk er komið á efri ár. „Einn af hverjum fjórum eða fimm sem mjaðmabrotnar er látinn innan árs. Á því eru ýmsar skýringar en aðgerðin, sjúkrahúslegan, hreyfingarleysið og lystarleysið sem fylgir spilar allt inn í,“ segir Halldóra. Tveir af hverjum fjórum eða fimm fara svo upp á næsta þjónustustig. „Fara til dæmis úr því að vera sjálfstæðir heima í að þurfa heimahjúkrun eða úr heimahjúkrun á hjúkrunarheimili. Einn af hverjum fjórum til fimm nær svo fullri heilsu,“ upplýsir Halldóra. Hún segir aldrei hægt að komast hjá öllum beinbrotum en að til mikils sé að vinna fyrir bæði einstaklinga og samfélag að draga úr þeim. Halldóra hvetur fólk til að afla sér upplýsinga á beinvernd.is en þar er meðal annars að finna yfirlit yfir kalkríkar fæðutegundir, uppskriftir og ýmiss konar fræðsluefni. Sömuleiðis áhættupróf og áhættureikni. Á námskeiðinu Styrkjum beinin verða kenndar styrktar- og jafnvægisæfingar auk þess sem boðið verður upp á fræðslu. Námskeiðið hefst 5. september. Nánari upplýsingar er að finna á soltunheima.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Þriðja hver kona fyrir fimmtugt og önnur hver kona eftir fimmtugt er í hættu á að brotna af völdum beinþynningar. Algengustu brotin eru framhandleggsbrot, samfallsbrot í hrygg og mjaðmabrot. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar. Það er marg hægt að gera til varnar. Í uppvextinum eru beinin að stækka og þéttast. Um 20-25 ára aldurinn næst hámarksbeinþéttni en það er arfbundið hver hámarksbeinþéttni hvers og eins getur orðið. "Börn og ungmenni sem hreyfa sig lítið og borða næringarsnauðan mat ná ekki mögulegri hámarksþéttni og geta áhrif þess kopmið fram síðar á ævinni. Fræðslan þarf því að fara fram frá vöggu til grafar," segir Halldóra Björnsdóttir íþróttakennari, útvarpsleikfimistjórnandi og framkvæmdastjóri Beinverndar en hún mun annast fræðslu á námskeiðinu Styrkjum beinin sem Sótún heima býður upp á í haust. Námskeiðið er hugsað fyrir konur með beinþynningu en konur eru þar í mun meiri áhættu en karlar.Karlar geta líka fengið beinþynningu. Það gerist þó yfirleitt seinna hjá þeim en konum. Hreyfing örvar beinmyndun.Að sögn Halldóru helst beinþéttni kvenna nokkuð jöfn fram að tíðahvörfum, ef allt er eðlilegt. Þá minnkar styrkur estrogens sem hefur áhrif á beinmyndun. „Fyrsta áratuginn eftir tíðahvörf verður því yfirleitt mikið beintap hjá konum. Þessi ár er því sérstaklega mikilvægt að huga að næringu, hreyfingu, vítamíninntöku og byltuvörnum en allt dregur það úr líkum á beinbrotum.“ Aðspurð segir Halldóra karla líka verða fyrir beintapi en að það gerist síðar á ævinni. Á milli sextugs og sjötugs er beintap hjá kynjunum hins vegar orðið það sama og þá geta karlar líka fengið beinþynningu. Hjá þeim er það þó oftar en ekki arfbundið eða tengt undirliggjandi sjúkdómum. En hvað er hægt að gera til að sporna gegn beinþynningu? „Við tölum um svokallaða beinaþrennu sem samanstendur af hreyfingu, kalki og D-vítamíni. Flestir fá nægt kalk úr fæðunni en líkaminn getur ekki nýtt það án hjálpar D-vítamíns. Líkaminn framleiðir það með hjálp sólar en hennar nýtur ekki nægilega við hér á landi auk þess sem fæðutegundir sem innihalda D-vítamín eru af skornum skammti. Flestir þurfa því D-vítamín í formi bætiefnis.“ Halldóra segir líkamsþjálfun ekki síður mikilvæga. „Það er sterk fylgni á milli stæltra vöðva og sterkra beina. Ef beinin eru ekki notuð rýrna þau eins og vöðvarnir. Hreyfing leiðir aftur á móti til þess að beinmyndun örvast.“ Halldóra segir líka mikilvægt að huga að almennu fjölbreyttu fæði. „Eldra fólk þarf sérstaklega að huga að því að fá nægt prótín en þegar fólk eldist hefur það ekki alltaf burði til að elda prótínríkar máltíðir. Þá er hætt við því að vöðvarnir rýrni sem dregur úr jafnvægi og styrk og eykur hættu á byltum og beinbrotum.“ Halldóra segir aldrei of seint að grípa til aðgerða gegn beinþynningu en þeir sem greinast fá lyf sem draga úr beintapi og hjálpa til við nýmyndun á beinvef. Flestir þurfa að taka þau í 3-5 ár samhliða því að huga að fyrrnefndri beinaþrennu. Sé beinþynning til staðar eykst hætta á beinbrotum en þau geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér þegar fólk er komið á efri ár. „Einn af hverjum fjórum eða fimm sem mjaðmabrotnar er látinn innan árs. Á því eru ýmsar skýringar en aðgerðin, sjúkrahúslegan, hreyfingarleysið og lystarleysið sem fylgir spilar allt inn í,“ segir Halldóra. Tveir af hverjum fjórum eða fimm fara svo upp á næsta þjónustustig. „Fara til dæmis úr því að vera sjálfstæðir heima í að þurfa heimahjúkrun eða úr heimahjúkrun á hjúkrunarheimili. Einn af hverjum fjórum til fimm nær svo fullri heilsu,“ upplýsir Halldóra. Hún segir aldrei hægt að komast hjá öllum beinbrotum en að til mikils sé að vinna fyrir bæði einstaklinga og samfélag að draga úr þeim. Halldóra hvetur fólk til að afla sér upplýsinga á beinvernd.is en þar er meðal annars að finna yfirlit yfir kalkríkar fæðutegundir, uppskriftir og ýmiss konar fræðsluefni. Sömuleiðis áhættupróf og áhættureikni. Á námskeiðinu Styrkjum beinin verða kenndar styrktar- og jafnvægisæfingar auk þess sem boðið verður upp á fræðslu. Námskeiðið hefst 5. september. Nánari upplýsingar er að finna á soltunheima.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira