Slökkvilið kom átta ára læðu til bjargar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 15:30 Kisimús með bjargvættunum sínum Vísir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að bjarga ketti úr tré í smáíbúðahverfinu á öðrum tímanum í dag. Að sögn eiganda kattarins, sem er átta ára gömul og lítil læða að nafni Kismús, hafði kötturinn klifrað upp í tréð einhvern tímann aðfararnótt fimmtudags og komst ekki niður aftur. „Hún fer oft upp í trén í garðinum til að elta fugla, en hefur yfirleitt ekki reynt við aspirnar í garði nágrannans. Enda eru þær erfiðari, jafnvel fyrir vana klifurketti. Núna hafði henni tekist að klifra upp í gamla og feikiháa ösp sem stendur í garði nágrannans. Allar neðstu greinarnar hafa verið sagaðar af trénu, svo neðstu sex metrarnir eru strípaður og mosavaxinn trjástofn. Hvernig kettinum tókst að klifra upp, hef ég ekki hugmynd um. En þegar hann er kominn upp er engin leið fyrir hann að komast aftur niður með góðu móti,“ segir eigandinn Magnús Helgason.VísirVel heppnaður björgunarleiðangur „Við ákváðum að gefa henni tíma til að koma sér niður sjálfri, en í staðinn klifraði hún bara hærra upp í tréð. Hún var komin í átta til tíu metra hæð í nótt og sat bara sem fastast.“ Magnús hringdi í Slökkviliðið í Reykjavík sem hafði í nógu öðru að snúast í morgun, en lofaði að senda körfubíl á staðinn þegar tóm gæfist. Bíllinn mætti um klukkan hálf tvö. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sagði að slökkviliðið fengi alltaf reglulega svona útköll, þó þau væru nú ekki daglegt brauð. „Þeir koma sér yfirleitt niður sjálfir, eða hlaupa af stað þegar við nálgumst,“ sagði hann í samtali við Vísi. Kismús sat hins vegar sem fastast og leyfði slökkviliðsmönnunum að taka sig niður úr greininni. Hún hélt sér fast í bjargvætti sína og hljóp heim til sín um leið og hún komst niður á jörð.VísirAri sagðist hafa farið í nokkur svona útköll, en lengra væri síðan aðrir í áhöfn bílsins hefðu verið sendir í kattabjörgun. „Það er gott fyrir strákana að fá æfingu í þessu,“ sagði Ari en kollegar hans Jónas, Steinþór Darri og Svavar komu einnig að björguninni. „Þetta var vel heppnaður björgunarleiðangur,“ sagði Ari að lokum um leið og hann stökk upp í bílinn og keyrði af stað í næsta verkefni. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að bjarga ketti úr tré í smáíbúðahverfinu á öðrum tímanum í dag. Að sögn eiganda kattarins, sem er átta ára gömul og lítil læða að nafni Kismús, hafði kötturinn klifrað upp í tréð einhvern tímann aðfararnótt fimmtudags og komst ekki niður aftur. „Hún fer oft upp í trén í garðinum til að elta fugla, en hefur yfirleitt ekki reynt við aspirnar í garði nágrannans. Enda eru þær erfiðari, jafnvel fyrir vana klifurketti. Núna hafði henni tekist að klifra upp í gamla og feikiháa ösp sem stendur í garði nágrannans. Allar neðstu greinarnar hafa verið sagaðar af trénu, svo neðstu sex metrarnir eru strípaður og mosavaxinn trjástofn. Hvernig kettinum tókst að klifra upp, hef ég ekki hugmynd um. En þegar hann er kominn upp er engin leið fyrir hann að komast aftur niður með góðu móti,“ segir eigandinn Magnús Helgason.VísirVel heppnaður björgunarleiðangur „Við ákváðum að gefa henni tíma til að koma sér niður sjálfri, en í staðinn klifraði hún bara hærra upp í tréð. Hún var komin í átta til tíu metra hæð í nótt og sat bara sem fastast.“ Magnús hringdi í Slökkviliðið í Reykjavík sem hafði í nógu öðru að snúast í morgun, en lofaði að senda körfubíl á staðinn þegar tóm gæfist. Bíllinn mætti um klukkan hálf tvö. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sagði að slökkviliðið fengi alltaf reglulega svona útköll, þó þau væru nú ekki daglegt brauð. „Þeir koma sér yfirleitt niður sjálfir, eða hlaupa af stað þegar við nálgumst,“ sagði hann í samtali við Vísi. Kismús sat hins vegar sem fastast og leyfði slökkviliðsmönnunum að taka sig niður úr greininni. Hún hélt sér fast í bjargvætti sína og hljóp heim til sín um leið og hún komst niður á jörð.VísirAri sagðist hafa farið í nokkur svona útköll, en lengra væri síðan aðrir í áhöfn bílsins hefðu verið sendir í kattabjörgun. „Það er gott fyrir strákana að fá æfingu í þessu,“ sagði Ari en kollegar hans Jónas, Steinþór Darri og Svavar komu einnig að björguninni. „Þetta var vel heppnaður björgunarleiðangur,“ sagði Ari að lokum um leið og hann stökk upp í bílinn og keyrði af stað í næsta verkefni.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira