Slökkvilið kom átta ára læðu til bjargar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 15:30 Kisimús með bjargvættunum sínum Vísir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að bjarga ketti úr tré í smáíbúðahverfinu á öðrum tímanum í dag. Að sögn eiganda kattarins, sem er átta ára gömul og lítil læða að nafni Kismús, hafði kötturinn klifrað upp í tréð einhvern tímann aðfararnótt fimmtudags og komst ekki niður aftur. „Hún fer oft upp í trén í garðinum til að elta fugla, en hefur yfirleitt ekki reynt við aspirnar í garði nágrannans. Enda eru þær erfiðari, jafnvel fyrir vana klifurketti. Núna hafði henni tekist að klifra upp í gamla og feikiháa ösp sem stendur í garði nágrannans. Allar neðstu greinarnar hafa verið sagaðar af trénu, svo neðstu sex metrarnir eru strípaður og mosavaxinn trjástofn. Hvernig kettinum tókst að klifra upp, hef ég ekki hugmynd um. En þegar hann er kominn upp er engin leið fyrir hann að komast aftur niður með góðu móti,“ segir eigandinn Magnús Helgason.VísirVel heppnaður björgunarleiðangur „Við ákváðum að gefa henni tíma til að koma sér niður sjálfri, en í staðinn klifraði hún bara hærra upp í tréð. Hún var komin í átta til tíu metra hæð í nótt og sat bara sem fastast.“ Magnús hringdi í Slökkviliðið í Reykjavík sem hafði í nógu öðru að snúast í morgun, en lofaði að senda körfubíl á staðinn þegar tóm gæfist. Bíllinn mætti um klukkan hálf tvö. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sagði að slökkviliðið fengi alltaf reglulega svona útköll, þó þau væru nú ekki daglegt brauð. „Þeir koma sér yfirleitt niður sjálfir, eða hlaupa af stað þegar við nálgumst,“ sagði hann í samtali við Vísi. Kismús sat hins vegar sem fastast og leyfði slökkviliðsmönnunum að taka sig niður úr greininni. Hún hélt sér fast í bjargvætti sína og hljóp heim til sín um leið og hún komst niður á jörð.VísirAri sagðist hafa farið í nokkur svona útköll, en lengra væri síðan aðrir í áhöfn bílsins hefðu verið sendir í kattabjörgun. „Það er gott fyrir strákana að fá æfingu í þessu,“ sagði Ari en kollegar hans Jónas, Steinþór Darri og Svavar komu einnig að björguninni. „Þetta var vel heppnaður björgunarleiðangur,“ sagði Ari að lokum um leið og hann stökk upp í bílinn og keyrði af stað í næsta verkefni. Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að bjarga ketti úr tré í smáíbúðahverfinu á öðrum tímanum í dag. Að sögn eiganda kattarins, sem er átta ára gömul og lítil læða að nafni Kismús, hafði kötturinn klifrað upp í tréð einhvern tímann aðfararnótt fimmtudags og komst ekki niður aftur. „Hún fer oft upp í trén í garðinum til að elta fugla, en hefur yfirleitt ekki reynt við aspirnar í garði nágrannans. Enda eru þær erfiðari, jafnvel fyrir vana klifurketti. Núna hafði henni tekist að klifra upp í gamla og feikiháa ösp sem stendur í garði nágrannans. Allar neðstu greinarnar hafa verið sagaðar af trénu, svo neðstu sex metrarnir eru strípaður og mosavaxinn trjástofn. Hvernig kettinum tókst að klifra upp, hef ég ekki hugmynd um. En þegar hann er kominn upp er engin leið fyrir hann að komast aftur niður með góðu móti,“ segir eigandinn Magnús Helgason.VísirVel heppnaður björgunarleiðangur „Við ákváðum að gefa henni tíma til að koma sér niður sjálfri, en í staðinn klifraði hún bara hærra upp í tréð. Hún var komin í átta til tíu metra hæð í nótt og sat bara sem fastast.“ Magnús hringdi í Slökkviliðið í Reykjavík sem hafði í nógu öðru að snúast í morgun, en lofaði að senda körfubíl á staðinn þegar tóm gæfist. Bíllinn mætti um klukkan hálf tvö. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sagði að slökkviliðið fengi alltaf reglulega svona útköll, þó þau væru nú ekki daglegt brauð. „Þeir koma sér yfirleitt niður sjálfir, eða hlaupa af stað þegar við nálgumst,“ sagði hann í samtali við Vísi. Kismús sat hins vegar sem fastast og leyfði slökkviliðsmönnunum að taka sig niður úr greininni. Hún hélt sér fast í bjargvætti sína og hljóp heim til sín um leið og hún komst niður á jörð.VísirAri sagðist hafa farið í nokkur svona útköll, en lengra væri síðan aðrir í áhöfn bílsins hefðu verið sendir í kattabjörgun. „Það er gott fyrir strákana að fá æfingu í þessu,“ sagði Ari en kollegar hans Jónas, Steinþór Darri og Svavar komu einnig að björguninni. „Þetta var vel heppnaður björgunarleiðangur,“ sagði Ari að lokum um leið og hann stökk upp í bílinn og keyrði af stað í næsta verkefni.
Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira