Jóga fyrir tættar mæður og þreytta feður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 23:51 Sigrún Halla segir að hugleiðsla sé gott tæki til að vinna úr erfiðum upplifunum. Sigrún Halla „Ég á það til að setja ullarsokka á hendurnar á barninu mínu, skilja eftir kveikt á eldavélarhellunum og fara út úr húsi og ég man aldrei nokkurn tíman eftir afmælisdögum.“ Þetta segir Sigrún Halla, jógakennari, um kveikjuna að námskeiðinu sem hún er að fara af stað með sem er undir yfirskriftinni „jóga fyrir tættar mæður og þreytta feður.“ Hún segir að sín leið til að „halda sönsum“ sé að stunda Kundalini jóga og því segir Sigrún að titill námskeiðsins sé í höfuðið á sjálfri sér „Ég veit að það eru ótalmargir þarna úti, konur og karlar, sem eru í sömu sporum og ég. Þaðan spratt þessi hugmynd að vera með jóga fyrir tættar mæður og þreytta pabba,“ segir Sigrún.Sigrún Halla segir fjölskyldur vera undir miklu álagi.Helgi ÓmarssonÍ námskeiðslýsingunni segir: „Álag og áreiti sem við búum við í dag er gríðarlegt“ og þá segir Sigrún í samtali við Vísi að utanaðkomandi álag hafi aukist til muna á fjölskyldur eins og þær leggi sig. „Það er svo mikil pressa að standa sig á öllum vígstöðvum; í vinnunni, í uppeldinu og í félagslífinu. Það er svo mikið álag sem fylgir öllu þessu upplýsingaflæði sem við verðum fyrir í gegnum samfélagsmiðla, án þess að gera lítið úr upplifun fyrri kynslóða,“ segir Sigrún sem bætir við að í sífellu þurfi að gera og græja. Spurð að því hvort hún mæli með námskeiðinu fyrir konur sem þjáist af fæðingarþunglyndi svarar Sigrún játandi. „Hugleiðsla er gott tækifæri til úrvinnslu á erfiðum upplifunum,“ segir Sigrún sem bendir á að ávinningur þess að stunda jóga sé fjölþættur: „Kundalini jóga, sem er það jóga sem ég kenni er, kallað jóga meðvitundar. Tækni til að finna tengingu við sjálfan sig og umheiminn. Það styrkir taugakerfið, innkirtlakerfið, ónæmiskerfið, lungun, eykur einbeitingu, minnkar streitu. Ég gæti haldið lengi áfram,“ segir Sigrún. Á námskeiðinu segir Sigrún að verði lögð áhersla á að minnka streitu, auka einbeitingu og jafnvægi í líkamanum. „Ójafnvægi í huganum getur komið fram sem líkamleg einkenni og líkamlegir kvillar geta valdið ójafnvægi í huganum. Ef við erum þreytt og tætt og eigum erfitt með að ná utan um hlutina, þá er besta ráðið að koma jafnvægi á sjálfan sig. Um leið og því er náð er auðveldara að koma jafnvægi á hlutina í kringum þig,“ segir Sigrún.Standa fyrir „jógaþoni“Námskeiðið er kennt í jógasal Ljósheima en í boði er „opin vika“ dagana 28. ágúst – 2. september þar sem frítt er í alla tíma samkvæmt stundaskrá. Svo ætla þær að enda dagskrána á sunnudeginum 3. sept. með jógaþoni. Fólk getur stundað jóga allan daginn. „Við ætlum að vera með stanslaust jóga frá 10:00-22:00 þar sem allir tímarnir eru kenndir í stuttri útgáfu eða 30 mínútur hver tími. Þá gefst fólki tækifæri á að prófa sem flestar tegundir af jóga sem boði eru í Ljósheimum í vetur,“ segir Sigrún. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Ég á það til að setja ullarsokka á hendurnar á barninu mínu, skilja eftir kveikt á eldavélarhellunum og fara út úr húsi og ég man aldrei nokkurn tíman eftir afmælisdögum.“ Þetta segir Sigrún Halla, jógakennari, um kveikjuna að námskeiðinu sem hún er að fara af stað með sem er undir yfirskriftinni „jóga fyrir tættar mæður og þreytta feður.“ Hún segir að sín leið til að „halda sönsum“ sé að stunda Kundalini jóga og því segir Sigrún að titill námskeiðsins sé í höfuðið á sjálfri sér „Ég veit að það eru ótalmargir þarna úti, konur og karlar, sem eru í sömu sporum og ég. Þaðan spratt þessi hugmynd að vera með jóga fyrir tættar mæður og þreytta pabba,“ segir Sigrún.Sigrún Halla segir fjölskyldur vera undir miklu álagi.Helgi ÓmarssonÍ námskeiðslýsingunni segir: „Álag og áreiti sem við búum við í dag er gríðarlegt“ og þá segir Sigrún í samtali við Vísi að utanaðkomandi álag hafi aukist til muna á fjölskyldur eins og þær leggi sig. „Það er svo mikil pressa að standa sig á öllum vígstöðvum; í vinnunni, í uppeldinu og í félagslífinu. Það er svo mikið álag sem fylgir öllu þessu upplýsingaflæði sem við verðum fyrir í gegnum samfélagsmiðla, án þess að gera lítið úr upplifun fyrri kynslóða,“ segir Sigrún sem bætir við að í sífellu þurfi að gera og græja. Spurð að því hvort hún mæli með námskeiðinu fyrir konur sem þjáist af fæðingarþunglyndi svarar Sigrún játandi. „Hugleiðsla er gott tækifæri til úrvinnslu á erfiðum upplifunum,“ segir Sigrún sem bendir á að ávinningur þess að stunda jóga sé fjölþættur: „Kundalini jóga, sem er það jóga sem ég kenni er, kallað jóga meðvitundar. Tækni til að finna tengingu við sjálfan sig og umheiminn. Það styrkir taugakerfið, innkirtlakerfið, ónæmiskerfið, lungun, eykur einbeitingu, minnkar streitu. Ég gæti haldið lengi áfram,“ segir Sigrún. Á námskeiðinu segir Sigrún að verði lögð áhersla á að minnka streitu, auka einbeitingu og jafnvægi í líkamanum. „Ójafnvægi í huganum getur komið fram sem líkamleg einkenni og líkamlegir kvillar geta valdið ójafnvægi í huganum. Ef við erum þreytt og tætt og eigum erfitt með að ná utan um hlutina, þá er besta ráðið að koma jafnvægi á sjálfan sig. Um leið og því er náð er auðveldara að koma jafnvægi á hlutina í kringum þig,“ segir Sigrún.Standa fyrir „jógaþoni“Námskeiðið er kennt í jógasal Ljósheima en í boði er „opin vika“ dagana 28. ágúst – 2. september þar sem frítt er í alla tíma samkvæmt stundaskrá. Svo ætla þær að enda dagskrána á sunnudeginum 3. sept. með jógaþoni. Fólk getur stundað jóga allan daginn. „Við ætlum að vera með stanslaust jóga frá 10:00-22:00 þar sem allir tímarnir eru kenndir í stuttri útgáfu eða 30 mínútur hver tími. Þá gefst fólki tækifæri á að prófa sem flestar tegundir af jóga sem boði eru í Ljósheimum í vetur,“ segir Sigrún.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira