Breiðhyltingar lögðust á eitt og fundu stolna vespu Freys Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 23:15 Freyr Alexandersson þakkar kærlega fyrir aðstoðina og segist glaður með að vera kominn aftur með vespuna í hendurnar. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, varð fyrir því óláni aðfaranótt mánudags að vespunni hans og fjölskyldunnar var stolið. Freyr og kona hans tilkynntu lögreglu um stuldinn eftir hádegi samdægurs og birtu einnig auglýsingu inn á Facebookhóp íbúasamtaka Breiðholts og þar kom samkennd íbúanna svo sannarlega í ljós en margir íbúar í Breiðholti létu sig málið varða og deildu færslu Freys. „Þegar ég er á leiðinni niður á lögreglustöð til að gefa skýrslu 20 mínútum seinna þá hringir árvökull Breiðhyltingur í okkur og lætur okkur vita að hann sé búinn að finna vespuna fyrir utan húsið sitt. Þetta tók ekki nema 20 mínútur. Hann beið þarna eftir mér fyrir framan vespuna og það var ekkert búið að skemma hana neitt. Þetta gat eiginlega ekki endað betur,“ segir Freyr í samtali við Vísi og nefnir að hann hafi verið afar þakklátur fyrir aðstoðina. „Ég er aðallega bara ánægður með samstöðuna og það að hafa fengið aftur vespuna,“ segir Freyr og nefnir að hann og kona hans noti vespuna töluvert mikið þegar vel viðrar. Hins vegar sé ekki eins notalegt að þeysast um á vespunni í rigningu og roki. Freyr var búinn að eiga vespuna í eitt og hálft ár. Freyr segist aldrei hafa lent í svona aðstæðum áður. „Ég er búinn að búa nánast alla ævi í Breiðholti og ég hef aldrei lent í neinu slíku áður,“ segir Freyr og nefnir að það sé gífurleg samstaða í hverfinu og vinalegt andrúmsloft. Freyr segir að málið sé í rannsókn og lögregla hafi tekið við keflinu. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, varð fyrir því óláni aðfaranótt mánudags að vespunni hans og fjölskyldunnar var stolið. Freyr og kona hans tilkynntu lögreglu um stuldinn eftir hádegi samdægurs og birtu einnig auglýsingu inn á Facebookhóp íbúasamtaka Breiðholts og þar kom samkennd íbúanna svo sannarlega í ljós en margir íbúar í Breiðholti létu sig málið varða og deildu færslu Freys. „Þegar ég er á leiðinni niður á lögreglustöð til að gefa skýrslu 20 mínútum seinna þá hringir árvökull Breiðhyltingur í okkur og lætur okkur vita að hann sé búinn að finna vespuna fyrir utan húsið sitt. Þetta tók ekki nema 20 mínútur. Hann beið þarna eftir mér fyrir framan vespuna og það var ekkert búið að skemma hana neitt. Þetta gat eiginlega ekki endað betur,“ segir Freyr í samtali við Vísi og nefnir að hann hafi verið afar þakklátur fyrir aðstoðina. „Ég er aðallega bara ánægður með samstöðuna og það að hafa fengið aftur vespuna,“ segir Freyr og nefnir að hann og kona hans noti vespuna töluvert mikið þegar vel viðrar. Hins vegar sé ekki eins notalegt að þeysast um á vespunni í rigningu og roki. Freyr var búinn að eiga vespuna í eitt og hálft ár. Freyr segist aldrei hafa lent í svona aðstæðum áður. „Ég er búinn að búa nánast alla ævi í Breiðholti og ég hef aldrei lent í neinu slíku áður,“ segir Freyr og nefnir að það sé gífurleg samstaða í hverfinu og vinalegt andrúmsloft. Freyr segir að málið sé í rannsókn og lögregla hafi tekið við keflinu.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira