Telur umferðarhraða aukast á Miklubraut með tilkomu hljóðveggs Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 10:55 Frá framkvæmdunum við Miklubraut fyrr í sumar. Pawel er ekki sáttur með framkvæmdirnar. Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir þó að ekki þurfi að hafa áhyggjur. Vísir/anton brink Það hefur varla farið fram hjá neinum sem keyrt hefur Miklubrautina nú í sumar að þar standa yfir miklar framkvæmdir. Verið er að bæta við strætóakrein að sunnanverðu við Miklubraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, með það að markmiði að bæta almenningssamgöngur. Þá hefur einnig verið bætt við hljóðmúr sem stendur við Klambratún. Áætlaður kostnaður borgarinnar og Vegagerðarinnar er um 360 milljónir króna. Þá bætist einnig við kostnaður frá Veitum.Sagði vegginn vera slysahættu Ekki eru allir sáttir með framkvæmdirnar og fjallaði Stöð tvö um málið í kvöldfréttunum í gær. Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi, viðraði þar áhyggjur sínar og sagðist telja hljóðmúrinn vera hættulegan og auka hættu á slysum. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, sagði þó að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því.Þingmaður Viðreisnar segir umferð aukast Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir einnig framkvæmdirnar á svæðinu í bloggfærslu sinni. „Með framkvæmdunum fáum við nýjan hjólastíg sem er vissulega ágætt. Við fáum líka fleiri akreinar, og þótt þær séu strætóreinar, þá er þetta allt bara til þess að auka umferðarmagnið í götunni,“ segir í færslu Pawel.Veggurinn tilgangslaus Þá vill Pawel meina að steinhlaðni hljóðvarnarveggurinn við Klambratún þjóni ekki neinum tilgangi þar sem enginn búi á Klambratúni. Segir hann vegginn muna stuðla að því að ökuhraði aukist á svæðinu þar sem ökufólk einangrist á milli vegriðs og hljóðmúrsins og sjái ekki í gangandi vegfarendur. Pawel telur framkvæmdirnar vera neikvæðar fyrir gangandi vegfarendur enda sé búið að loka gangbrautarljósum tímabundið og eitt þeirra sett á „pirrandi sífasa“ líkt og Pawel orðaði það.Neikvæð áhrif fyrir hverfið Pawel lætur ekki þar við sitja. Hann nefnir einnig að stærsta umferðarvandamál Miklubrautar, frá Snorrabraut að Kringlumýrarbraut, sé ekki umferðarflæðið heldur einfaldlega það að gatan sker í sundur Hlíðarnar. Telur hann þetta hafa neikvæð áhrif fyrir hverfið og nefnir að þetta hafi þau áhrif að börn í hverfinu neyðist til þess að fara yfir hraðbrautir til að komast að Klambratúni og á Hlíðarenda.Segir umferð og hraða ekki aukastÍ skriflegu svari frá Jóni Halldóri Jónssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, segir að umferð muni ekki aukast vegna framkvæmdanna. Þá séu það afköst gatnamóta Miklubrautar og Lönguhlíðar sem hafi hvað mest áhrif á aukningu umferðar um Miklubraut við Klambratún. Þeim gatnamótum verði hins vegar ekki breytt. Jón Halldór nefnir jafnframt að hraði muni ekki aukast. „Settur verður gróður í miðeyju og einnig meðfram götunni beggja vegna, en gróður og veggir þrengja sjónsvið ökumanna og á það að draga úr hraða bílaumferðar. Það er vilji borgaryfirvalda að lækka hámarkshraða á Miklubraut á þessum stað úr 60 km/klst í 50. Framangreindar breytingar munu styrkja þá viðleitni en samþykki lögreglu og vegagerðarinnar þarf til að af því verði, “ segir í svari Jóns. Settir verða lágir veggir beggja vegna götunnar. Veggurinn norðan meginn verður allt að eins og hálfs metra hár og er hann, samkvæmt Jóni, ætlaður til að bæta hljóðvist við Klambratún og á hjóla- og göngustígum. Veggurinn sunnan megin verður aðeins minni en honum er ætlað að bæta hljóðvist hjá íbúum sem búa við Miklubraut. „Einnig munu veggirnir beina gangandi og hjólandi umferð að þeim stöðum sem öruggast er að fara yfir götuna, þ.e. við gatnamót og þar sem eru gangbrautarljós,“ segir í svari Jóns.Tímabundnar breytingar Þá segir Jón að breytingar á gangbrautarljósum, þar sem tvö ljós hafa verið tekin úr notkun, séu tímabundnar. „Breytingar sem gerðar hafa verið á umferðar- og gangbrautarljósum eru tímabundar og þeim verður breytt til fyrra horfs þegar framkvæmdum líkur. Það nær einnig til gangbrautarljósa við Stakkahlíð. Breytingar eru gerðar til að bæta öryggi og auka umferðarflæði vegna þeirra þrenginga sem fylgt hafa framkvæmdunum og eru óhjákvæmilegar,“ segir í svari Jóns. Hins vegar þurfi að lengja tíma gönguljósa með tilkomu strætóreinarinnar þannig að gangandi vegfarendur hafi tíma til að rýma veginn.Lýkur í október Áætlað er að ljúka framkvæmdum sem draga úr umferðarafköstum um næstu mánaðamót og stefnt er að því að ljúka öllum framkvæmdum fyrir lok októbermánaðar. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum sem keyrt hefur Miklubrautina nú í sumar að þar standa yfir miklar framkvæmdir. Verið er að bæta við strætóakrein að sunnanverðu við Miklubraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, með það að markmiði að bæta almenningssamgöngur. Þá hefur einnig verið bætt við hljóðmúr sem stendur við Klambratún. Áætlaður kostnaður borgarinnar og Vegagerðarinnar er um 360 milljónir króna. Þá bætist einnig við kostnaður frá Veitum.Sagði vegginn vera slysahættu Ekki eru allir sáttir með framkvæmdirnar og fjallaði Stöð tvö um málið í kvöldfréttunum í gær. Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi, viðraði þar áhyggjur sínar og sagðist telja hljóðmúrinn vera hættulegan og auka hættu á slysum. Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, sagði þó að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því.Þingmaður Viðreisnar segir umferð aukast Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir einnig framkvæmdirnar á svæðinu í bloggfærslu sinni. „Með framkvæmdunum fáum við nýjan hjólastíg sem er vissulega ágætt. Við fáum líka fleiri akreinar, og þótt þær séu strætóreinar, þá er þetta allt bara til þess að auka umferðarmagnið í götunni,“ segir í færslu Pawel.Veggurinn tilgangslaus Þá vill Pawel meina að steinhlaðni hljóðvarnarveggurinn við Klambratún þjóni ekki neinum tilgangi þar sem enginn búi á Klambratúni. Segir hann vegginn muna stuðla að því að ökuhraði aukist á svæðinu þar sem ökufólk einangrist á milli vegriðs og hljóðmúrsins og sjái ekki í gangandi vegfarendur. Pawel telur framkvæmdirnar vera neikvæðar fyrir gangandi vegfarendur enda sé búið að loka gangbrautarljósum tímabundið og eitt þeirra sett á „pirrandi sífasa“ líkt og Pawel orðaði það.Neikvæð áhrif fyrir hverfið Pawel lætur ekki þar við sitja. Hann nefnir einnig að stærsta umferðarvandamál Miklubrautar, frá Snorrabraut að Kringlumýrarbraut, sé ekki umferðarflæðið heldur einfaldlega það að gatan sker í sundur Hlíðarnar. Telur hann þetta hafa neikvæð áhrif fyrir hverfið og nefnir að þetta hafi þau áhrif að börn í hverfinu neyðist til þess að fara yfir hraðbrautir til að komast að Klambratúni og á Hlíðarenda.Segir umferð og hraða ekki aukastÍ skriflegu svari frá Jóni Halldóri Jónssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, segir að umferð muni ekki aukast vegna framkvæmdanna. Þá séu það afköst gatnamóta Miklubrautar og Lönguhlíðar sem hafi hvað mest áhrif á aukningu umferðar um Miklubraut við Klambratún. Þeim gatnamótum verði hins vegar ekki breytt. Jón Halldór nefnir jafnframt að hraði muni ekki aukast. „Settur verður gróður í miðeyju og einnig meðfram götunni beggja vegna, en gróður og veggir þrengja sjónsvið ökumanna og á það að draga úr hraða bílaumferðar. Það er vilji borgaryfirvalda að lækka hámarkshraða á Miklubraut á þessum stað úr 60 km/klst í 50. Framangreindar breytingar munu styrkja þá viðleitni en samþykki lögreglu og vegagerðarinnar þarf til að af því verði, “ segir í svari Jóns. Settir verða lágir veggir beggja vegna götunnar. Veggurinn norðan meginn verður allt að eins og hálfs metra hár og er hann, samkvæmt Jóni, ætlaður til að bæta hljóðvist við Klambratún og á hjóla- og göngustígum. Veggurinn sunnan megin verður aðeins minni en honum er ætlað að bæta hljóðvist hjá íbúum sem búa við Miklubraut. „Einnig munu veggirnir beina gangandi og hjólandi umferð að þeim stöðum sem öruggast er að fara yfir götuna, þ.e. við gatnamót og þar sem eru gangbrautarljós,“ segir í svari Jóns.Tímabundnar breytingar Þá segir Jón að breytingar á gangbrautarljósum, þar sem tvö ljós hafa verið tekin úr notkun, séu tímabundnar. „Breytingar sem gerðar hafa verið á umferðar- og gangbrautarljósum eru tímabundar og þeim verður breytt til fyrra horfs þegar framkvæmdum líkur. Það nær einnig til gangbrautarljósa við Stakkahlíð. Breytingar eru gerðar til að bæta öryggi og auka umferðarflæði vegna þeirra þrenginga sem fylgt hafa framkvæmdunum og eru óhjákvæmilegar,“ segir í svari Jóns. Hins vegar þurfi að lengja tíma gönguljósa með tilkomu strætóreinarinnar þannig að gangandi vegfarendur hafi tíma til að rýma veginn.Lýkur í október Áætlað er að ljúka framkvæmdum sem draga úr umferðarafköstum um næstu mánaðamót og stefnt er að því að ljúka öllum framkvæmdum fyrir lok októbermánaðar.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira