Innlent

Fjarðarheiði lokuð vegna umferðaróhapps

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Uppfært 17:25:

Búið er að opna Fjarðarheiði á nú eftir umferðarslys sem varð þar síðdegis í dag.





Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Fjarðarbyggð sem send var út á fimmta tímanum í dag.

Slys á fólki eru lítil eða engin en óhappið varð efst á heiðinni, þar sem nú er mikil þoka.

Í tilkynningu segir að einhvern tíma muni taka að koma bifreiðum í burtu. Talsverð umferð er á svæðinu vegna Norrænu sem nú er á Seyðisfirði.

Lögregla mun senda frekari upplýsingar um leið og hægt verður að opna fyrir umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×