Segir það vera brot á læknaeiðinum að neita krökkum um veip sem reykja sígarettur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 21:34 Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir, segir það vera brot á læknaeiðinum að neita krökkum um veip sem reykja sígarettur fyrir. Hann fagnar þeim mikla árangri sem við höfum náð í að draga úr reykingum. „Við sjáum milljónir barna sem eru bara hætt að reykja,“ segir Guðmundur. Þetta sagði Guðmundur í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem veipið var til umfjöllunar. Guðmundur hefur fylgst náið með erlendum rannsóknum á veipinu og segir hann að niðurstöðurnar lofi góðu. Erlendar rannsóknir sýni það að innan við eitt prósent þeirra barna sem prófa veipið halda áfram að reykja og á hann við þau börn sem byrja að veipa án þess að hafa nokkurn tíman reykt áður. Guðmundur segir að í veipinu sé vatnsgufa 96% en að önnur efni séu í svo litlu magni að það valdi fólki ekki skaða.Guðmundur segir mikilvægt að tryggja öryggi rafmagnstækisins.vísir/gettyTelur rétt að sýna tillitssemiSpurður að því hvort fólki sem veipar finnist það í rétti til að nota það hvar og hvenær sem er, segir Guðmundur að það hljóti að vera bundið hverjum einstaklingi fyrir sig. Hann segir að gufan, sem komi frá veipinu, sé hættulaus þeim sem eru í umhverfinu. Hann segir þetta þó í raun ekki vera spurningu um það heldur snúist þetta um að sýna tillitssemi. „Okkur er það ekki alltaf ríkt, held ég,“ segir Guðmundur um það að sýna hugulsemi. Hann hefur þó sínar grunsemdir um að nokkrir noti veipið til að storka.Kallar eftir regluverki í kringum veipiðGuðmundur segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hafa skýrt regluverk í kringum veip en hann telur þörf á því að koma upp reglum gagnvart notandanum. Það þurfi að koma skýrt fram hversu mikið nikótín sé í vökvanum, það þurfi að viðhafa góða framleiðsluhætti og þá telur hann brýnt að tryggja öryggi rafmagnstækisins. Guðmundur notar sjálfur veip en það hefur auðveldað honum að hætta að reykja sígarettur. Hann segir að tilkoma veipsins dragi úr hefðbundnum reykingum á sígarettum sem eru sérlega skaðlegar. Það sé því varhugavert að takmarka veipið um of. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir, segir það vera brot á læknaeiðinum að neita krökkum um veip sem reykja sígarettur fyrir. Hann fagnar þeim mikla árangri sem við höfum náð í að draga úr reykingum. „Við sjáum milljónir barna sem eru bara hætt að reykja,“ segir Guðmundur. Þetta sagði Guðmundur í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem veipið var til umfjöllunar. Guðmundur hefur fylgst náið með erlendum rannsóknum á veipinu og segir hann að niðurstöðurnar lofi góðu. Erlendar rannsóknir sýni það að innan við eitt prósent þeirra barna sem prófa veipið halda áfram að reykja og á hann við þau börn sem byrja að veipa án þess að hafa nokkurn tíman reykt áður. Guðmundur segir að í veipinu sé vatnsgufa 96% en að önnur efni séu í svo litlu magni að það valdi fólki ekki skaða.Guðmundur segir mikilvægt að tryggja öryggi rafmagnstækisins.vísir/gettyTelur rétt að sýna tillitssemiSpurður að því hvort fólki sem veipar finnist það í rétti til að nota það hvar og hvenær sem er, segir Guðmundur að það hljóti að vera bundið hverjum einstaklingi fyrir sig. Hann segir að gufan, sem komi frá veipinu, sé hættulaus þeim sem eru í umhverfinu. Hann segir þetta þó í raun ekki vera spurningu um það heldur snúist þetta um að sýna tillitssemi. „Okkur er það ekki alltaf ríkt, held ég,“ segir Guðmundur um það að sýna hugulsemi. Hann hefur þó sínar grunsemdir um að nokkrir noti veipið til að storka.Kallar eftir regluverki í kringum veipiðGuðmundur segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hafa skýrt regluverk í kringum veip en hann telur þörf á því að koma upp reglum gagnvart notandanum. Það þurfi að koma skýrt fram hversu mikið nikótín sé í vökvanum, það þurfi að viðhafa góða framleiðsluhætti og þá telur hann brýnt að tryggja öryggi rafmagnstækisins. Guðmundur notar sjálfur veip en það hefur auðveldað honum að hætta að reykja sígarettur. Hann segir að tilkoma veipsins dragi úr hefðbundnum reykingum á sígarettum sem eru sérlega skaðlegar. Það sé því varhugavert að takmarka veipið um of.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira