Bröns og te fyrir lengra komna Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 15:00 Marentza Poulsen er ánægð með breytingar sem hafa verið gerðar á eldhúsi og afgreiðslu veitinga á Kjarvalsstöðum. Kaffihúsið verður opið á opnunartíma safnsins. Visir/Ernir Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum verður opið um helgina eftir langt hlé. Aðstaðan hefur verið endurgerð og bætt. „Það var kominn tími til þess að fríska upp á kaffihúsið og aðstöðuna. Kjarvalsstaðir eru fallegt hús sem við getum verið stolt af, einn okkar glæsilegasti arkitektúr,“ segir Marentza Poulsen sem rekur kaffihúsið. „Það þurfti að bæta aðstöðuna og afgreiðsluna. Það er svo mikil gleði fyrir augað í safninu sjálfu og þess vegna verður kaffihúsið líka að vera fallegt,“ segir Marentza. „Ég vil að héðan fari allir glaðir út.“ Þótt kaffihúsið verði opið um helgina verður staðurinn formlega opnaður í næstu viku. „Þá fá gestir að njóta nýs matseðils og þjónustu. Við munum bjóða upp á bröns um helgar. Í hádeginu verðum við með snögga og góða afgreiðslu og bjóðum til dæmis upp á smurbrauð og heimabakaðar kökur og fleira. Fyrstu helgina í hverjum mánuði verðum við með te fyrir lengra komna, svokallað High-tea,“ segir Marentza sem gefur forsmekk að veitingunum með uppskrift að ferskum rabarbarasnaps og smurbrauði með kartöflum og rækjum.Smurbrauð með nýuppteknum kartöflum, rækjum, súrsuðu eggi og sítrusmajónesi Smyrjið rúgbrauðsneið með smjöri. Skerið kartöfluna í fallegar sneiðar og raðið ofan á brauðsneiðina. Setjið eina matskeið af sítrusmajónesi eftir miðju ofan á kartöflusneiðarnar, raðið rækjum ofan á majónesið og síðan súrsaða egginu skornu í báta. Skreytt með radísum, dilli og ætum blómum úr garðinum. Sítrusmajónes 2 dl af majónesi 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. rifinn sítrónubörkur Öllu hrært vel saman. Súrsuð egg Harðsoðin egg, soðin í 7 mínútur, skurnuð og sett í heitan edikslög. Eggin látin liggja í leginum helst yfir nótt.Edikslögur ½ lítri rauðrófusafi 1 lítri edik 500 g sykur 1 msk. heil hvít piparkorn 1 msk. sinnepsfræ Ferskur og hressandi rabarbarasnaps að hætti Marentzu.Rabarbara- og engifersnafs 1 flaska vodka 5 til 6 rabarbarastilkar skornir í þunnar sneiðar 2 msk. þunnt skorið engifer 2 msk. hunang Blandið niðurskornum rabarbara, engifer og hunangi vel saman og setjið í krukku eða flösku, hellið vodkanu yfir og setjið lok eða tappa á og látið standa í 5 daga. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum verður opið um helgina eftir langt hlé. Aðstaðan hefur verið endurgerð og bætt. „Það var kominn tími til þess að fríska upp á kaffihúsið og aðstöðuna. Kjarvalsstaðir eru fallegt hús sem við getum verið stolt af, einn okkar glæsilegasti arkitektúr,“ segir Marentza Poulsen sem rekur kaffihúsið. „Það þurfti að bæta aðstöðuna og afgreiðsluna. Það er svo mikil gleði fyrir augað í safninu sjálfu og þess vegna verður kaffihúsið líka að vera fallegt,“ segir Marentza. „Ég vil að héðan fari allir glaðir út.“ Þótt kaffihúsið verði opið um helgina verður staðurinn formlega opnaður í næstu viku. „Þá fá gestir að njóta nýs matseðils og þjónustu. Við munum bjóða upp á bröns um helgar. Í hádeginu verðum við með snögga og góða afgreiðslu og bjóðum til dæmis upp á smurbrauð og heimabakaðar kökur og fleira. Fyrstu helgina í hverjum mánuði verðum við með te fyrir lengra komna, svokallað High-tea,“ segir Marentza sem gefur forsmekk að veitingunum með uppskrift að ferskum rabarbarasnaps og smurbrauði með kartöflum og rækjum.Smurbrauð með nýuppteknum kartöflum, rækjum, súrsuðu eggi og sítrusmajónesi Smyrjið rúgbrauðsneið með smjöri. Skerið kartöfluna í fallegar sneiðar og raðið ofan á brauðsneiðina. Setjið eina matskeið af sítrusmajónesi eftir miðju ofan á kartöflusneiðarnar, raðið rækjum ofan á majónesið og síðan súrsaða egginu skornu í báta. Skreytt með radísum, dilli og ætum blómum úr garðinum. Sítrusmajónes 2 dl af majónesi 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. rifinn sítrónubörkur Öllu hrært vel saman. Súrsuð egg Harðsoðin egg, soðin í 7 mínútur, skurnuð og sett í heitan edikslög. Eggin látin liggja í leginum helst yfir nótt.Edikslögur ½ lítri rauðrófusafi 1 lítri edik 500 g sykur 1 msk. heil hvít piparkorn 1 msk. sinnepsfræ Ferskur og hressandi rabarbarasnaps að hætti Marentzu.Rabarbara- og engifersnafs 1 flaska vodka 5 til 6 rabarbarastilkar skornir í þunnar sneiðar 2 msk. þunnt skorið engifer 2 msk. hunang Blandið niðurskornum rabarbara, engifer og hunangi vel saman og setjið í krukku eða flösku, hellið vodkanu yfir og setjið lok eða tappa á og látið standa í 5 daga.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira