Óskað eftir aðstoð sérsveitar lögreglu Helga María Guðmundsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 08:55 Sérsveitin var kölluð út vegna atviks sem kom upp í Útlendingastofnun í Skógarhlíð í gær. Þeir sem biðu eftir afgreiðslu hjá stofnuninni voru lokaðir inni þar til sérsveitarmenn komu á vettvang. Hátt í tuttugu einstaklingar voru lokaðir inni þegar lögregluna bar að garði og segir vitni atburðinn hafa vakið óhug. „Það er lokað þarna klukkan 12 og þá kemur starfsmaður og stendur við hurðina og henni er læst. Svona um tíu mínútur yfir 12, þegar verið er að afgreiða einn mann, þá hverfa allt í einu afgreiðslumanneskjurnar á bakvið. Stuttu seinna er kallað í kúnnann sem stendur við læsta útidyrahurðina. Þá vorum við, hátt í 20 manns, lokuð inni,“ segir Agnes Vala Bryndal. Hún segist hafa hugsað: „Guð minn góður, ég vona að maðurinn sé ekki vopnaður.“ Enginn hafi sagt henni neitt, fólk sat grafkyrrt.Þaulæfð viðbrögðAgnes segir að stuttu eftir að hún heyrði sírenuvæl hafi hún séð sérsveitina og lögregluna birtast í glugganum. Þá hafi starfsmaður komið fram og náð að fanga athygli mannsins sem síðan hafi verið tekinn fastur og færður út. Eftir yfirheyrslu var honum sleppt. Hún segir viðbrögð starfsmanna hafa litið út fyrir að vera æfð. „Ég dáist alveg að þeim fyrir það en við vorum skilin eftir í mjög mikilli óvissu. Þarna var fullt af fólki og ef þannig hefði verið þá hefði hann getað skaðað fullt af fólki þarna inni,“ bætir Agnes við. Ekki náðist í forstjóra Útlendingastofnunnar við gerð fréttarinnar.Fyrirsögn fréttarinnar var breytt. Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sérsveitin var kölluð út vegna atviks sem kom upp í Útlendingastofnun í Skógarhlíð í gær. Þeir sem biðu eftir afgreiðslu hjá stofnuninni voru lokaðir inni þar til sérsveitarmenn komu á vettvang. Hátt í tuttugu einstaklingar voru lokaðir inni þegar lögregluna bar að garði og segir vitni atburðinn hafa vakið óhug. „Það er lokað þarna klukkan 12 og þá kemur starfsmaður og stendur við hurðina og henni er læst. Svona um tíu mínútur yfir 12, þegar verið er að afgreiða einn mann, þá hverfa allt í einu afgreiðslumanneskjurnar á bakvið. Stuttu seinna er kallað í kúnnann sem stendur við læsta útidyrahurðina. Þá vorum við, hátt í 20 manns, lokuð inni,“ segir Agnes Vala Bryndal. Hún segist hafa hugsað: „Guð minn góður, ég vona að maðurinn sé ekki vopnaður.“ Enginn hafi sagt henni neitt, fólk sat grafkyrrt.Þaulæfð viðbrögðAgnes segir að stuttu eftir að hún heyrði sírenuvæl hafi hún séð sérsveitina og lögregluna birtast í glugganum. Þá hafi starfsmaður komið fram og náð að fanga athygli mannsins sem síðan hafi verið tekinn fastur og færður út. Eftir yfirheyrslu var honum sleppt. Hún segir viðbrögð starfsmanna hafa litið út fyrir að vera æfð. „Ég dáist alveg að þeim fyrir það en við vorum skilin eftir í mjög mikilli óvissu. Þarna var fullt af fólki og ef þannig hefði verið þá hefði hann getað skaðað fullt af fólki þarna inni,“ bætir Agnes við. Ekki náðist í forstjóra Útlendingastofnunnar við gerð fréttarinnar.Fyrirsögn fréttarinnar var breytt.
Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira