„Ef ég hefði ekki bremsað og hinn hefði ekki bremsað hefði það endað með því að einhver hefði dáið“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 12:19 Engar eftirlitsmyndavélar eru á svæðinu. Skjáskot „Hann negldi niður. Ef ég hefði ekki bremsað og hinn hefði ekki bremsað hefði það endað með því að einhver hefði dáið,“ segir Gunnar Yngvi Rúnarsson, vöruflutningabílstjóri. Gunnar lenti í því í gær að maður tók fram úr honum og litlu munaði að stórslys yrði. Atvikið átti sér stað fyrir austan, á Háreksstaðarleið, rétt við afleggjarann við Vopnafjörð. Gunnar birti myndband af atvikinu á Facebook síðu sinni. Þar má sjá mann í framúrakstri, keyra á ógnarhraða og vera hársbreidd frá því að lenda framan á bíl á hinum vegarhelmingnum. Þá má einnig sjá þar, í byrjun myndbandsins, lítinn flutningabíl sem virðist vera í þann mund að beygja fyrir Gunnar.Fer leiðina á hverjum degiGunnar segist keyra þessa leið alla daga og að ástandið sé að versna. Hann telur þetta líklega hafa verið bílaleigubíl. „Ég gef alltaf stefnuljós til vinstri ef ég sé að hann ætlar að taka fram úr og það er að koma bíll á móti. Þarna var ég búin að vera með stefnuljósið á alveg töluvert lengi til vinstri og ég var búin að sveigja einu sinni fyrir hann svo hann myndi ekki fara fram úr. Svo um leið og ég var komin inn á minn kant til að mæta hinum bílnum, þá fer hann fram úr,“ segir Gunnar og nefnir að hann hafi ekki mætt bíl í rúmar tuttugu mínútur eftir þetta.Engar myndavélarGunnar segir engar myndavélar vera á svæðinu. Aðspurður um viðbrögð hjá þeim sem séu að keyra þjóðvegina að atvinnu segir Gunnar þess konar glæfraakstur vera að aukast og rætt sé um það þeirra á meðal. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að engar myndavélar séu á svæðinu en þeir reyni hvað þeir geti að sinna eftirliti þar. „Það eru hraðamyndavélar í göngum en svo er þetta bara á örfáum stöðum á landinu þar sem eru hraðamyndavélar við þjóðveginn,“ segir Jónas. Hann segir að þeir séu ekki að fá mikið af tilkynningum en þeir viti af því að á þessum stað sé nokkuð um glæfraakstur. Þeir hafi tekið vaktir þarna þar sem þeir hafa skráð hátt í 25 tilfelli á einum degi.Þyngri umferðJónas segir að umferð á þjóðveginum hafi orðið þyngri eftir að ferðamönnum fjölgaði hér á landi. Þjóðvegirnir beri margir ekki allan þennan fjölda Þá séu einnig augljóst að ökuþórar hafi minni þolinmæði en áður og taki meiri áhættu. „Fólk hefur enga þolinmæði til að vera í umferðinni. Það er orðið margt í umferðinni víða og það eru allskonar farartæki,“ segir Jónas. Þá sé líka mismunandi þekking á vegum landsins sem og á þeim ökutækjum sem fólk stýrir. Jónas segir að þeir muni skoða allar upplýsingar sem þeir fá og reyna að gera það sem hægt er. Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira
„Hann negldi niður. Ef ég hefði ekki bremsað og hinn hefði ekki bremsað hefði það endað með því að einhver hefði dáið,“ segir Gunnar Yngvi Rúnarsson, vöruflutningabílstjóri. Gunnar lenti í því í gær að maður tók fram úr honum og litlu munaði að stórslys yrði. Atvikið átti sér stað fyrir austan, á Háreksstaðarleið, rétt við afleggjarann við Vopnafjörð. Gunnar birti myndband af atvikinu á Facebook síðu sinni. Þar má sjá mann í framúrakstri, keyra á ógnarhraða og vera hársbreidd frá því að lenda framan á bíl á hinum vegarhelmingnum. Þá má einnig sjá þar, í byrjun myndbandsins, lítinn flutningabíl sem virðist vera í þann mund að beygja fyrir Gunnar.Fer leiðina á hverjum degiGunnar segist keyra þessa leið alla daga og að ástandið sé að versna. Hann telur þetta líklega hafa verið bílaleigubíl. „Ég gef alltaf stefnuljós til vinstri ef ég sé að hann ætlar að taka fram úr og það er að koma bíll á móti. Þarna var ég búin að vera með stefnuljósið á alveg töluvert lengi til vinstri og ég var búin að sveigja einu sinni fyrir hann svo hann myndi ekki fara fram úr. Svo um leið og ég var komin inn á minn kant til að mæta hinum bílnum, þá fer hann fram úr,“ segir Gunnar og nefnir að hann hafi ekki mætt bíl í rúmar tuttugu mínútur eftir þetta.Engar myndavélarGunnar segir engar myndavélar vera á svæðinu. Aðspurður um viðbrögð hjá þeim sem séu að keyra þjóðvegina að atvinnu segir Gunnar þess konar glæfraakstur vera að aukast og rætt sé um það þeirra á meðal. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að engar myndavélar séu á svæðinu en þeir reyni hvað þeir geti að sinna eftirliti þar. „Það eru hraðamyndavélar í göngum en svo er þetta bara á örfáum stöðum á landinu þar sem eru hraðamyndavélar við þjóðveginn,“ segir Jónas. Hann segir að þeir séu ekki að fá mikið af tilkynningum en þeir viti af því að á þessum stað sé nokkuð um glæfraakstur. Þeir hafi tekið vaktir þarna þar sem þeir hafa skráð hátt í 25 tilfelli á einum degi.Þyngri umferðJónas segir að umferð á þjóðveginum hafi orðið þyngri eftir að ferðamönnum fjölgaði hér á landi. Þjóðvegirnir beri margir ekki allan þennan fjölda Þá séu einnig augljóst að ökuþórar hafi minni þolinmæði en áður og taki meiri áhættu. „Fólk hefur enga þolinmæði til að vera í umferðinni. Það er orðið margt í umferðinni víða og það eru allskonar farartæki,“ segir Jónas. Þá sé líka mismunandi þekking á vegum landsins sem og á þeim ökutækjum sem fólk stýrir. Jónas segir að þeir muni skoða allar upplýsingar sem þeir fá og reyna að gera það sem hægt er.
Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira