Kríur og uglur í mestu uppáhaldi Brynhildur Björnsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 10:15 "Að vera alltaf með fljúgandi dýr fyrir ofan hausinn á sér vekur auðvitað spurningar.“ Aron Leví Beck ver drjúgum hluta sumarleyfisins í fuglaskoðun. MYND/VILHELM Aron Leví Beck, formaður félags ungra jafnaðarmanna, er mikill áhugamaður um fugla. Hann nýtir sumarið til fuglaskoðunar meðal annars. Ég fór með kærustunni minni um Vestfirði í fyrsta skipti í sumar. Pabbi minn, Rúnar Þór tónlistarmaður er frá Ísafirði og ég hef farið þangað en aldrei skoðað mig meira um á þessu svæði. En þetta var mögnuð vika, ótrúlega margt fallegt að sjá.“ Og ekki kannski síst Látrabjarg og fuglabyggðin þar. „Fyrir fuglaáhugamann að koma í fyrsta sinn á Látrabjarg var sannarlega upplifun. Ég hef komið í allavega fuglabjörg en Látrabjarg er sannarlega mikilfenglegt og minnir mann á hvað maður er lítill í stóra samhenginu.“ Aron segir fuglaáhugann spretta úr almennum áhuga á dýrum. „Að vera alltaf með fljúgandi dýr fyrir ofan hausinn á sér vekur spurningar, hver er munurinn á þessum fugli og hinum? Af hverju er þessi svona á litinn? Hvert ert þessi að fara? Og svo framvegis. Þetta er eiginlega forvitni sem verður að þráhyggju.“ Aron er virkur í starfi Fuglaverndar, tekur þátt í fuglatalningum og hefur leyfi til að merkja farfugla. Hann segir mismunandi aðferðir notaðar til að telja fugla. „Stundum er talið með augunum en stundum líka út frá hljóðum, einkum á varptíma. Þá er gengið eftir fyrir fram ákveðnum leiðum og sest niður á ákveðnum stöðum og hlustað eftir fuglasöng. Það eru þrjú hundruð metrar milli punkta og þú þarft að sitja fimm mínútur á hverjum punkti.“ Hann segir mikilvægt að þekkja hljóðin í fuglunum og atferli þeirra. „Ef þú ert á varptíma geturðu reiknað með að hljóðin gefi hreiðurstaðsetningu til kynna.“ Merkingarnar fara svo fram þegar ungarnir eru komnir úr eggjunum. „Ég er alltaf með litla merkingartösku með mér ef ég er að fara út á land. Merkingin fer þannig fram að ég set málmhring með ákveðinni merkingu um hægri fótinn á fuglsunga og svo ef einhver finnur fuglinn einhvern tíma seinna er hægt að rekja uppruna hans eftir merkingunum á hringnum. Ég merkti til dæmis hátt í hundrað kríuunga á Vestfjörðum um daginn. Svo kannski finnst einhver þessara fugla eftir 28 ár í Afríku og upplýsingarnar á hringnum gefa til kynna hvar og hvenær hann var merktur sem ungi og þá vitum við að kríur geta orðið að minnsta kosti 28 ára og fljúga að minnsta kosti til Afríku.“ Hann viðurkennir að kríur séu í sérstöku uppáhaldi. „Krían á heimsmet í farflugi og rosalega gaman að sjá hana fljúga. Hún er alltaf rosalega pirruð sem er mjög skiljanlegt, hún er nýbúin að fljúga yfir hálfan heiminn og svo kemur eitthvað fólk og truflar hana við varpið. Til að verjast kríuáras er best að setja annaðhvort pappakassa á hausinn á sér eða stinga ullarsokk inn í húfuna. Annars er ekkert vont þegar kría goggar í hausinn á manni, það eina er að goggurinn á þeim er svo fíngerður að hann hittir á háræðar og þá getur blætt. Ég er líka hrifinn af uglum, það er eitthvað dulúðugt við þær. Það er miklu erfiðara að finna þær en kríurnar því þær eru miklu meira einar en það er samt alveg hægt ef þú veist hvar á að leita.“ Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Aron Leví Beck, formaður félags ungra jafnaðarmanna, er mikill áhugamaður um fugla. Hann nýtir sumarið til fuglaskoðunar meðal annars. Ég fór með kærustunni minni um Vestfirði í fyrsta skipti í sumar. Pabbi minn, Rúnar Þór tónlistarmaður er frá Ísafirði og ég hef farið þangað en aldrei skoðað mig meira um á þessu svæði. En þetta var mögnuð vika, ótrúlega margt fallegt að sjá.“ Og ekki kannski síst Látrabjarg og fuglabyggðin þar. „Fyrir fuglaáhugamann að koma í fyrsta sinn á Látrabjarg var sannarlega upplifun. Ég hef komið í allavega fuglabjörg en Látrabjarg er sannarlega mikilfenglegt og minnir mann á hvað maður er lítill í stóra samhenginu.“ Aron segir fuglaáhugann spretta úr almennum áhuga á dýrum. „Að vera alltaf með fljúgandi dýr fyrir ofan hausinn á sér vekur spurningar, hver er munurinn á þessum fugli og hinum? Af hverju er þessi svona á litinn? Hvert ert þessi að fara? Og svo framvegis. Þetta er eiginlega forvitni sem verður að þráhyggju.“ Aron er virkur í starfi Fuglaverndar, tekur þátt í fuglatalningum og hefur leyfi til að merkja farfugla. Hann segir mismunandi aðferðir notaðar til að telja fugla. „Stundum er talið með augunum en stundum líka út frá hljóðum, einkum á varptíma. Þá er gengið eftir fyrir fram ákveðnum leiðum og sest niður á ákveðnum stöðum og hlustað eftir fuglasöng. Það eru þrjú hundruð metrar milli punkta og þú þarft að sitja fimm mínútur á hverjum punkti.“ Hann segir mikilvægt að þekkja hljóðin í fuglunum og atferli þeirra. „Ef þú ert á varptíma geturðu reiknað með að hljóðin gefi hreiðurstaðsetningu til kynna.“ Merkingarnar fara svo fram þegar ungarnir eru komnir úr eggjunum. „Ég er alltaf með litla merkingartösku með mér ef ég er að fara út á land. Merkingin fer þannig fram að ég set málmhring með ákveðinni merkingu um hægri fótinn á fuglsunga og svo ef einhver finnur fuglinn einhvern tíma seinna er hægt að rekja uppruna hans eftir merkingunum á hringnum. Ég merkti til dæmis hátt í hundrað kríuunga á Vestfjörðum um daginn. Svo kannski finnst einhver þessara fugla eftir 28 ár í Afríku og upplýsingarnar á hringnum gefa til kynna hvar og hvenær hann var merktur sem ungi og þá vitum við að kríur geta orðið að minnsta kosti 28 ára og fljúga að minnsta kosti til Afríku.“ Hann viðurkennir að kríur séu í sérstöku uppáhaldi. „Krían á heimsmet í farflugi og rosalega gaman að sjá hana fljúga. Hún er alltaf rosalega pirruð sem er mjög skiljanlegt, hún er nýbúin að fljúga yfir hálfan heiminn og svo kemur eitthvað fólk og truflar hana við varpið. Til að verjast kríuáras er best að setja annaðhvort pappakassa á hausinn á sér eða stinga ullarsokk inn í húfuna. Annars er ekkert vont þegar kría goggar í hausinn á manni, það eina er að goggurinn á þeim er svo fíngerður að hann hittir á háræðar og þá getur blætt. Ég er líka hrifinn af uglum, það er eitthvað dulúðugt við þær. Það er miklu erfiðara að finna þær en kríurnar því þær eru miklu meira einar en það er samt alveg hægt ef þú veist hvar á að leita.“
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira