Harry Potter langt kominn á fertugsaldurinn en lesinn sem aldrei fyrr Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 10:30 Ungir aðdáendur stilltu sér einnig upp með eitt af einkennismerkjum Potters, kringlótt gleraugu. Amtsbókasafnið á Akureyri Norðlenskir bókaormar, ungir sem aldnir, lögðu leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri á mánudaginn. Tilefnið var opnun nýrrar og endurbættrar unglingadeildar safnsins, sem var látin samtvinnast 37 ára afmæli galdrastráksins góðkunna, Harry Potter. Hrönn Björgvinsdóttir, bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, er einn skipuleggjenda hátíðahaldanna. Hún segir Harry Potter-seríuna enn á meðal þeirra vinsælustu á safninu og því hafi verið litið til bókanna þegar velja átti skreytingar fyrir unglingadeildina. „Það var þannig að við ákváðum að gera endurbætur á unglingadeildinni hjá okkur. Þá fór ég aðeins að rýna í útlánatölur síðustu ára og þá kom í ljós að Harry Potter er á topp tíu listanum á hverju einasta ári,“ segir Hrönn. „Þannig að það þýðir það að það kemur ný og ný kynslóð og tekur hann út, jafnvel þótt hann sé kominn vel á fertugsaldurinn,“ bætir hún við.Gestir afmælishátíðarinnar voru áhugasamir um sýningargripina.Amtsbókasafnið á AkureyriFengu safngripi frá einlægum aðdáanda í sumarstarfiBókavörðunum á safninu þótti því tilvalið, með tilliti til þemans sem varð fyrir valinu, að svipta hulunni af deildinni á 37 ára afmæli galdrastráksins. „Þannig að við tókum okkur til í sumar og breyttum unglingadeildinni í lestarstöðina í bókunum. Þá fannst okkur þess vegna alveg upplagt að hafa opnun á afmælisdegi Harrys.“ Hrönn segir Amtsbókasafnið einnig búa svo vel að sumarstarfsmaður, sem hóf störf nú í sumar, sé einlægur Harry Potter-aðdáandi. Starfsmaðurinn lánaði safninu ýmiss konar muni tengda bókunum sem hafðir voru til sýnis á opnuninni. Þá segir Hrönn bækurnar ákveðnum töfrum gæddar, að þær brúi bilið milli ungra og eldri lesenda. „Þetta eru bækur sem eru tenging milli barnabóka og unglingabóka. Hann er alltaf vinsæll, bæði á meðal barna og fullorðinna, og er næstum alltaf í útláni.“Hér að neðan má sjá myndir frá 37 ára afmæli Harry Potter og opnun hinnar endurbættu unglingadeildar.Eftirlýstir galdramenn með bindi stilltu sér upp á opnuninni.Amtsbókasafnið á AkureyriHrönn segir fleiri hafa heimsótt safnið á mánudag en gert var ráð fyrir, sem sé afar ánægjulegt.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á leikinn Límdu örið á Potter.Amtsbókasafnið á AkureyriBókasafnið hefur komið sér upp svokölluðum flokkunarhatti og keypti sérstaklega uglu fyrir tilefnið.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á fjöldabragðabaunir sem vöktu mikla lukku. Dallur til að skyrpa í var ekki langt undan.Amtsbókasafnið á Akureyri Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Norðlenskir bókaormar, ungir sem aldnir, lögðu leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri á mánudaginn. Tilefnið var opnun nýrrar og endurbættrar unglingadeildar safnsins, sem var látin samtvinnast 37 ára afmæli galdrastráksins góðkunna, Harry Potter. Hrönn Björgvinsdóttir, bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, er einn skipuleggjenda hátíðahaldanna. Hún segir Harry Potter-seríuna enn á meðal þeirra vinsælustu á safninu og því hafi verið litið til bókanna þegar velja átti skreytingar fyrir unglingadeildina. „Það var þannig að við ákváðum að gera endurbætur á unglingadeildinni hjá okkur. Þá fór ég aðeins að rýna í útlánatölur síðustu ára og þá kom í ljós að Harry Potter er á topp tíu listanum á hverju einasta ári,“ segir Hrönn. „Þannig að það þýðir það að það kemur ný og ný kynslóð og tekur hann út, jafnvel þótt hann sé kominn vel á fertugsaldurinn,“ bætir hún við.Gestir afmælishátíðarinnar voru áhugasamir um sýningargripina.Amtsbókasafnið á AkureyriFengu safngripi frá einlægum aðdáanda í sumarstarfiBókavörðunum á safninu þótti því tilvalið, með tilliti til þemans sem varð fyrir valinu, að svipta hulunni af deildinni á 37 ára afmæli galdrastráksins. „Þannig að við tókum okkur til í sumar og breyttum unglingadeildinni í lestarstöðina í bókunum. Þá fannst okkur þess vegna alveg upplagt að hafa opnun á afmælisdegi Harrys.“ Hrönn segir Amtsbókasafnið einnig búa svo vel að sumarstarfsmaður, sem hóf störf nú í sumar, sé einlægur Harry Potter-aðdáandi. Starfsmaðurinn lánaði safninu ýmiss konar muni tengda bókunum sem hafðir voru til sýnis á opnuninni. Þá segir Hrönn bækurnar ákveðnum töfrum gæddar, að þær brúi bilið milli ungra og eldri lesenda. „Þetta eru bækur sem eru tenging milli barnabóka og unglingabóka. Hann er alltaf vinsæll, bæði á meðal barna og fullorðinna, og er næstum alltaf í útláni.“Hér að neðan má sjá myndir frá 37 ára afmæli Harry Potter og opnun hinnar endurbættu unglingadeildar.Eftirlýstir galdramenn með bindi stilltu sér upp á opnuninni.Amtsbókasafnið á AkureyriHrönn segir fleiri hafa heimsótt safnið á mánudag en gert var ráð fyrir, sem sé afar ánægjulegt.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á leikinn Límdu örið á Potter.Amtsbókasafnið á AkureyriBókasafnið hefur komið sér upp svokölluðum flokkunarhatti og keypti sérstaklega uglu fyrir tilefnið.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á fjöldabragðabaunir sem vöktu mikla lukku. Dallur til að skyrpa í var ekki langt undan.Amtsbókasafnið á Akureyri
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira