„Raunveruleikinn og glansmyndir haldast ekki alltaf í hendur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. ágúst 2017 10:30 Indíana er hér annarsvegar uppstillt og hinsvegar mjög afslöppuð. Ljósmyndir/berglaug „Berglaug Petra, vinkona mín og nemi í Ljósmyndaskóla Íslands, gaf nýlega út blað sem heitir ÓNEFNA. Hún og tvær aðrar stelpur voru að gera allskonar myndaþætti fyrir blaðið sem snérust um að leggja áherslu á jákvæða líkamsímynd,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir sem er 24 ára vefstjóri, bloggari og Tabata hóptímakennari. Hún deildi á dögunum færslu á Instagram sem vakti mikla athygli. Þar sýnir hún hvernig líkaminn getur verið öðruvísi eftir líkamsstöðu og ekki sé alltaf allt sem sýnist. Indíana bloggar einnig um málið á vefsíðunni H Magasín. Þessar myndir voru teknar til að sýna hversu ólíkur líkaminn getur verið í mismunandi pósum og stellingum. Það er gott að minna sig á að raunveruleikann er ekki alltaf að finna í glansmyndinni. . . Reynum að koma betur fram við okkur sjálf og reynum að elska líkamann okkar, sama hvernig hann er. Við fáum bara einn A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Jul 31, 2017 at 4:17pm PDT „Ég hafði fengið þessa flugu í hausinn einhvern tímann um að það væri áhugavert að taka myndir af einstakling í mismunandi pósum og stellingum, önnur myndin væri þá uppstillt en hin afslöppuð og eðlileg. Við sjáum oftast bara uppstilltu myndirnar á netinu og það er gott að minna sig á að raunveruleikinn og glansmyndir haldast ekki alltaf í hendur.“ Indíana segir að viðbrögðin hafi verið mjög góð og er hún mjög þakklát fyrir það. „Ég birti myndirnar fyrst á Instagram og hef verið að fá mikil viðbrögð þar og sérstaklega frá ungum stelpum og það þykir mér vænt um. Viðbrögðin við bloggfærslu minni voru einnig mjög jákvæð. Ef þessi myndaþáttur hefur haft jákvæð áhrif á eina stelpu eða einn strák þá er ég sátt.“ Myndirnar af Indíönu hafa vakið mikla athygli.Indíana skrifar langa bloggfærslu um málið á H Magasín og segir þar að hún sé vissulega ekki fullkomin en; „Langar að vera besta Indíana Nanna Jóhannsdóttir sem til er í heiminum. Vellíðan og hamingja fyrir mér felst í því að líða vel í eigin skinni, vera í góðu andlegu jafnvægi og vera í góðum tengslum við fólkið sem ég elska. Þessir hlutir eru fyrir mér bæði andlegir og líkamlegir, oft stjórnanlegir en.. stundum nær innri gagnrýnandinn tökum.“ Hún segir að það sé ótrúlegt hvað við séum oft góð að rífa okkur sjálf niður. „Svo hikum við oft ekki við að hrósa öðrum og hvetja þá áfram þegar þeim mistekst. Í glansmyndafári nútímans er auðvelt að gleyma sér, bera sig saman við aðra og rífa sig síðan niður fyrir að vera ekki að æfa jafn vel eða vera í jafn góðu formi og einhver annar sem dæmi. Ég á ekki börn en ég vonast til að gerast svo lukkuleg að eignast börn í framtíðinni og fá að ala þau upp. Ég hugsa sérstaklega til þess að eignast stelpu og ef það gerist vil ég að hún líti á mig sem fyrirmynd. Ég vil vera hreinskilin við hana og kenna henni að vera sjálfstæð og sterk. Ég vil kenna henni að elska sig og líkamann sinn.“ Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Berglaug Petra, vinkona mín og nemi í Ljósmyndaskóla Íslands, gaf nýlega út blað sem heitir ÓNEFNA. Hún og tvær aðrar stelpur voru að gera allskonar myndaþætti fyrir blaðið sem snérust um að leggja áherslu á jákvæða líkamsímynd,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir sem er 24 ára vefstjóri, bloggari og Tabata hóptímakennari. Hún deildi á dögunum færslu á Instagram sem vakti mikla athygli. Þar sýnir hún hvernig líkaminn getur verið öðruvísi eftir líkamsstöðu og ekki sé alltaf allt sem sýnist. Indíana bloggar einnig um málið á vefsíðunni H Magasín. Þessar myndir voru teknar til að sýna hversu ólíkur líkaminn getur verið í mismunandi pósum og stellingum. Það er gott að minna sig á að raunveruleikann er ekki alltaf að finna í glansmyndinni. . . Reynum að koma betur fram við okkur sjálf og reynum að elska líkamann okkar, sama hvernig hann er. Við fáum bara einn A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Jul 31, 2017 at 4:17pm PDT „Ég hafði fengið þessa flugu í hausinn einhvern tímann um að það væri áhugavert að taka myndir af einstakling í mismunandi pósum og stellingum, önnur myndin væri þá uppstillt en hin afslöppuð og eðlileg. Við sjáum oftast bara uppstilltu myndirnar á netinu og það er gott að minna sig á að raunveruleikinn og glansmyndir haldast ekki alltaf í hendur.“ Indíana segir að viðbrögðin hafi verið mjög góð og er hún mjög þakklát fyrir það. „Ég birti myndirnar fyrst á Instagram og hef verið að fá mikil viðbrögð þar og sérstaklega frá ungum stelpum og það þykir mér vænt um. Viðbrögðin við bloggfærslu minni voru einnig mjög jákvæð. Ef þessi myndaþáttur hefur haft jákvæð áhrif á eina stelpu eða einn strák þá er ég sátt.“ Myndirnar af Indíönu hafa vakið mikla athygli.Indíana skrifar langa bloggfærslu um málið á H Magasín og segir þar að hún sé vissulega ekki fullkomin en; „Langar að vera besta Indíana Nanna Jóhannsdóttir sem til er í heiminum. Vellíðan og hamingja fyrir mér felst í því að líða vel í eigin skinni, vera í góðu andlegu jafnvægi og vera í góðum tengslum við fólkið sem ég elska. Þessir hlutir eru fyrir mér bæði andlegir og líkamlegir, oft stjórnanlegir en.. stundum nær innri gagnrýnandinn tökum.“ Hún segir að það sé ótrúlegt hvað við séum oft góð að rífa okkur sjálf niður. „Svo hikum við oft ekki við að hrósa öðrum og hvetja þá áfram þegar þeim mistekst. Í glansmyndafári nútímans er auðvelt að gleyma sér, bera sig saman við aðra og rífa sig síðan niður fyrir að vera ekki að æfa jafn vel eða vera í jafn góðu formi og einhver annar sem dæmi. Ég á ekki börn en ég vonast til að gerast svo lukkuleg að eignast börn í framtíðinni og fá að ala þau upp. Ég hugsa sérstaklega til þess að eignast stelpu og ef það gerist vil ég að hún líti á mig sem fyrirmynd. Ég vil vera hreinskilin við hana og kenna henni að vera sjálfstæð og sterk. Ég vil kenna henni að elska sig og líkamann sinn.“
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira