Mest æfða hljómsveit landsins þorir loks út úr skápnum Stefán Árni Pálsson skrifar 3. ágúst 2017 12:30 Blúsbandið á tónleikum í Flatey. Bílskúrsbandið Blúsband Jóns Baldurs (BBJB) hefur loks gefið út nokkur lög sín á Spotify, en þetta er í fyrsta sinn sem sveitin gefur út lög eftir að hafa starfað saman í 44 ár. Lögin eru gefin út undir nafninu Fiskur og slor. Liðsmenn sveitarinnar hafa löngum lýst bandinu sem því „mest æfða á landinu“ en þeir hófu samstarf á námsárum sínum í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973. Í tilkynningu frá sveitinni segir að á þeim árum hafi verið aðrar hljómsveitir sem stálu athyglinni afar óverðskuldað, til að mynda Stuðmenn, Spilverkið og Diabolus in Musica, sem einn meðlimur Blúsbandsins starfaði reyndar einnig með. „Með tímanum höfum við þó komist á þá einbeittu skoðun, að þjóðinni sé hollt að kynnast afurðum BBJB á upptökum áður en meðlimir, sem eru orðnir rúmlega sextugir, hrökkva upp af. Við brugðum okkur því í stúdíó og tókum upp fjögur lög. Ekkert þeirra flokkast undir blús.Þvílíkt grúv!Við erum svo forpokaðir, að við höfðum textana á íslensku enda ekki ætlunin að sigra alheiminn. Hljómurinn er beint út úr bílskúrnum og ekki er beitt neinum tæknibrellum til að þóknast iðnaði og bröskurum,“ segir í tilkynningunni. Lögin eru fjögur talsins og sögð vel viðeigandi fyrir lífsreynda karlmenn sem hafa allskonar bíla- og kvennavandamál. Nefnast þau Fiskur og slor, Eitt hliðarspor, Græna og hvíta skruggan og Svörtu tárin. Liðsmenn Blúsbandsins eru þeir Jón Baldur Þorbjörnsson (söngvari og bassaleikari sveitarinnar og starfar annars að ferðamálum), Páll Torfi Önundarson (a.k.a. „Dr. Blood“ sem spilar á gítar, syngur helst ekki og starfar annars sem yfirlæknir á Landspítala og prófessor í blóðsjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands), Kristján Sigurmundsson (betur þekktur sem „Stjáni saxófónn“, syngur, gítar, hljómborð, slagverk, munnharpa og starfar sem forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg ), Kjartan Jóhannesson (syngur og spilar á gítar, en er annars elsti starfsmaður Reiknistofu bankanna en er þó ekkert mjög gamall) og svo Einar Sigurmundsson (trommari, handbókahöfundur auk þess að starfa við íslenskun tæknilegs efnis).Dr. Blood. Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Sjá meira
Bílskúrsbandið Blúsband Jóns Baldurs (BBJB) hefur loks gefið út nokkur lög sín á Spotify, en þetta er í fyrsta sinn sem sveitin gefur út lög eftir að hafa starfað saman í 44 ár. Lögin eru gefin út undir nafninu Fiskur og slor. Liðsmenn sveitarinnar hafa löngum lýst bandinu sem því „mest æfða á landinu“ en þeir hófu samstarf á námsárum sínum í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973. Í tilkynningu frá sveitinni segir að á þeim árum hafi verið aðrar hljómsveitir sem stálu athyglinni afar óverðskuldað, til að mynda Stuðmenn, Spilverkið og Diabolus in Musica, sem einn meðlimur Blúsbandsins starfaði reyndar einnig með. „Með tímanum höfum við þó komist á þá einbeittu skoðun, að þjóðinni sé hollt að kynnast afurðum BBJB á upptökum áður en meðlimir, sem eru orðnir rúmlega sextugir, hrökkva upp af. Við brugðum okkur því í stúdíó og tókum upp fjögur lög. Ekkert þeirra flokkast undir blús.Þvílíkt grúv!Við erum svo forpokaðir, að við höfðum textana á íslensku enda ekki ætlunin að sigra alheiminn. Hljómurinn er beint út úr bílskúrnum og ekki er beitt neinum tæknibrellum til að þóknast iðnaði og bröskurum,“ segir í tilkynningunni. Lögin eru fjögur talsins og sögð vel viðeigandi fyrir lífsreynda karlmenn sem hafa allskonar bíla- og kvennavandamál. Nefnast þau Fiskur og slor, Eitt hliðarspor, Græna og hvíta skruggan og Svörtu tárin. Liðsmenn Blúsbandsins eru þeir Jón Baldur Þorbjörnsson (söngvari og bassaleikari sveitarinnar og starfar annars að ferðamálum), Páll Torfi Önundarson (a.k.a. „Dr. Blood“ sem spilar á gítar, syngur helst ekki og starfar annars sem yfirlæknir á Landspítala og prófessor í blóðsjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands), Kristján Sigurmundsson (betur þekktur sem „Stjáni saxófónn“, syngur, gítar, hljómborð, slagverk, munnharpa og starfar sem forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg ), Kjartan Jóhannesson (syngur og spilar á gítar, en er annars elsti starfsmaður Reiknistofu bankanna en er þó ekkert mjög gamall) og svo Einar Sigurmundsson (trommari, handbókahöfundur auk þess að starfa við íslenskun tæknilegs efnis).Dr. Blood.
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Sjá meira