Lífið

Chris Martin minntist Chester Bennington með tilfinningaþrungnum flutningi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegur flutningur frá Chris Martin.
Fallegur flutningur frá Chris Martin.
Chris Martin söngvari Coldplay minntist Chester Bennington á tónleikum sveitarinnar í New Jersey á þriðjudagskvöldið. 

Martin tók rólega útgáfu af laginu Crawling sem Linkin Park gerði vinsælt á sínum tíma. Flutningurinn tók greinilega á söngvarann og gekk hann af sviðinu um leið og hann hafði lokið við flutninginn. 

Útgáfa Chris Martin var virkilega falleg og mun rólegri en útgáfa Linkin Park. Söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park, Chester Bennington, svipti sig lífi á heimili sínu þann 20. júlí, aðeins 41 árs að aldri.

Hér að neðan má sjá upptöku af flutningi Chris Martin og þar fyrir neðan má sjá upprunalegu útgáfuna.

 


Tengdar fréttir

Hljómsveitarmeðlimir Linkin Park í rusli

„Elsku Chester, hjörtu okkar eru brostin.“ Svona hljóma upphafsorð minningargreinar hljómsveitarmeðlima Linkin Park sem þeir birtu á Facebooksíðu hljómsveitarinnar í dag. Chester Bennington framdi sjálfsvíg 20. júlí síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×