Innlent

Suðurlandsvegur lokaður eftir að olíuflutningabíll fór á hliðina

Atli Ísleifsson skrifar
Olía lekur úr olíuflutningabílnum.
Olía lekur úr olíuflutningabílnum. Halli gísla
Uppfært 9:30: Búið er að opna aðra akreinina eftir slysið og er umferð stýrt af lögreglu þar til hægt er að opna báðar akreinar.



Suðurlandsvegur á Sólheimasandi við afleggjarann að Sólheimajökli í Mýrdal er lokaður í báðar áttir vegna umferðarslyss.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að tilkynning hafi borist um árekstur á milli tveggja bifreiða – fólksbifreiðar og olíuflutningabifreiðar, og mun olíuflutningabifreiðin hafa oltið á hliðina.

Halli gísla
„Einhver slys eru á fólki og þá lekur olía úr olíuflutningabifreiðinni. Viðbragðsaðilar eru nýkomnir á vettvang og hafa hafið vinnu á vettvangi. Ekki er hægt að gefa frekari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu. Óvíst er hversu lengi veg­in­um verður lokað,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært 8:22:

Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir að svo virðist sem að olíubíll á sem ók á þjóðvegi 1 og fólksbíll sem kom frá afleggjaranum að Sólheimajökli hafi skollið saman með þeim afleiðingum að olíubíllinn valt.

Olíubíllinn er með 20 þúsund lítra af eldsneyti í tankinum sem er skipt niður í sex hólf. Lekur olía úr einu hólfinu þar sem í eru 7.500 lítrar og sé lekinn ekki mikill. Slökkvilið frá Vík og Hvolsvelli eru á staðnum og eru meiðsl á fólki minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×