Töluðust ekki við í tvo áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 13:46 Kvikmyndaleikstjórinn Danny Boyle og leikarinn Ewan McGregor töluðust ekki við í tvo áratugi vegna ágreinings um hlutverk. Vísir/getty „Eins ánægður og ég var með að fá að starfa á ný saman í T2 [Trainspotting 2] varð mér hugsað til þeirra ára sem við glötuðum, allra áranna sem við hefðum getað verið í samstarfi, því ég hef alltaf staðið í þeirri trú að hann [Danny Boyle] dragi fram minn besta leik. Síðan verður mér hugsað til vináttunnar sem við fórum á mis við öll þessi ár.“ Þetta segir leikarinn Ewan McGregor í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Psychologies um tveggja áratuga langt ósætti hans og leikstjórans Danny Boyle. Þeir tóku höndum saman á síðasta ári við gerð framhaldsmyndarinnar T2:Trainspotting og er nú gróið um heilt á milli félaganna.Fannst hann eiga hlutverkið skiliðMcGregor sló í gegn í kvikmyndinni Trainspotting (1996). Samhliða aukinni velgengni stundaði leikarinn skemmtanalífið af krafti. Hann tók að drekka ótæpilega á þessum árum. Þegar Danny Boyle fól Leonardo DiCaprio aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Beach (2000) brást McGregor illa við því hann bjóst við að hreppa hlutverkið. Þetta varð til þess að þeir töluðust ekki við í tvo áratugi. Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hann tapaði áttum eftir að hafa leikið í Trainspotting árið 1996. Hann hafi misst sig í skemmtanalífi Hollywood og misst sjónar á því sem raunverulega skipti máli.Parið fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli.Vísir/getty„Á þessum tíma, sigldi ég öldu velgengninnar, drakk mikið og skemmti mér og ég hélt að ég væri hamingjusamur; en það var í raun eiginkonan mín og barn – þau sem allan tíman voru fyrir framan nefið á mér – sem gerðu mig hamingjusaman.“ McGregor hitti núverandi eiginkonu sína, Eve Mavrakis, þegar hann var 23 ára en það var einmitt hún sem hjálpaði honum að hætta að drekka upp úr síðustu aldamótum. Hann segir að hún hafi hjálpað sér að ná áttum og að hún sé hans stoð og stytta. McGregor segist vera afar lánsamur að hafa lært sína lexíu snemma á æviskeiðinu og þar með komið í veg fyrir frekari erfiðleika í lífinu.Létt og leikandi hjónabandÍ dag hafa hjónin verið gift í tuttugu og tvö ár og saman eiga þau fjórar dætur. Hin franska Eve Mavrakis starfar líka á sviði kvikmynda en hún sér alfarið um hina sjónrænu hlið og hannar leikmyndir. „Hjónabandið er yndislegt ferðalag. Ég er mjög heppinn að hafa fundið hana,“ segir leikarinn sem nú um mundir fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli. Hann vill síður tala um áfanga í því samhengi því hann telur orðið fela í sér vinnu. Þvert á móti lýsir hann hjónabandinu sem leikandi léttu og áreynslulausu. „Ég er ástfanginn af konunni minni. Við eigum fallegar stundir saman og ég elska að vera faðir,“ segir leikarinn sem er ánægður með lífið.McGregor er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni Eve Mavrakis.Vísir/getty Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Eins ánægður og ég var með að fá að starfa á ný saman í T2 [Trainspotting 2] varð mér hugsað til þeirra ára sem við glötuðum, allra áranna sem við hefðum getað verið í samstarfi, því ég hef alltaf staðið í þeirri trú að hann [Danny Boyle] dragi fram minn besta leik. Síðan verður mér hugsað til vináttunnar sem við fórum á mis við öll þessi ár.“ Þetta segir leikarinn Ewan McGregor í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Psychologies um tveggja áratuga langt ósætti hans og leikstjórans Danny Boyle. Þeir tóku höndum saman á síðasta ári við gerð framhaldsmyndarinnar T2:Trainspotting og er nú gróið um heilt á milli félaganna.Fannst hann eiga hlutverkið skiliðMcGregor sló í gegn í kvikmyndinni Trainspotting (1996). Samhliða aukinni velgengni stundaði leikarinn skemmtanalífið af krafti. Hann tók að drekka ótæpilega á þessum árum. Þegar Danny Boyle fól Leonardo DiCaprio aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Beach (2000) brást McGregor illa við því hann bjóst við að hreppa hlutverkið. Þetta varð til þess að þeir töluðust ekki við í tvo áratugi. Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hann tapaði áttum eftir að hafa leikið í Trainspotting árið 1996. Hann hafi misst sig í skemmtanalífi Hollywood og misst sjónar á því sem raunverulega skipti máli.Parið fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli.Vísir/getty„Á þessum tíma, sigldi ég öldu velgengninnar, drakk mikið og skemmti mér og ég hélt að ég væri hamingjusamur; en það var í raun eiginkonan mín og barn – þau sem allan tíman voru fyrir framan nefið á mér – sem gerðu mig hamingjusaman.“ McGregor hitti núverandi eiginkonu sína, Eve Mavrakis, þegar hann var 23 ára en það var einmitt hún sem hjálpaði honum að hætta að drekka upp úr síðustu aldamótum. Hann segir að hún hafi hjálpað sér að ná áttum og að hún sé hans stoð og stytta. McGregor segist vera afar lánsamur að hafa lært sína lexíu snemma á æviskeiðinu og þar með komið í veg fyrir frekari erfiðleika í lífinu.Létt og leikandi hjónabandÍ dag hafa hjónin verið gift í tuttugu og tvö ár og saman eiga þau fjórar dætur. Hin franska Eve Mavrakis starfar líka á sviði kvikmynda en hún sér alfarið um hina sjónrænu hlið og hannar leikmyndir. „Hjónabandið er yndislegt ferðalag. Ég er mjög heppinn að hafa fundið hana,“ segir leikarinn sem nú um mundir fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli. Hann vill síður tala um áfanga í því samhengi því hann telur orðið fela í sér vinnu. Þvert á móti lýsir hann hjónabandinu sem leikandi léttu og áreynslulausu. „Ég er ástfanginn af konunni minni. Við eigum fallegar stundir saman og ég elska að vera faðir,“ segir leikarinn sem er ánægður með lífið.McGregor er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni Eve Mavrakis.Vísir/getty
Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira