Töluðust ekki við í tvo áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 13:46 Kvikmyndaleikstjórinn Danny Boyle og leikarinn Ewan McGregor töluðust ekki við í tvo áratugi vegna ágreinings um hlutverk. Vísir/getty „Eins ánægður og ég var með að fá að starfa á ný saman í T2 [Trainspotting 2] varð mér hugsað til þeirra ára sem við glötuðum, allra áranna sem við hefðum getað verið í samstarfi, því ég hef alltaf staðið í þeirri trú að hann [Danny Boyle] dragi fram minn besta leik. Síðan verður mér hugsað til vináttunnar sem við fórum á mis við öll þessi ár.“ Þetta segir leikarinn Ewan McGregor í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Psychologies um tveggja áratuga langt ósætti hans og leikstjórans Danny Boyle. Þeir tóku höndum saman á síðasta ári við gerð framhaldsmyndarinnar T2:Trainspotting og er nú gróið um heilt á milli félaganna.Fannst hann eiga hlutverkið skiliðMcGregor sló í gegn í kvikmyndinni Trainspotting (1996). Samhliða aukinni velgengni stundaði leikarinn skemmtanalífið af krafti. Hann tók að drekka ótæpilega á þessum árum. Þegar Danny Boyle fól Leonardo DiCaprio aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Beach (2000) brást McGregor illa við því hann bjóst við að hreppa hlutverkið. Þetta varð til þess að þeir töluðust ekki við í tvo áratugi. Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hann tapaði áttum eftir að hafa leikið í Trainspotting árið 1996. Hann hafi misst sig í skemmtanalífi Hollywood og misst sjónar á því sem raunverulega skipti máli.Parið fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli.Vísir/getty„Á þessum tíma, sigldi ég öldu velgengninnar, drakk mikið og skemmti mér og ég hélt að ég væri hamingjusamur; en það var í raun eiginkonan mín og barn – þau sem allan tíman voru fyrir framan nefið á mér – sem gerðu mig hamingjusaman.“ McGregor hitti núverandi eiginkonu sína, Eve Mavrakis, þegar hann var 23 ára en það var einmitt hún sem hjálpaði honum að hætta að drekka upp úr síðustu aldamótum. Hann segir að hún hafi hjálpað sér að ná áttum og að hún sé hans stoð og stytta. McGregor segist vera afar lánsamur að hafa lært sína lexíu snemma á æviskeiðinu og þar með komið í veg fyrir frekari erfiðleika í lífinu.Létt og leikandi hjónabandÍ dag hafa hjónin verið gift í tuttugu og tvö ár og saman eiga þau fjórar dætur. Hin franska Eve Mavrakis starfar líka á sviði kvikmynda en hún sér alfarið um hina sjónrænu hlið og hannar leikmyndir. „Hjónabandið er yndislegt ferðalag. Ég er mjög heppinn að hafa fundið hana,“ segir leikarinn sem nú um mundir fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli. Hann vill síður tala um áfanga í því samhengi því hann telur orðið fela í sér vinnu. Þvert á móti lýsir hann hjónabandinu sem leikandi léttu og áreynslulausu. „Ég er ástfanginn af konunni minni. Við eigum fallegar stundir saman og ég elska að vera faðir,“ segir leikarinn sem er ánægður með lífið.McGregor er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni Eve Mavrakis.Vísir/getty Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
„Eins ánægður og ég var með að fá að starfa á ný saman í T2 [Trainspotting 2] varð mér hugsað til þeirra ára sem við glötuðum, allra áranna sem við hefðum getað verið í samstarfi, því ég hef alltaf staðið í þeirri trú að hann [Danny Boyle] dragi fram minn besta leik. Síðan verður mér hugsað til vináttunnar sem við fórum á mis við öll þessi ár.“ Þetta segir leikarinn Ewan McGregor í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Psychologies um tveggja áratuga langt ósætti hans og leikstjórans Danny Boyle. Þeir tóku höndum saman á síðasta ári við gerð framhaldsmyndarinnar T2:Trainspotting og er nú gróið um heilt á milli félaganna.Fannst hann eiga hlutverkið skiliðMcGregor sló í gegn í kvikmyndinni Trainspotting (1996). Samhliða aukinni velgengni stundaði leikarinn skemmtanalífið af krafti. Hann tók að drekka ótæpilega á þessum árum. Þegar Danny Boyle fól Leonardo DiCaprio aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Beach (2000) brást McGregor illa við því hann bjóst við að hreppa hlutverkið. Þetta varð til þess að þeir töluðust ekki við í tvo áratugi. Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hann tapaði áttum eftir að hafa leikið í Trainspotting árið 1996. Hann hafi misst sig í skemmtanalífi Hollywood og misst sjónar á því sem raunverulega skipti máli.Parið fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli.Vísir/getty„Á þessum tíma, sigldi ég öldu velgengninnar, drakk mikið og skemmti mér og ég hélt að ég væri hamingjusamur; en það var í raun eiginkonan mín og barn – þau sem allan tíman voru fyrir framan nefið á mér – sem gerðu mig hamingjusaman.“ McGregor hitti núverandi eiginkonu sína, Eve Mavrakis, þegar hann var 23 ára en það var einmitt hún sem hjálpaði honum að hætta að drekka upp úr síðustu aldamótum. Hann segir að hún hafi hjálpað sér að ná áttum og að hún sé hans stoð og stytta. McGregor segist vera afar lánsamur að hafa lært sína lexíu snemma á æviskeiðinu og þar með komið í veg fyrir frekari erfiðleika í lífinu.Létt og leikandi hjónabandÍ dag hafa hjónin verið gift í tuttugu og tvö ár og saman eiga þau fjórar dætur. Hin franska Eve Mavrakis starfar líka á sviði kvikmynda en hún sér alfarið um hina sjónrænu hlið og hannar leikmyndir. „Hjónabandið er yndislegt ferðalag. Ég er mjög heppinn að hafa fundið hana,“ segir leikarinn sem nú um mundir fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli. Hann vill síður tala um áfanga í því samhengi því hann telur orðið fela í sér vinnu. Þvert á móti lýsir hann hjónabandinu sem leikandi léttu og áreynslulausu. „Ég er ástfanginn af konunni minni. Við eigum fallegar stundir saman og ég elska að vera faðir,“ segir leikarinn sem er ánægður með lífið.McGregor er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni Eve Mavrakis.Vísir/getty
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira