Lífið

Sólrún Diego með barni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sólrún Diego ásamt dóttur sinni, Maísól.
Sólrún Diego ásamt dóttur sinni, Maísól.
Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego gengur nú með sitt annað barn.

Þetta tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni nú í hádeginu. Fyrir á hún dótturina Maísól með unnusta sínum, verkfræðingnum Frans Veigari Garðarssyni.

Sólrún Diego hefur verið ein alskærasta samfélagsmiðlastjarna Íslands síðastliðin misseri og hafa þúsundir Íslendinga fylgst með ævintýrum hennar og fjölskyldunnar á Snapchat. Hún er orðin landsþekkt fyrir einföld en áhrifarík þrifráð og er hún líklega ástæða þess að finna má hina svokölluðu „scrubstone“ á nær öllum heimilum landsins.

Þá heldur hún einnig úti lífstílsbloggsíðunni mamie.is sem er fastur punktur í nethring margra Íslendinga.

Hér að neðan má sjá tilkynningu Sólrúnar. Rúmlega 1700 manns hafa lækað hana á þeim klukkutíma sem hún hefur lifað á vefnum.

 

Spring úr ást

A post shared by @solrundiego on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×