Telur nauðsynlegt að minnka sóun á tíma og orku sjúklinga og fagfólks Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. júlí 2017 14:05 Óttar vill nýta reynslu og innsæi Láru og annarra sem glímt hafa við krabbamein til að einfalda sjúklingum og aðstandendum lífið. Vísir/Stefán Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, tekur undir ábendingar Láru Guðrúnar Jóhönnudóttur um að of mikill tími sjúklinga og aðstandanda fari í að leita upplýsinga og að fara á milli stofnana. Lára Guðrún var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem hún ræddi um þjónustu til krabbameinsveikra. Ræddi hún um að sjúklingar beri háan og dulinn kostnað og þurfi að ganga á milli stofnana og glíma við skrifræðið.Í innleggi á Facebook síðu sinni segir Óttar að heilbrigðiskerfið sé í eðli sínu flókið og margslungið. „Við þurfum að nýta okkur reynslu og innsæi Láru og annara til að einfalda og létta sjúklingum og aðstandendum lífið,” skrifar hann.Of mikill tími fari í að leita að upplýsingum Tekur hann undir það að of mikill tími sjúklinga og aðstandenda fari í að leita að upplýsingum og að fara á milli stofnana. Segir hann að ein af megináherslum ríkisstjórnarinnar sé nú að bæta samstarf þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu og að efla þverfaglega teymisvinnu til að gera þjónustuna markvissari og árangursríkari. „Hugmyndir Láru um faglega leiðsögn til að rata í kerfinu eru mjög góðar og ríma við áherslur mínar um að bæta upplýsingagjöf, fræðslu og leiðsögn innan kerfisins,“ skrifar Óttarr.Sárt að vita hve krabbameinsveikir hafa þurft að greiða háar upphæðir vegna meðferðarTelur hann það að það sé komið þak á heildargreiðslur einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu sé mikil breyting til batnaðar.„Það er sárt að vita hve krabbameinsveikir hafa þurft að greiða háar upphæðir vegna meðferðar undanfarin ár,” skrifar Óttarr en hann segist vilja lækka enn frekar þátt einstaklinga í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Ábendingar Láru í takt við tillögur að íslenskri krabbameinsáætlunÓttar tekur einnig undir með Láru um að nauðsynlegt sé “að tryggja að sjúklingar fái tóm og tíma til að safna orku og byggja sig aftur upp í kjölfar veikinda.” „Ábendingar Láru eru í takt við tillögur að íslenskri krabbameinsáætlun sem nú liggja fyrir með áherslu á aukinn stuðning og ráðgjöf til einstaklinga með krabbamein og aðstandenda. Sérstaklega þurfum við að taka okkur á og tryggja að þjónustan sé samfelld og samræmd. Framundan er starf nýrrar nefndar sem mun forgangsraða þessum nýju tillögum og ekki spurning að hugmyndir og ábendingar Láru eiga erindi inn í þá vinnu,” segir Óttarr. Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar vegna „metnaðarlausrar“ fjárhagsáætlunar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, tekur undir ábendingar Láru Guðrúnar Jóhönnudóttur um að of mikill tími sjúklinga og aðstandanda fari í að leita upplýsinga og að fara á milli stofnana. Lára Guðrún var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem hún ræddi um þjónustu til krabbameinsveikra. Ræddi hún um að sjúklingar beri háan og dulinn kostnað og þurfi að ganga á milli stofnana og glíma við skrifræðið.Í innleggi á Facebook síðu sinni segir Óttar að heilbrigðiskerfið sé í eðli sínu flókið og margslungið. „Við þurfum að nýta okkur reynslu og innsæi Láru og annara til að einfalda og létta sjúklingum og aðstandendum lífið,” skrifar hann.Of mikill tími fari í að leita að upplýsingum Tekur hann undir það að of mikill tími sjúklinga og aðstandenda fari í að leita að upplýsingum og að fara á milli stofnana. Segir hann að ein af megináherslum ríkisstjórnarinnar sé nú að bæta samstarf þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu og að efla þverfaglega teymisvinnu til að gera þjónustuna markvissari og árangursríkari. „Hugmyndir Láru um faglega leiðsögn til að rata í kerfinu eru mjög góðar og ríma við áherslur mínar um að bæta upplýsingagjöf, fræðslu og leiðsögn innan kerfisins,“ skrifar Óttarr.Sárt að vita hve krabbameinsveikir hafa þurft að greiða háar upphæðir vegna meðferðarTelur hann það að það sé komið þak á heildargreiðslur einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu sé mikil breyting til batnaðar.„Það er sárt að vita hve krabbameinsveikir hafa þurft að greiða háar upphæðir vegna meðferðar undanfarin ár,” skrifar Óttarr en hann segist vilja lækka enn frekar þátt einstaklinga í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Ábendingar Láru í takt við tillögur að íslenskri krabbameinsáætlunÓttar tekur einnig undir með Láru um að nauðsynlegt sé “að tryggja að sjúklingar fái tóm og tíma til að safna orku og byggja sig aftur upp í kjölfar veikinda.” „Ábendingar Láru eru í takt við tillögur að íslenskri krabbameinsáætlun sem nú liggja fyrir með áherslu á aukinn stuðning og ráðgjöf til einstaklinga með krabbamein og aðstandenda. Sérstaklega þurfum við að taka okkur á og tryggja að þjónustan sé samfelld og samræmd. Framundan er starf nýrrar nefndar sem mun forgangsraða þessum nýju tillögum og ekki spurning að hugmyndir og ábendingar Láru eiga erindi inn í þá vinnu,” segir Óttarr.
Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar vegna „metnaðarlausrar“ fjárhagsáætlunar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Sjá meira