Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Vísir/AFP Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ekki sé einhugur innan bresku ríkisstjórnarinnar um þá hugmynd fjármálaráðherrans Philips Hammond að leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu í allt að þrjú ár eftir að Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Í samtali við breska fjölmiðla um helgina áréttaði Fox að krafa meirihluta Breta um að taka stjórn á eigin landamærum í sínar hendur hefði komið skýrlega fram í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar um að ganga úr sambandinu. „Óheft og frjáls för fólks yrði, að því er virðist, ekki í samræmi við þessa afdráttarlausu ákvörðun Breta,“ sagði hann. Bretar ættu að stýra eigin landamærum eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið í mars árið 2019. Undantekningar á því kæmu ekki til greina nema að öll ríkisstjórnin, en ekki einstaka ráðherrar, væri einhuga um þær. Fox brást þannig við orðum sem Hammond lét falla fyrir helgi um að samband Bretlands og Evrópusambandsins yrði, eftir að Bretland gengur formlega úr sambandinu, að mörgu leyti mjög áþekkt því sem nú er. Gaf Hammond til kynna að bresk stjórnvöld myndu áfram leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu, gegn því að fá áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, í að minnsta kosti þrjú ár eftir að Bretar segðu skilið við sambandið að nafni til. Fjármálaráðherrann fullyrti að það væri „víðtæk sátt“ innan ríkisstjórnarinnar um slíka lausn.Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, og Theresa May forsætisráðherra eru sögð samtaka um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði of harkaleg. NORDICPHOTOS/GETTY Fox sagðist hins vegar ekki kannast við umrædda sátt. „Ef það hafa átt sér stað viðræður um að farin verði slík leið, þá hef ég allavega ekki tekið þátt í þeim. Ég hef ekki átt í viðræðum um það eða ljáð samþykki mitt við þess háttar tillögum,“ sagði hann. Margir ákafir fylgjendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan breska Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Hammond harðlega og sagt að tillögur hans þýði að Bretar muni í raun ekki segja skilið við sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2022. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er um þessar mundir í sumarfríi og hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Hammonds. Fox lýsti í viðtali við Sunday Times í gær efasemdum sínum um að allir borgarar Evrópusambandsríkja myndu áfram geta ferðast möglunarlaust til Bretlands allt til ársins 2022. Vissulega yrðu bresk stjórnvöld að reyna að milda áhrif útgöngunnar og ná ákveðnum málamiðlunum við Evrópusambandið, en breskir kjósendur myndu ekki sætta sig við hvaða málamiðlanir sem er.Liam Fox, viðskiptaráðherra BretlandsChris Mason, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli Fox sýni þann klofning sem skekur bresku ríkisstjórnina í málinu. Ráðherrarnir séu sammála um að „harkaleg“ útganga Bretlands úr Evrópusambandinu komi ekki til greina. Hins vegar séu þeir ekki ásáttir um hvernig sambandi Breta og ESB skuli háttað í mars 2019, þá fyrst og fremst hvort heimila eigi áfram, í það minnsta tímabundið, frjálsa för borgara Evrópusambandsríkja til og frá Bretlandi. Ráðamenn í Brussel hafa margoft ítrekað að Bretar muni ekki hafa aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks á milli landa. Bretar geti ekki valið og hafnað kostum sambandsins eftir eigin hentisemi. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ekki sé einhugur innan bresku ríkisstjórnarinnar um þá hugmynd fjármálaráðherrans Philips Hammond að leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu í allt að þrjú ár eftir að Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Í samtali við breska fjölmiðla um helgina áréttaði Fox að krafa meirihluta Breta um að taka stjórn á eigin landamærum í sínar hendur hefði komið skýrlega fram í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar um að ganga úr sambandinu. „Óheft og frjáls för fólks yrði, að því er virðist, ekki í samræmi við þessa afdráttarlausu ákvörðun Breta,“ sagði hann. Bretar ættu að stýra eigin landamærum eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið í mars árið 2019. Undantekningar á því kæmu ekki til greina nema að öll ríkisstjórnin, en ekki einstaka ráðherrar, væri einhuga um þær. Fox brást þannig við orðum sem Hammond lét falla fyrir helgi um að samband Bretlands og Evrópusambandsins yrði, eftir að Bretland gengur formlega úr sambandinu, að mörgu leyti mjög áþekkt því sem nú er. Gaf Hammond til kynna að bresk stjórnvöld myndu áfram leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu, gegn því að fá áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, í að minnsta kosti þrjú ár eftir að Bretar segðu skilið við sambandið að nafni til. Fjármálaráðherrann fullyrti að það væri „víðtæk sátt“ innan ríkisstjórnarinnar um slíka lausn.Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, og Theresa May forsætisráðherra eru sögð samtaka um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði of harkaleg. NORDICPHOTOS/GETTY Fox sagðist hins vegar ekki kannast við umrædda sátt. „Ef það hafa átt sér stað viðræður um að farin verði slík leið, þá hef ég allavega ekki tekið þátt í þeim. Ég hef ekki átt í viðræðum um það eða ljáð samþykki mitt við þess háttar tillögum,“ sagði hann. Margir ákafir fylgjendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan breska Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Hammond harðlega og sagt að tillögur hans þýði að Bretar muni í raun ekki segja skilið við sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2022. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er um þessar mundir í sumarfríi og hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Hammonds. Fox lýsti í viðtali við Sunday Times í gær efasemdum sínum um að allir borgarar Evrópusambandsríkja myndu áfram geta ferðast möglunarlaust til Bretlands allt til ársins 2022. Vissulega yrðu bresk stjórnvöld að reyna að milda áhrif útgöngunnar og ná ákveðnum málamiðlunum við Evrópusambandið, en breskir kjósendur myndu ekki sætta sig við hvaða málamiðlanir sem er.Liam Fox, viðskiptaráðherra BretlandsChris Mason, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli Fox sýni þann klofning sem skekur bresku ríkisstjórnina í málinu. Ráðherrarnir séu sammála um að „harkaleg“ útganga Bretlands úr Evrópusambandinu komi ekki til greina. Hins vegar séu þeir ekki ásáttir um hvernig sambandi Breta og ESB skuli háttað í mars 2019, þá fyrst og fremst hvort heimila eigi áfram, í það minnsta tímabundið, frjálsa för borgara Evrópusambandsríkja til og frá Bretlandi. Ráðamenn í Brussel hafa margoft ítrekað að Bretar muni ekki hafa aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks á milli landa. Bretar geti ekki valið og hafnað kostum sambandsins eftir eigin hentisemi.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira