Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Vísir/AFP Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ekki sé einhugur innan bresku ríkisstjórnarinnar um þá hugmynd fjármálaráðherrans Philips Hammond að leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu í allt að þrjú ár eftir að Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Í samtali við breska fjölmiðla um helgina áréttaði Fox að krafa meirihluta Breta um að taka stjórn á eigin landamærum í sínar hendur hefði komið skýrlega fram í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar um að ganga úr sambandinu. „Óheft og frjáls för fólks yrði, að því er virðist, ekki í samræmi við þessa afdráttarlausu ákvörðun Breta,“ sagði hann. Bretar ættu að stýra eigin landamærum eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið í mars árið 2019. Undantekningar á því kæmu ekki til greina nema að öll ríkisstjórnin, en ekki einstaka ráðherrar, væri einhuga um þær. Fox brást þannig við orðum sem Hammond lét falla fyrir helgi um að samband Bretlands og Evrópusambandsins yrði, eftir að Bretland gengur formlega úr sambandinu, að mörgu leyti mjög áþekkt því sem nú er. Gaf Hammond til kynna að bresk stjórnvöld myndu áfram leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu, gegn því að fá áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, í að minnsta kosti þrjú ár eftir að Bretar segðu skilið við sambandið að nafni til. Fjármálaráðherrann fullyrti að það væri „víðtæk sátt“ innan ríkisstjórnarinnar um slíka lausn.Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, og Theresa May forsætisráðherra eru sögð samtaka um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði of harkaleg. NORDICPHOTOS/GETTY Fox sagðist hins vegar ekki kannast við umrædda sátt. „Ef það hafa átt sér stað viðræður um að farin verði slík leið, þá hef ég allavega ekki tekið þátt í þeim. Ég hef ekki átt í viðræðum um það eða ljáð samþykki mitt við þess háttar tillögum,“ sagði hann. Margir ákafir fylgjendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan breska Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Hammond harðlega og sagt að tillögur hans þýði að Bretar muni í raun ekki segja skilið við sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2022. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er um þessar mundir í sumarfríi og hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Hammonds. Fox lýsti í viðtali við Sunday Times í gær efasemdum sínum um að allir borgarar Evrópusambandsríkja myndu áfram geta ferðast möglunarlaust til Bretlands allt til ársins 2022. Vissulega yrðu bresk stjórnvöld að reyna að milda áhrif útgöngunnar og ná ákveðnum málamiðlunum við Evrópusambandið, en breskir kjósendur myndu ekki sætta sig við hvaða málamiðlanir sem er.Liam Fox, viðskiptaráðherra BretlandsChris Mason, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli Fox sýni þann klofning sem skekur bresku ríkisstjórnina í málinu. Ráðherrarnir séu sammála um að „harkaleg“ útganga Bretlands úr Evrópusambandinu komi ekki til greina. Hins vegar séu þeir ekki ásáttir um hvernig sambandi Breta og ESB skuli háttað í mars 2019, þá fyrst og fremst hvort heimila eigi áfram, í það minnsta tímabundið, frjálsa för borgara Evrópusambandsríkja til og frá Bretlandi. Ráðamenn í Brussel hafa margoft ítrekað að Bretar muni ekki hafa aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks á milli landa. Bretar geti ekki valið og hafnað kostum sambandsins eftir eigin hentisemi. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ekki sé einhugur innan bresku ríkisstjórnarinnar um þá hugmynd fjármálaráðherrans Philips Hammond að leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu í allt að þrjú ár eftir að Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Í samtali við breska fjölmiðla um helgina áréttaði Fox að krafa meirihluta Breta um að taka stjórn á eigin landamærum í sínar hendur hefði komið skýrlega fram í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar um að ganga úr sambandinu. „Óheft og frjáls för fólks yrði, að því er virðist, ekki í samræmi við þessa afdráttarlausu ákvörðun Breta,“ sagði hann. Bretar ættu að stýra eigin landamærum eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið í mars árið 2019. Undantekningar á því kæmu ekki til greina nema að öll ríkisstjórnin, en ekki einstaka ráðherrar, væri einhuga um þær. Fox brást þannig við orðum sem Hammond lét falla fyrir helgi um að samband Bretlands og Evrópusambandsins yrði, eftir að Bretland gengur formlega úr sambandinu, að mörgu leyti mjög áþekkt því sem nú er. Gaf Hammond til kynna að bresk stjórnvöld myndu áfram leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu, gegn því að fá áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, í að minnsta kosti þrjú ár eftir að Bretar segðu skilið við sambandið að nafni til. Fjármálaráðherrann fullyrti að það væri „víðtæk sátt“ innan ríkisstjórnarinnar um slíka lausn.Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, og Theresa May forsætisráðherra eru sögð samtaka um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði of harkaleg. NORDICPHOTOS/GETTY Fox sagðist hins vegar ekki kannast við umrædda sátt. „Ef það hafa átt sér stað viðræður um að farin verði slík leið, þá hef ég allavega ekki tekið þátt í þeim. Ég hef ekki átt í viðræðum um það eða ljáð samþykki mitt við þess háttar tillögum,“ sagði hann. Margir ákafir fylgjendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan breska Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Hammond harðlega og sagt að tillögur hans þýði að Bretar muni í raun ekki segja skilið við sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2022. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er um þessar mundir í sumarfríi og hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Hammonds. Fox lýsti í viðtali við Sunday Times í gær efasemdum sínum um að allir borgarar Evrópusambandsríkja myndu áfram geta ferðast möglunarlaust til Bretlands allt til ársins 2022. Vissulega yrðu bresk stjórnvöld að reyna að milda áhrif útgöngunnar og ná ákveðnum málamiðlunum við Evrópusambandið, en breskir kjósendur myndu ekki sætta sig við hvaða málamiðlanir sem er.Liam Fox, viðskiptaráðherra BretlandsChris Mason, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli Fox sýni þann klofning sem skekur bresku ríkisstjórnina í málinu. Ráðherrarnir séu sammála um að „harkaleg“ útganga Bretlands úr Evrópusambandinu komi ekki til greina. Hins vegar séu þeir ekki ásáttir um hvernig sambandi Breta og ESB skuli háttað í mars 2019, þá fyrst og fremst hvort heimila eigi áfram, í það minnsta tímabundið, frjálsa för borgara Evrópusambandsríkja til og frá Bretlandi. Ráðamenn í Brussel hafa margoft ítrekað að Bretar muni ekki hafa aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks á milli landa. Bretar geti ekki valið og hafnað kostum sambandsins eftir eigin hentisemi.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira