Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Vísir/AFP Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ekki sé einhugur innan bresku ríkisstjórnarinnar um þá hugmynd fjármálaráðherrans Philips Hammond að leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu í allt að þrjú ár eftir að Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Í samtali við breska fjölmiðla um helgina áréttaði Fox að krafa meirihluta Breta um að taka stjórn á eigin landamærum í sínar hendur hefði komið skýrlega fram í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar um að ganga úr sambandinu. „Óheft og frjáls för fólks yrði, að því er virðist, ekki í samræmi við þessa afdráttarlausu ákvörðun Breta,“ sagði hann. Bretar ættu að stýra eigin landamærum eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið í mars árið 2019. Undantekningar á því kæmu ekki til greina nema að öll ríkisstjórnin, en ekki einstaka ráðherrar, væri einhuga um þær. Fox brást þannig við orðum sem Hammond lét falla fyrir helgi um að samband Bretlands og Evrópusambandsins yrði, eftir að Bretland gengur formlega úr sambandinu, að mörgu leyti mjög áþekkt því sem nú er. Gaf Hammond til kynna að bresk stjórnvöld myndu áfram leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu, gegn því að fá áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, í að minnsta kosti þrjú ár eftir að Bretar segðu skilið við sambandið að nafni til. Fjármálaráðherrann fullyrti að það væri „víðtæk sátt“ innan ríkisstjórnarinnar um slíka lausn.Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, og Theresa May forsætisráðherra eru sögð samtaka um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði of harkaleg. NORDICPHOTOS/GETTY Fox sagðist hins vegar ekki kannast við umrædda sátt. „Ef það hafa átt sér stað viðræður um að farin verði slík leið, þá hef ég allavega ekki tekið þátt í þeim. Ég hef ekki átt í viðræðum um það eða ljáð samþykki mitt við þess háttar tillögum,“ sagði hann. Margir ákafir fylgjendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan breska Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Hammond harðlega og sagt að tillögur hans þýði að Bretar muni í raun ekki segja skilið við sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2022. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er um þessar mundir í sumarfríi og hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Hammonds. Fox lýsti í viðtali við Sunday Times í gær efasemdum sínum um að allir borgarar Evrópusambandsríkja myndu áfram geta ferðast möglunarlaust til Bretlands allt til ársins 2022. Vissulega yrðu bresk stjórnvöld að reyna að milda áhrif útgöngunnar og ná ákveðnum málamiðlunum við Evrópusambandið, en breskir kjósendur myndu ekki sætta sig við hvaða málamiðlanir sem er.Liam Fox, viðskiptaráðherra BretlandsChris Mason, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli Fox sýni þann klofning sem skekur bresku ríkisstjórnina í málinu. Ráðherrarnir séu sammála um að „harkaleg“ útganga Bretlands úr Evrópusambandinu komi ekki til greina. Hins vegar séu þeir ekki ásáttir um hvernig sambandi Breta og ESB skuli háttað í mars 2019, þá fyrst og fremst hvort heimila eigi áfram, í það minnsta tímabundið, frjálsa för borgara Evrópusambandsríkja til og frá Bretlandi. Ráðamenn í Brussel hafa margoft ítrekað að Bretar muni ekki hafa aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks á milli landa. Bretar geti ekki valið og hafnað kostum sambandsins eftir eigin hentisemi. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ekki sé einhugur innan bresku ríkisstjórnarinnar um þá hugmynd fjármálaráðherrans Philips Hammond að leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu í allt að þrjú ár eftir að Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Í samtali við breska fjölmiðla um helgina áréttaði Fox að krafa meirihluta Breta um að taka stjórn á eigin landamærum í sínar hendur hefði komið skýrlega fram í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar um að ganga úr sambandinu. „Óheft og frjáls för fólks yrði, að því er virðist, ekki í samræmi við þessa afdráttarlausu ákvörðun Breta,“ sagði hann. Bretar ættu að stýra eigin landamærum eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið í mars árið 2019. Undantekningar á því kæmu ekki til greina nema að öll ríkisstjórnin, en ekki einstaka ráðherrar, væri einhuga um þær. Fox brást þannig við orðum sem Hammond lét falla fyrir helgi um að samband Bretlands og Evrópusambandsins yrði, eftir að Bretland gengur formlega úr sambandinu, að mörgu leyti mjög áþekkt því sem nú er. Gaf Hammond til kynna að bresk stjórnvöld myndu áfram leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu, gegn því að fá áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, í að minnsta kosti þrjú ár eftir að Bretar segðu skilið við sambandið að nafni til. Fjármálaráðherrann fullyrti að það væri „víðtæk sátt“ innan ríkisstjórnarinnar um slíka lausn.Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, og Theresa May forsætisráðherra eru sögð samtaka um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði of harkaleg. NORDICPHOTOS/GETTY Fox sagðist hins vegar ekki kannast við umrædda sátt. „Ef það hafa átt sér stað viðræður um að farin verði slík leið, þá hef ég allavega ekki tekið þátt í þeim. Ég hef ekki átt í viðræðum um það eða ljáð samþykki mitt við þess háttar tillögum,“ sagði hann. Margir ákafir fylgjendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan breska Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Hammond harðlega og sagt að tillögur hans þýði að Bretar muni í raun ekki segja skilið við sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2022. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er um þessar mundir í sumarfríi og hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Hammonds. Fox lýsti í viðtali við Sunday Times í gær efasemdum sínum um að allir borgarar Evrópusambandsríkja myndu áfram geta ferðast möglunarlaust til Bretlands allt til ársins 2022. Vissulega yrðu bresk stjórnvöld að reyna að milda áhrif útgöngunnar og ná ákveðnum málamiðlunum við Evrópusambandið, en breskir kjósendur myndu ekki sætta sig við hvaða málamiðlanir sem er.Liam Fox, viðskiptaráðherra BretlandsChris Mason, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli Fox sýni þann klofning sem skekur bresku ríkisstjórnina í málinu. Ráðherrarnir séu sammála um að „harkaleg“ útganga Bretlands úr Evrópusambandinu komi ekki til greina. Hins vegar séu þeir ekki ásáttir um hvernig sambandi Breta og ESB skuli háttað í mars 2019, þá fyrst og fremst hvort heimila eigi áfram, í það minnsta tímabundið, frjálsa för borgara Evrópusambandsríkja til og frá Bretlandi. Ráðamenn í Brussel hafa margoft ítrekað að Bretar muni ekki hafa aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks á milli landa. Bretar geti ekki valið og hafnað kostum sambandsins eftir eigin hentisemi.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira