Ætla að útfæra leiðsögn fyrir krabbameinsveika Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. júlí 2017 20:00 Óttar vill nýta reynslu og innsæi Láru og annarra sem glímt hafa við krabbamein til að einfalda sjúklingum og aðstandendum lífið. Vísir/Stefán Heilbrigðisráðherra vill taka upp leiðsögumenn sem myndu hjálpa krabbameinsveikum að rata um heilbrigðiskerfið. Hann ætlar að þrýsta á lækkun á þaki á greiðsluþátttöku sjúklinga og segir að ráðist verði í vinnu við krabbameinsáætlun í haust. Fjallað var um mál Láru Guðrúnar Jóhönnudóttur í Fréttablaðinu um helgina og kvöldfréttum í gær. Hún var greind með brjóstakrabbamein í febrúar en móðir hennar lést úr sama meini fyrir sautján árum. Frá greiningu hefur hún þurft að leggja út tæplega 1,4 milljónir króna í kostnað vegna meðferðar. Hún telur ríkið eiga taka frekari þátt í kostnaði krabbameinssjúkra sem eigi allra síst að hafa fjárhagsáhyggjur á þessum tíma. „Eins og til dæmis Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ég efast um að hann vilji vera ráðherra og tilheyra samfélagi þar sem þú þarft að slá lán hjá tengdaforeldrum þínum til þess að fara í gegnum eggheimtu. Svo að þú eigir einhvern möguleika á því að geta stofnað fjölskyldu eftir meðferð," segir Lára Guðrún Jóhönnudóttir. Tillaga að íslenskri krabbameinsáætlun var birt fyrr í mánuðinum eftir miklar tafir þar sem birting hafði áður verið boðuð í árslok 2014. Ísland er eitt Norðurlandanna sem ekki hefur lokið við gerð krabbameinsáætlunar en til samanburðar má nefna að sambærileg áætlun var lögð fram árið 1998 í Noregi. Í maí var tekið upp nýtt greiðsluþátttökukerfi sem setur þak á kostnað sjúklinga. Heilbrigðisráðherra segir að þakið verði lækkað á næstunni. „Við viljum gera betur og höfum gert ráð fyrir í fjármálaáætlun næsta árs auknu fjármagni til að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga þrátt fyrir að við eigum eftir að útfæra það hvernig er best að skila þeim peningum. Hvaða póstum er best að vinna í," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Hann segir mikilvægt að bæta upplýsingagjöf til sjúklinga og verða ábendingar um nokkurs konar leiðsögumenn sem myndu vísa sjúklingum um kerfið teknar upp við áframhaldandi vinnu að krabbameinsáætlun í haust. „Þetta er náttúrulega mjög flókið kerfi og flókin meðferð oft og það er nokkuð sem ég vil gjarnan beita mér fyrir," segir Óttarr. Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar vegna „metnaðarlausrar“ fjárhagsáætlunar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vill taka upp leiðsögumenn sem myndu hjálpa krabbameinsveikum að rata um heilbrigðiskerfið. Hann ætlar að þrýsta á lækkun á þaki á greiðsluþátttöku sjúklinga og segir að ráðist verði í vinnu við krabbameinsáætlun í haust. Fjallað var um mál Láru Guðrúnar Jóhönnudóttur í Fréttablaðinu um helgina og kvöldfréttum í gær. Hún var greind með brjóstakrabbamein í febrúar en móðir hennar lést úr sama meini fyrir sautján árum. Frá greiningu hefur hún þurft að leggja út tæplega 1,4 milljónir króna í kostnað vegna meðferðar. Hún telur ríkið eiga taka frekari þátt í kostnaði krabbameinssjúkra sem eigi allra síst að hafa fjárhagsáhyggjur á þessum tíma. „Eins og til dæmis Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ég efast um að hann vilji vera ráðherra og tilheyra samfélagi þar sem þú þarft að slá lán hjá tengdaforeldrum þínum til þess að fara í gegnum eggheimtu. Svo að þú eigir einhvern möguleika á því að geta stofnað fjölskyldu eftir meðferð," segir Lára Guðrún Jóhönnudóttir. Tillaga að íslenskri krabbameinsáætlun var birt fyrr í mánuðinum eftir miklar tafir þar sem birting hafði áður verið boðuð í árslok 2014. Ísland er eitt Norðurlandanna sem ekki hefur lokið við gerð krabbameinsáætlunar en til samanburðar má nefna að sambærileg áætlun var lögð fram árið 1998 í Noregi. Í maí var tekið upp nýtt greiðsluþátttökukerfi sem setur þak á kostnað sjúklinga. Heilbrigðisráðherra segir að þakið verði lækkað á næstunni. „Við viljum gera betur og höfum gert ráð fyrir í fjármálaáætlun næsta árs auknu fjármagni til að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga þrátt fyrir að við eigum eftir að útfæra það hvernig er best að skila þeim peningum. Hvaða póstum er best að vinna í," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Hann segir mikilvægt að bæta upplýsingagjöf til sjúklinga og verða ábendingar um nokkurs konar leiðsögumenn sem myndu vísa sjúklingum um kerfið teknar upp við áframhaldandi vinnu að krabbameinsáætlun í haust. „Þetta er náttúrulega mjög flókið kerfi og flókin meðferð oft og það er nokkuð sem ég vil gjarnan beita mér fyrir," segir Óttarr.
Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar vegna „metnaðarlausrar“ fjárhagsáætlunar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Sjá meira