Telur stjórnmálamenn þurfa að gera meira og tala minna Kristinn Ingi Jónsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 26. júlí 2017 06:00 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það eru alltaf vonbrigði þegar tölurnar eru lágar alveg eins og það er jafn gaman þegar þær eru háar. Þetta sveiflast mikið hjá okkur,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, um niðurstöður nýrrar könnunar MMR, en samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi. „Það eina sem stjórnmálamenn geta gert að mínu mati er að tala minna og gera meira. Það er mitt mottó, það er bara þannig að það er ekki það sem maður segir heldur það sem maður gerir sem að mínu mati skilgreinir hvort stjórnmálamenn séu góðir í sínu starfi. Björt framtíð mun að loknu þessu kjörtímabili leggja verk sín í dóm kjósenda,“ segir Björt.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.Mynd/AðsendHvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing ef marka má niðurstöður könnunarinnar sem gerð var dagana 18. til 21. júlí. Fylgi Viðreisnar mældist þá 4,7 prósent. Báðir flokkarnir hafa tapað fylgi frá síðustu könnun í júní. Þrátt fyrir dalandi fylgi flokkanna stóð stuðningur fólks við ríkisstjórnina í stað á milli mánaða, en 34,1 prósent aðspurðra sagðist styðja ríkisstjórnina. „Við erum rétt að byrja. Það er stutt liðið á kjörtímabilið og við eigum enn þá eftir að sýna okkur og sanna,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar. „Það eru mörg brýn verkefni fram undan sem við munum leggja alla okkar krafta í að takast á við og leysa vel og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að fá fjölda tækifæra til að sanna okkur á komandi mánuðum og næstu árum,“ segir Jóna. „Athygli vakti að Flokkur fólksins bætti hlutfallslega mest við sig á milli kannana, eða rúmum þremur prósentustigum. Flokkurinn fengi 6,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú og næði því inn á þing. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Anton BrinkInga Sæland, formaður flokksins, segist hins vegar ekki vera farin að máta sig við þingmannsstólinn. Næsta verkefni sé sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, en Inga hyggst bjóða sig fram í oddvitasæti í höfuðborginni. „Ég er orðlaus. Það er allt þess virði að halda áfram að berjast,“ segir Inga um niðurstöður könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins. Fylgi flokksins var 29,3 prósent í júlí. Nokkuð dró úr fylgi Vinstri grænna, sem mælist nú 20,4 prósent. Fylgi Pírata stóð í stað í 13,3 prósentum. Samfylkingin bætti hins vegar við sig fylgi og fór úr 9,1 prósenti í 10,6 prósent.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17 Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
„Það eru alltaf vonbrigði þegar tölurnar eru lágar alveg eins og það er jafn gaman þegar þær eru háar. Þetta sveiflast mikið hjá okkur,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, um niðurstöður nýrrar könnunar MMR, en samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi. „Það eina sem stjórnmálamenn geta gert að mínu mati er að tala minna og gera meira. Það er mitt mottó, það er bara þannig að það er ekki það sem maður segir heldur það sem maður gerir sem að mínu mati skilgreinir hvort stjórnmálamenn séu góðir í sínu starfi. Björt framtíð mun að loknu þessu kjörtímabili leggja verk sín í dóm kjósenda,“ segir Björt.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.Mynd/AðsendHvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing ef marka má niðurstöður könnunarinnar sem gerð var dagana 18. til 21. júlí. Fylgi Viðreisnar mældist þá 4,7 prósent. Báðir flokkarnir hafa tapað fylgi frá síðustu könnun í júní. Þrátt fyrir dalandi fylgi flokkanna stóð stuðningur fólks við ríkisstjórnina í stað á milli mánaða, en 34,1 prósent aðspurðra sagðist styðja ríkisstjórnina. „Við erum rétt að byrja. Það er stutt liðið á kjörtímabilið og við eigum enn þá eftir að sýna okkur og sanna,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar. „Það eru mörg brýn verkefni fram undan sem við munum leggja alla okkar krafta í að takast á við og leysa vel og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að fá fjölda tækifæra til að sanna okkur á komandi mánuðum og næstu árum,“ segir Jóna. „Athygli vakti að Flokkur fólksins bætti hlutfallslega mest við sig á milli kannana, eða rúmum þremur prósentustigum. Flokkurinn fengi 6,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú og næði því inn á þing. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Anton BrinkInga Sæland, formaður flokksins, segist hins vegar ekki vera farin að máta sig við þingmannsstólinn. Næsta verkefni sé sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, en Inga hyggst bjóða sig fram í oddvitasæti í höfuðborginni. „Ég er orðlaus. Það er allt þess virði að halda áfram að berjast,“ segir Inga um niðurstöður könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins. Fylgi flokksins var 29,3 prósent í júlí. Nokkuð dró úr fylgi Vinstri grænna, sem mælist nú 20,4 prósent. Fylgi Pírata stóð í stað í 13,3 prósentum. Samfylkingin bætti hins vegar við sig fylgi og fór úr 9,1 prósenti í 10,6 prósent.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17 Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17
Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46