Telur stjórnmálamenn þurfa að gera meira og tala minna Kristinn Ingi Jónsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 26. júlí 2017 06:00 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það eru alltaf vonbrigði þegar tölurnar eru lágar alveg eins og það er jafn gaman þegar þær eru háar. Þetta sveiflast mikið hjá okkur,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, um niðurstöður nýrrar könnunar MMR, en samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi. „Það eina sem stjórnmálamenn geta gert að mínu mati er að tala minna og gera meira. Það er mitt mottó, það er bara þannig að það er ekki það sem maður segir heldur það sem maður gerir sem að mínu mati skilgreinir hvort stjórnmálamenn séu góðir í sínu starfi. Björt framtíð mun að loknu þessu kjörtímabili leggja verk sín í dóm kjósenda,“ segir Björt.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.Mynd/AðsendHvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing ef marka má niðurstöður könnunarinnar sem gerð var dagana 18. til 21. júlí. Fylgi Viðreisnar mældist þá 4,7 prósent. Báðir flokkarnir hafa tapað fylgi frá síðustu könnun í júní. Þrátt fyrir dalandi fylgi flokkanna stóð stuðningur fólks við ríkisstjórnina í stað á milli mánaða, en 34,1 prósent aðspurðra sagðist styðja ríkisstjórnina. „Við erum rétt að byrja. Það er stutt liðið á kjörtímabilið og við eigum enn þá eftir að sýna okkur og sanna,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar. „Það eru mörg brýn verkefni fram undan sem við munum leggja alla okkar krafta í að takast á við og leysa vel og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að fá fjölda tækifæra til að sanna okkur á komandi mánuðum og næstu árum,“ segir Jóna. „Athygli vakti að Flokkur fólksins bætti hlutfallslega mest við sig á milli kannana, eða rúmum þremur prósentustigum. Flokkurinn fengi 6,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú og næði því inn á þing. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Anton BrinkInga Sæland, formaður flokksins, segist hins vegar ekki vera farin að máta sig við þingmannsstólinn. Næsta verkefni sé sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, en Inga hyggst bjóða sig fram í oddvitasæti í höfuðborginni. „Ég er orðlaus. Það er allt þess virði að halda áfram að berjast,“ segir Inga um niðurstöður könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins. Fylgi flokksins var 29,3 prósent í júlí. Nokkuð dró úr fylgi Vinstri grænna, sem mælist nú 20,4 prósent. Fylgi Pírata stóð í stað í 13,3 prósentum. Samfylkingin bætti hins vegar við sig fylgi og fór úr 9,1 prósenti í 10,6 prósent.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17 Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Það eru alltaf vonbrigði þegar tölurnar eru lágar alveg eins og það er jafn gaman þegar þær eru háar. Þetta sveiflast mikið hjá okkur,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, um niðurstöður nýrrar könnunar MMR, en samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi. „Það eina sem stjórnmálamenn geta gert að mínu mati er að tala minna og gera meira. Það er mitt mottó, það er bara þannig að það er ekki það sem maður segir heldur það sem maður gerir sem að mínu mati skilgreinir hvort stjórnmálamenn séu góðir í sínu starfi. Björt framtíð mun að loknu þessu kjörtímabili leggja verk sín í dóm kjósenda,“ segir Björt.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.Mynd/AðsendHvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing ef marka má niðurstöður könnunarinnar sem gerð var dagana 18. til 21. júlí. Fylgi Viðreisnar mældist þá 4,7 prósent. Báðir flokkarnir hafa tapað fylgi frá síðustu könnun í júní. Þrátt fyrir dalandi fylgi flokkanna stóð stuðningur fólks við ríkisstjórnina í stað á milli mánaða, en 34,1 prósent aðspurðra sagðist styðja ríkisstjórnina. „Við erum rétt að byrja. Það er stutt liðið á kjörtímabilið og við eigum enn þá eftir að sýna okkur og sanna,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar. „Það eru mörg brýn verkefni fram undan sem við munum leggja alla okkar krafta í að takast á við og leysa vel og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að fá fjölda tækifæra til að sanna okkur á komandi mánuðum og næstu árum,“ segir Jóna. „Athygli vakti að Flokkur fólksins bætti hlutfallslega mest við sig á milli kannana, eða rúmum þremur prósentustigum. Flokkurinn fengi 6,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú og næði því inn á þing. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Anton BrinkInga Sæland, formaður flokksins, segist hins vegar ekki vera farin að máta sig við þingmannsstólinn. Næsta verkefni sé sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, en Inga hyggst bjóða sig fram í oddvitasæti í höfuðborginni. „Ég er orðlaus. Það er allt þess virði að halda áfram að berjast,“ segir Inga um niðurstöður könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins. Fylgi flokksins var 29,3 prósent í júlí. Nokkuð dró úr fylgi Vinstri grænna, sem mælist nú 20,4 prósent. Fylgi Pírata stóð í stað í 13,3 prósentum. Samfylkingin bætti hins vegar við sig fylgi og fór úr 9,1 prósenti í 10,6 prósent.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17 Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17
Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46