Líf Jóhanns Óla Hilmarssonar, fuglafræðings og formanns Fuglaverndarfélags Íslands, snýst um fugla enda mikill sérfræðingur í þeim efnum og góður fuglaljósmyndari.
Þessa dagana er hann að huga að kríuvarpi með sínu fólki og merkja kríuunga. En Jóhann Óli lumar á heimsfrétt eins og hann kallar það úr fuglaheiminum.
„Já, það er svolítið merkilegt núna að í ár að á Barðaströndinni var trjámávur að verpa í fyrsta inn í Evrópu. Það er stórmerkilegt. Þetta er amerísk tegund og verpir í trjám á sínum heimaslóðum. En það var trjámávspar með hreiður í varpi á Barðaströnd. Þetta er heimsfrétt í fuglaheiminum. En síðan eru alltaf að nema hér land nýjar tegundir. Við höfum séð þó nokkrar eyruglur í sumar með unga. Það er ekki alltaf sem við finnum þær með unga, en þær verpa nú örugglega flest ár.“
Sjá má innslagið í spilaranum að neðan þar sem nánar er fjallað um trjámávinn.