Innlent

Trjámávur verpir í fyrsta sinn í Evrópu á Barðaströnd

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Trjámávurinn er bandarísk tegund.
Trjámávurinn er bandarísk tegund. Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglaáhugamenn halda ekki vatni yfir trjámávi sem var að verpa í fyrsta skipti í Evrópu á Íslandi, eða á Barðaströnd. „Þetta er heimsfrétt í fuglaheiminum“, segir formaður Fuglaverndarfélags Íslands.

Líf Jóhanns Óla Hilmarssonar, fuglafræðings og formanns Fuglaverndarfélags Íslands, snýst um fugla enda mikill sérfræðingur í þeim efnum og góður fuglaljósmyndari.

Þessa dagana er hann að huga að kríuvarpi með sínu fólki og merkja kríuunga. En Jóhann Óli lumar á heimsfrétt eins og hann kallar það úr fuglaheiminum.

„Já, það er svolítið merkilegt núna að í ár að á Barðaströndinni var trjámávur að verpa í fyrsta inn í Evrópu. Það er stórmerkilegt. Þetta er amerísk tegund og verpir í trjám á sínum heimaslóðum. En það var trjámávspar með hreiður í varpi á Barðaströnd. Þetta er heimsfrétt í fuglaheiminum. En síðan eru alltaf að nema hér land nýjar tegundir. Við höfum séð þó nokkrar eyruglur í sumar með unga. Það er ekki alltaf sem við finnum þær með unga, en þær verpa nú örugglega flest ár.“

Sjá má innslagið í spilaranum að neðan þar sem nánar er fjallað um trjámávinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.