Innlent

Sjö sveitarfélög á Vestfjörðum vilja hefja uppbyggingu á laxeldi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Laxeldi er talið hafa jákvæð áhrif á landshlutann.
Laxeldi er talið hafa jákvæð áhrif á landshlutann. Vísir/pjetur
Sjö sveitarfélög á Vestfjörðum, hafa lýst yfir vilja sínum á að uppbygging verði hafinn á laxeldi til að stuðla að sjálfbærri fjölgun íbúa í landshlutanum. Talið er að laxeldi muni fjölga atvinnu og styrkja stoðir atvinnulífs Vestfjarða. Litið verður til annarra þjóða í uppbyggingu laxeldisins þannig að þekking þeirra og reynsla nýtist.

Sveitarfélögin sem um ræðir eru Ísafjarðarbær, Vesturbyggð, Bolungarvíkurkaupstaður, Tálknafjarðarhreppur, Súðavíkurhreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur.

Lögð er áhersla á að laxeldinu verði dreift til að koma í veg fyrir að nánasta umhverfi hljóti skaða af. Það sé meðal annars gert með því að búa þannig að laxeldinu að ummerki séu afturkræf. Þetta yrði því byggt á grunni Hafrannsóknastofnunarinnar.

Vísað er til þess, í yfirlýsingu sveitarfélaganna, að laxeldi sé umhverfisvænt og valdi litlu álagi á auðlindir í samanburði við eldi kjúklinga, svína eða nautgripa.

Biðlað er til stjórnvalda að beiðni sveitarfélaganna verði unnin hratt og örugglega í samræmi við vinnureglur stjórnsýslulaga

„Gríðarleg verðmæti munu skapast í íslensku hagkerfi af laxeldinu. Sveitarfélögin telja að vel útfært laxeldi í strandsjó Vestfjarða þjóni hagsmunum Vestfirðinga, íslensku þjóðarinnar og vistkerfa Jarðarinnar,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×