Hefðu átt að láta SÁÁ vita áður en áfengismeðferð var boðin út Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 SÁÁ hefur veitt heilbrigðisþjónustu fyrir áfengissjúklinga í um 40 ár. Nú hefur ríkið boðið verkefnið út í samræmi við ný lög um opinber innkaup. vísir/heiða „Það sem maður er mjög hugsi yfir er annars vegar framkvæmdin á þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG um útboð Sjúkratrygginga á heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á EES svæðinu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að bjóða þjónustuna út í stað þess að endurnýja þjónustusamninga við SÁÁ. Ákvörðunin var tekin á grundvelli laga um opinber innkaup sem samþykkt voru í vetur. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur sagt að samtökin hafi ekki verið látin vita af því að bjóða ætti þjónustuna út. Katrín Jakobsdóttir formaður VGSjúkratryggingar hafi síðan látið þá vita óformlega, að þeir ættu að gefa auglýsingu gaum sem birt hafði verið á erlendum vef á netinu. Katrín Jakobsdóttir gagnrýnir að ráðist hafi verið í útboðið án nægjanlegs aðdraganda. Hún segir líka að ef gera eigi breytingar á jafn viðkvæmri þjónustu og heilbrigðisþjónusta við áfengissjúklinga er, þá þurfi það að byggja á faglegu mati en ekki eingöngu útboðsreglum. „Þegar við erum að ræða um heilbrigðisþjónustu þá þurfum við að eiga umræðu um það hvaða faglega mat eigi að fara fram áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir hún. Katrín segir VG ekki leggjast gegn því að einkaaðilar eða frjáls félagasamtök reki heilbrigðisþjónustu, sé hún ekki rekin í hagnaðarskyni. Nefnir hún þar starfsemi SÁÁ og starfsemi Reykjalundar. Tryggja þurfi að það sé festa í starfsemi viðkomandi aðila og ekki megi vera óvissa hjá þeim sem veita þjónustuna um fjárveitingu. Sú leið sem farin er við útboð á heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, samkvæmt nýjum lögum um opinber innkaup, er kölluð „létta leiðin“ af því að viðmiðunarmörk um útboðsskyldu eru talsvert hærri en vegna annarrar þjónustu og rýmri reglur gilda um aðferðir við útboð og val á tilboðum. Samkvæmt reglugerð þarf að bjóða út alla samninga sem eru umfram 116 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
„Það sem maður er mjög hugsi yfir er annars vegar framkvæmdin á þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG um útboð Sjúkratrygginga á heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á EES svæðinu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að bjóða þjónustuna út í stað þess að endurnýja þjónustusamninga við SÁÁ. Ákvörðunin var tekin á grundvelli laga um opinber innkaup sem samþykkt voru í vetur. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur sagt að samtökin hafi ekki verið látin vita af því að bjóða ætti þjónustuna út. Katrín Jakobsdóttir formaður VGSjúkratryggingar hafi síðan látið þá vita óformlega, að þeir ættu að gefa auglýsingu gaum sem birt hafði verið á erlendum vef á netinu. Katrín Jakobsdóttir gagnrýnir að ráðist hafi verið í útboðið án nægjanlegs aðdraganda. Hún segir líka að ef gera eigi breytingar á jafn viðkvæmri þjónustu og heilbrigðisþjónusta við áfengissjúklinga er, þá þurfi það að byggja á faglegu mati en ekki eingöngu útboðsreglum. „Þegar við erum að ræða um heilbrigðisþjónustu þá þurfum við að eiga umræðu um það hvaða faglega mat eigi að fara fram áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir hún. Katrín segir VG ekki leggjast gegn því að einkaaðilar eða frjáls félagasamtök reki heilbrigðisþjónustu, sé hún ekki rekin í hagnaðarskyni. Nefnir hún þar starfsemi SÁÁ og starfsemi Reykjalundar. Tryggja þurfi að það sé festa í starfsemi viðkomandi aðila og ekki megi vera óvissa hjá þeim sem veita þjónustuna um fjárveitingu. Sú leið sem farin er við útboð á heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, samkvæmt nýjum lögum um opinber innkaup, er kölluð „létta leiðin“ af því að viðmiðunarmörk um útboðsskyldu eru talsvert hærri en vegna annarrar þjónustu og rýmri reglur gilda um aðferðir við útboð og val á tilboðum. Samkvæmt reglugerð þarf að bjóða út alla samninga sem eru umfram 116 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira