Dregur úr ofbeldi á Litla-Hrauni Sæunn Gísladóttir skrifar 18. júlí 2017 06:00 Í varðstofunni er fylgst með föngunum allan sólarhringinn. Vísir/Anton Brink Svo virðist sem ofbeldismálum hafi fækkað síðustu árin á Litla-Hrauni samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Formaður Afstöðu, félags fanga, tekur undir og segir sína tilfinningu þá að ekki sé meira um ofbeldismál nú en áður. Greint var frá því á föstudag í DV að til alvarlegra átaka hefði komið í útivistartíma fanga á Litla-Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er þetta eina ofbeldismálið á þessu ári sem komið hefur á borð lögreglunnar. Ofbeldismálum í fangelsinu hefur fækkað á síðustu 12 mánuðum og í fyrra kom einungis eitt mál á borð lögreglunnar. Sé litið til agaviðurlaga vegna ofbeldis á Litla-Hrauni er ljóst að hlutfall ofbeldismála af agabrotum hefur minnkað. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun voru ofbeldismál 10,3 prósent árið 2015 og í fyrra var hlutfallið 8,5 prósent. Það sem af er árinu 2017 eru ofbeldismál 7,1 prósent. Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, tekur fram að flest mál sem falla undir ofbeldi í fangelsinu séu minniháttar.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.aaaGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segist hafa tilfinningu fyrir því að minna sé af agabrotum tengdum ofbeldi en áður. „Það er vissulega erfiður hópur í dag á Litla-Hrauni. En ég held að það sé ekkert meira um þessi mál en venjulega, ég hef ekki orðið var við það,“ segir hann. „Yfirleitt hefur málunum fækkað frekar en annað. Þetta er alvarlegt sem gerðist fyrir helgi, en einsdæmi held ég,“ segir Guðmundur Ingi. Hann telur að ofbeldið hafi átt sér stað vegna persónulegra deilna. „Þetta er innanhópsrifrildi. Þarna erum við að sjá hvernig kerfið hefur brugðist í lífi manna. Þetta eru ljúfir menn en á sama tíma eru þeir veikir. Þarna hefði átt að bregðast við í barnæsku.“ Guðmundur Ingi telur þó brýnt að taka á þessum vanda. „Það er erfitt fyrir hinn almenna fanga og fangaverði að þurfa að vinna og búa í svona ástandi.“ Hann telur að ef eitthvað hafi aukist sé það neysla fíkniefna. „En það hefur ekki orðið meira ofbeldi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Fangelsismálastjóri afdráttarlaus um hrottaleg átök á Litla Hrauni sem enduðu með því að bitin var efri vör af fanga. 14. júlí 2017 10:25 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Svo virðist sem ofbeldismálum hafi fækkað síðustu árin á Litla-Hrauni samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Formaður Afstöðu, félags fanga, tekur undir og segir sína tilfinningu þá að ekki sé meira um ofbeldismál nú en áður. Greint var frá því á föstudag í DV að til alvarlegra átaka hefði komið í útivistartíma fanga á Litla-Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er þetta eina ofbeldismálið á þessu ári sem komið hefur á borð lögreglunnar. Ofbeldismálum í fangelsinu hefur fækkað á síðustu 12 mánuðum og í fyrra kom einungis eitt mál á borð lögreglunnar. Sé litið til agaviðurlaga vegna ofbeldis á Litla-Hrauni er ljóst að hlutfall ofbeldismála af agabrotum hefur minnkað. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun voru ofbeldismál 10,3 prósent árið 2015 og í fyrra var hlutfallið 8,5 prósent. Það sem af er árinu 2017 eru ofbeldismál 7,1 prósent. Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, tekur fram að flest mál sem falla undir ofbeldi í fangelsinu séu minniháttar.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.aaaGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segist hafa tilfinningu fyrir því að minna sé af agabrotum tengdum ofbeldi en áður. „Það er vissulega erfiður hópur í dag á Litla-Hrauni. En ég held að það sé ekkert meira um þessi mál en venjulega, ég hef ekki orðið var við það,“ segir hann. „Yfirleitt hefur málunum fækkað frekar en annað. Þetta er alvarlegt sem gerðist fyrir helgi, en einsdæmi held ég,“ segir Guðmundur Ingi. Hann telur að ofbeldið hafi átt sér stað vegna persónulegra deilna. „Þetta er innanhópsrifrildi. Þarna erum við að sjá hvernig kerfið hefur brugðist í lífi manna. Þetta eru ljúfir menn en á sama tíma eru þeir veikir. Þarna hefði átt að bregðast við í barnæsku.“ Guðmundur Ingi telur þó brýnt að taka á þessum vanda. „Það er erfitt fyrir hinn almenna fanga og fangaverði að þurfa að vinna og búa í svona ástandi.“ Hann telur að ef eitthvað hafi aukist sé það neysla fíkniefna. „En það hefur ekki orðið meira ofbeldi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Fangelsismálastjóri afdráttarlaus um hrottaleg átök á Litla Hrauni sem enduðu með því að bitin var efri vör af fanga. 14. júlí 2017 10:25 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Fangelsismálastjóri afdráttarlaus um hrottaleg átök á Litla Hrauni sem enduðu með því að bitin var efri vör af fanga. 14. júlí 2017 10:25