Dregur úr ofbeldi á Litla-Hrauni Sæunn Gísladóttir skrifar 18. júlí 2017 06:00 Í varðstofunni er fylgst með föngunum allan sólarhringinn. Vísir/Anton Brink Svo virðist sem ofbeldismálum hafi fækkað síðustu árin á Litla-Hrauni samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Formaður Afstöðu, félags fanga, tekur undir og segir sína tilfinningu þá að ekki sé meira um ofbeldismál nú en áður. Greint var frá því á föstudag í DV að til alvarlegra átaka hefði komið í útivistartíma fanga á Litla-Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er þetta eina ofbeldismálið á þessu ári sem komið hefur á borð lögreglunnar. Ofbeldismálum í fangelsinu hefur fækkað á síðustu 12 mánuðum og í fyrra kom einungis eitt mál á borð lögreglunnar. Sé litið til agaviðurlaga vegna ofbeldis á Litla-Hrauni er ljóst að hlutfall ofbeldismála af agabrotum hefur minnkað. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun voru ofbeldismál 10,3 prósent árið 2015 og í fyrra var hlutfallið 8,5 prósent. Það sem af er árinu 2017 eru ofbeldismál 7,1 prósent. Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, tekur fram að flest mál sem falla undir ofbeldi í fangelsinu séu minniháttar.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.aaaGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segist hafa tilfinningu fyrir því að minna sé af agabrotum tengdum ofbeldi en áður. „Það er vissulega erfiður hópur í dag á Litla-Hrauni. En ég held að það sé ekkert meira um þessi mál en venjulega, ég hef ekki orðið var við það,“ segir hann. „Yfirleitt hefur málunum fækkað frekar en annað. Þetta er alvarlegt sem gerðist fyrir helgi, en einsdæmi held ég,“ segir Guðmundur Ingi. Hann telur að ofbeldið hafi átt sér stað vegna persónulegra deilna. „Þetta er innanhópsrifrildi. Þarna erum við að sjá hvernig kerfið hefur brugðist í lífi manna. Þetta eru ljúfir menn en á sama tíma eru þeir veikir. Þarna hefði átt að bregðast við í barnæsku.“ Guðmundur Ingi telur þó brýnt að taka á þessum vanda. „Það er erfitt fyrir hinn almenna fanga og fangaverði að þurfa að vinna og búa í svona ástandi.“ Hann telur að ef eitthvað hafi aukist sé það neysla fíkniefna. „En það hefur ekki orðið meira ofbeldi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Fangelsismálastjóri afdráttarlaus um hrottaleg átök á Litla Hrauni sem enduðu með því að bitin var efri vör af fanga. 14. júlí 2017 10:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Svo virðist sem ofbeldismálum hafi fækkað síðustu árin á Litla-Hrauni samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Formaður Afstöðu, félags fanga, tekur undir og segir sína tilfinningu þá að ekki sé meira um ofbeldismál nú en áður. Greint var frá því á föstudag í DV að til alvarlegra átaka hefði komið í útivistartíma fanga á Litla-Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er þetta eina ofbeldismálið á þessu ári sem komið hefur á borð lögreglunnar. Ofbeldismálum í fangelsinu hefur fækkað á síðustu 12 mánuðum og í fyrra kom einungis eitt mál á borð lögreglunnar. Sé litið til agaviðurlaga vegna ofbeldis á Litla-Hrauni er ljóst að hlutfall ofbeldismála af agabrotum hefur minnkað. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun voru ofbeldismál 10,3 prósent árið 2015 og í fyrra var hlutfallið 8,5 prósent. Það sem af er árinu 2017 eru ofbeldismál 7,1 prósent. Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, tekur fram að flest mál sem falla undir ofbeldi í fangelsinu séu minniháttar.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.aaaGuðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segist hafa tilfinningu fyrir því að minna sé af agabrotum tengdum ofbeldi en áður. „Það er vissulega erfiður hópur í dag á Litla-Hrauni. En ég held að það sé ekkert meira um þessi mál en venjulega, ég hef ekki orðið var við það,“ segir hann. „Yfirleitt hefur málunum fækkað frekar en annað. Þetta er alvarlegt sem gerðist fyrir helgi, en einsdæmi held ég,“ segir Guðmundur Ingi. Hann telur að ofbeldið hafi átt sér stað vegna persónulegra deilna. „Þetta er innanhópsrifrildi. Þarna erum við að sjá hvernig kerfið hefur brugðist í lífi manna. Þetta eru ljúfir menn en á sama tíma eru þeir veikir. Þarna hefði átt að bregðast við í barnæsku.“ Guðmundur Ingi telur þó brýnt að taka á þessum vanda. „Það er erfitt fyrir hinn almenna fanga og fangaverði að þurfa að vinna og búa í svona ástandi.“ Hann telur að ef eitthvað hafi aukist sé það neysla fíkniefna. „En það hefur ekki orðið meira ofbeldi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Fangelsismálastjóri afdráttarlaus um hrottaleg átök á Litla Hrauni sem enduðu með því að bitin var efri vör af fanga. 14. júlí 2017 10:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Fangelsismálastjóri afdráttarlaus um hrottaleg átök á Litla Hrauni sem enduðu með því að bitin var efri vör af fanga. 14. júlí 2017 10:25